Þúsundþjalasmiðurinn Rúrik Gíslason virðist orðinn fastagestur á lúxushótelinu The Bodrum Edition í Tyrklandi. Hann lýsti því yfir á dögunum að hann væri að fagna byrjun sumarsins þriðja árið í röð á hótelkeðjunni.
Hótelið hóf sumarið með opnunarhelgi sem stóð yfir seinustu helgi. Rúrik var meðal gesta sem naut helgarinnar og lifandi tónlistar, bátsferða og strandpartía með þekktum plötusnúðum sem héldu uppi stemningunni.
Á samfélagsmiðlum lét Rúrik sig ekki muna um að deila myndum frá helginni. Hann henti í frægu Titanic-pósuna í stafni skipsins, sýndi frá útiæfingum í sólinni og myndskeið af lifandi stemningu opnunarinnar.