Rúrik byrjar sumarið með stæl

Rúrik byrjar sumarið í Tyrklandi.
Rúrik byrjar sumarið í Tyrklandi. Skjáskot/Instagram

Þúsundþjala­smiður­inn Rúrik Gísla­son virðist orðinn fasta­gest­ur á lúx­us­hót­el­inu The Bodr­um Ed­iti­on í Tyrklandi. Hann lýsti því yfir á dög­un­um að hann væri að fagna byrj­un sum­ars­ins þriðja árið í röð á hót­elkeðjunni.

Glamúr opn­un 

Hót­elið hóf sum­arið með opn­un­ar­helgi sem stóð yfir sein­ustu helgi. Rúrik var meðal gesta sem naut helgar­inn­ar og lif­andi tón­list­ar, báts­ferða og strandpartía með þekkt­um plötu­snúðum sem héldu uppi stemn­ing­unni.

Á sam­fé­lags­miðlum lét Rúrik sig ekki muna um að deila mynd­um frá helg­inni. Hann henti í frægu Tit­anic-pós­una í stafni skips­ins, sýndi frá útiæf­ing­um í sól­inni og mynd­skeið af lif­andi stemn­ingu opn­un­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert