Fengu að vita kynið í 30.000 feta hæð

Eftirminnileg stund um borð í flugvél PLAY.
Eftirminnileg stund um borð í flugvél PLAY. Samsett mynd

Í gær fór fram held­ur ný­stár­leg kynja­veisla í 30.000 feta hæð þegar farþegar PLAY á leið til Par­ís­ar urðu vitni að ein­stakri stund yfir miðju Norður-Atlants­hafi. Þar fengu Katrín María Blön­dal og Ant­on Örn Hilm­ars­son að vita kyn fyrsta barns­ins síns sam­an – hún á tvo drengi fyr­ir og hann eina stelpu.

Þau ákváðu að halda þessa veislu um borð í flug­vél­inni þar sem Ant­on Örn er mik­ill flugáhugamaður og fannst þeim það vera töfr­andi hug­mynd að upp­lifa augna­blikið í háloft­un­um. All­ir farþegar tóku þátt í leik með bleik­um og blá­um spjöld­um áður en Katrín María og Ant­on Örn skáru í köku og fengu staðfest að dreng­ur væri á leiðinni.

Við tóku fagnaðarlæti, blá­ar skreyt­ing­ar fóru á loft, smá­kök­ur voru borðaðar og parið fékk glaðning frá PLAY: sam­fellu og sól­hatt fyr­ir barnið, flug­véla­mód­el, bangsa og gjafa­bréf – full­komið fyr­ir fyrstu ut­an­lands­ferð fjöl­skyld­unn­ar.

Parið var í skýj­un­um að fá svona veg­leg­an viðburð og lýsti yfir mik­illi ánægju með upp­lif­un­ina. Þetta var í senn hjart­næmt og eft­ir­minni­legt augna­blik sem eng­inn um borð gleym­ir – og mögu­lega ein fyrsta kynja­veisla heims­ins sem fer fram í háloft­un­um.

View this post on In­sta­gram

A post shared by PLAY air­lines (@playair­lines)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert