María Thelma naut lífsins í sólinni á Losinj

María Thelma naut lífsins til hins ýtrasta á eyjunni Losinj.
María Thelma naut lífsins til hins ýtrasta á eyjunni Losinj. Samsett mynd

Leik­kon­an María Thelma Smára­dótt­ir er yfir sig hrif­in af króa­tísku eyj­unni Los­inj ef marka má nýj­ustu færslu henn­ar á In­sta­gram.

María Thelma, sem hef­ur getið sér gott orð í leik­list­ar­heim­in­um síðustu ár, deildi nokkr­um fal­leg­um mynd­um úr frí­inu á sam­fé­lags­miðlasíðunni í gær­dag og af þeim að dæma þá á eyja­lífið ansi vel við leik­kon­una.

„Takk fyr­ir Los­inj, Króatía! Þú ert dá­sam­leg á all­an hátt!“ skrifaði hún við myndaserí­una.

Fal­leg og friðsæl eyja

Los­inj er ein­stak­lega fal­leg og friðsæl eyja í Adría­hafi. Hún er hluti af eyja­klas­an­um Kvarner og ligg­ur við vest­ur­strönd Króa­tíu.

Eyj­an er þekkt fyr­ir grósku­mikið líf­ríki og milt lands­lag og er einkar vin­sæll áfangastaður fyr­ir svo­kallaðar heilsu­ferðir, enda gjarn­an kölluð heilsu­bótareyj­an.

View this post on In­sta­gram

A post shared by MARÍA THELMA (@mari­at­helma93)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert