Inga Lind með sérhannaðan hatt fyrir Beyoncé-tónleika

Inga Lind lét gera hatt fyrir sig og dóttur sína …
Inga Lind lét gera hatt fyrir sig og dóttur sína fyrir tónleikana.

Inga Lind Karls­dótt­ir er stödd í Lund­ún­um með dótt­ur sinni Jó­hönnu Hildi Árna­dótt­ur. Mæðgurn­ar skelltu sér á tón­leika með popp­dív­unni Beyoncé. 

Beyoncé er á tón­leika­ferðalagi um Norður-Am­er­íku og Evr­ópu. Tón­leik­arn­ir ganga und­ir nafn­inu Cow­boy Cart­er og hef­ur verið vin­sælt á meðal gesta að mæta í ein­hvers kon­ar kú­rekafatnaði. Inga Lind og Jó­hanna tóku þetta auðvitað alla leið og voru með glæsi­lega brúna kú­reka­hatta.

Hatt­arn­ir eru frá Sigzon Hat's eða Sig­urði Erni Þóris­syni sem er eini hatt­ari lands­ins. Hann sér­hann­ar og býr til per­sónu­lega hatta. Hatt­ar Ingu Lind­ar og Jó­hönnu voru með leður­bót sem búið var að skrifa á „Cow­boy Cart­er.“

Inga Lind deildi nokkr­um mynd­um og mynd­skeiðum frá æv­in­týri þeirra mæðgna og verður þetta lík­lega ógleym­an­leg ferð. 

Sætar og spenntar fyrir Beyoncé.
Sæt­ar og spennt­ar fyr­ir Beyoncé. Skjá­skot/​In­sta­gram
Inga Lind var heilluð af Beyoncé.
Inga Lind var heilluð af Beyoncé. Skjá­skot/​In­sta­gram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert