Inga Lind Karlsdóttir er stödd í Lundúnum með dóttur sinni Jóhönnu Hildi Árnadóttur. Mæðgurnar skelltu sér á tónleika með poppdívunni Beyoncé.
Beyoncé er á tónleikaferðalagi um Norður-Ameríku og Evrópu. Tónleikarnir ganga undir nafninu Cowboy Carter og hefur verið vinsælt á meðal gesta að mæta í einhvers konar kúrekafatnaði. Inga Lind og Jóhanna tóku þetta auðvitað alla leið og voru með glæsilega brúna kúrekahatta.
Hattarnir eru frá Sigzon Hat's eða Sigurði Erni Þórissyni sem er eini hattari landsins. Hann sérhannar og býr til persónulega hatta. Hattar Ingu Lindar og Jóhönnu voru með leðurbót sem búið var að skrifa á „Cowboy Carter.“
Inga Lind deildi nokkrum myndum og myndskeiðum frá ævintýri þeirra mæðgna og verður þetta líklega ógleymanleg ferð.