Patrik og Friðþóra eldheit í Króatíu

Sólin fer parinu vel!
Sólin fer parinu vel! Samsett mynd

Það væs­ir ekki um tón­list­ar- og at­hafna­mann­inn Pat­rik Atla­son, eða Pretty­boitjok­ko eins og hann er kallaður, og kær­ustu hans, Friðþóru Sig­ur­jóns­dótt­ur pila­tes-kenn­ara í World Class, en parið er statt í sól­ríku fríi í Króa­tíu, ein­um heit­asta áfangastað Evr­ópu þessa stund­ina.

Pat­rik og Friðþóra hafa gefið inn­sýn í fríið á sam­fé­lags­miðlasíðum sín­um og birtu meðal ann­ars eld­heit­ar kroppa­mynd­ir.

Friðþóra deildi einnig mynd­skeiði sem sýn­ir parið á rúnt­in­um í blæju­bíl.

Pat­rik og Friðþóra láta ekki líða langt á milli ut­an­lands­ferða og sýna gjarn­an frá frí­um sín­um á In­sta­gram og TikT­ok.

Parið dvaldi meðal ann­ars á lúx­us­hót­el­inu Mar­bella á Spáni síðasta sum­ar og byrjaði árið á skíðum í Selva á Ítal­íu.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert