Kærustuparið Kristín Eva Sveinsdóttir forstöðumaður í fangelsinu á Litla Hrauni og Jóhannes Felixson, Jói Fel, bakari og myndlistarmaður njóta lífsins á sólríku eyjunni við Afríkustrendur.
Jói Fel deildir mynd af parinu á Instagram-síðu sinni og segir að það sé vel tekið á því á Tene. Æfingar, sól, matur og drykkir skrifar hann við myndasyrpu sem hann deilir. Hann tekur það sérstaklega fram að hann deili engum tásumyndum.
Á dögunum tók Jói Fel við starfi kokks í fangelsinu á Litla Hrauni þar sem hann er í sumarafleysingum. Hann sagði frá nýju vinnunni á sjónvarpsstöðinni Stöð 2, sem nú hefur verið lögð niður.