Kristín Eva og Jói Fel tana á Tene

Kristín Eva Sveinsdóttir nýráðin forstöðumaður á Litla Hrauni og Jói …
Kristín Eva Sveinsdóttir nýráðin forstöðumaður á Litla Hrauni og Jói Fel, bakari og myndlistarmaður tana nú á Tenerife. Ljósmynd/Instagram

Kær­ustuparið Krist­ín Eva Sveins­dótt­ir for­stöðumaður í fang­els­inu á Litla Hrauni og Jó­hann­es Felix­son, Jói Fel, bak­ari og mynd­list­armaður njóta lífs­ins á sól­ríku eyj­unni við Afr­íku­strend­ur.

Jói Fel deild­ir mynd af par­inu á In­sta­gram-síðu sinni og seg­ir að það sé vel tekið á því á Tene. Æfing­ar, sól, mat­ur og drykk­ir skrif­ar hann við myndasyrpu sem hann deil­ir. Hann tek­ur það sér­stak­lega fram að hann deili eng­um tásumynd­um. 

Á dög­un­um tók Jói Fel við starfi kokks í fang­els­inu á Litla Hrauni þar sem hann er í sum­araf­leys­ing­um. Hann sagði frá nýju vinn­unni á sjón­varps­stöðinni Stöð 2, sem nú hef­ur verið lögð niður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert