Rétt við Lagarfljótið við Egilsstaði er heillandi bústaður til leigu. Bústaðurinn er svartur á litinn með hvítum gluggum og dásamlegu útisvæði. Sumrin á þessum stað eru þekkt fyrir að vera sólrík og hlý og þess vegna kjörið að reyna að heimsækja Austurlandið í sumar.
Fjórir gestir komast fyrir í tveimur herbergjum. Eitt baðherbergi er í bústaðnum. Hann er innréttaður í hlýlegum sveitastíl, með gömlum munum í bland við nýja. Þarna ætti öllum að líða vel.
Bústaðurinn er steinsnar frá Egilsstöðum eða aðeins 12 kílómetrum. Hann er auglýstur til skammtímaleigu á vefsíðunni AirBnb.