Svartur bústaður til leigu þar sem sólin skín

Sveitalegur og heillandi bústaður á Austurlandi.
Sveitalegur og heillandi bústaður á Austurlandi. Samsett mynd

Rétt við Lag­ar­fljótið við Eg­ilsstaði er heill­andi bú­staður til leigu. Bú­staður­inn er svart­ur á lit­inn með hvít­um glugg­um og dá­sam­legu úti­svæði. Sumr­in á þess­um stað eru þekkt fyr­ir að vera sól­rík og hlý og þess vegna kjörið að reyna að heim­sækja Aust­ur­landið í sum­ar.

Fjór­ir gest­ir kom­ast fyr­ir í tveim­ur her­bergj­um. Eitt baðher­bergi er í bú­staðnum. Hann er inn­réttaður í hlý­leg­um sveita­stíl, með göml­um mun­um í bland við nýja. Þarna ætti öll­um að líða vel.

Bú­staður­inn er steinsnar frá Eg­ils­stöðum eða aðeins 12 kíló­metr­um. Hann er aug­lýst­ur til skamm­tíma­leigu á vefsíðunni AirBnb.

Hátt til lofts og hlýlegt.
Hátt til lofts og hlý­legt. Skjá­skot/​AirBnb
Það er allt til alls í eldhúsinu.
Það er allt til alls í eld­hús­inu. Skjá­skot/​AirBnb
Í bústaðnum eru eldri munir í bland við nýja.
Í bú­staðnum eru eldri mun­ir í bland við nýja. Skjá­skot/​AirBnb
Huggulegt svefnloft.
Huggu­legt svefn­loft. Sjá­skot/​AirBnb
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert