Falin perla við strandir Ítalíu

Algjör draumur!
Algjör draumur! Unsplash.com/Samsett mynd

Ef þig hef­ur ein­hvern tím­ann dreymt um að rölta um lit­rík­ar göt­ur við Miðjarðar­hafið, borða góða sjáv­ar­rétti á fjöl­skyldu­rekn­um veit­ingastað þar sem eng­inn tal­ar ensku og vera á strönd­inni all­an dag­inn, þá gæti Camogli verið staður­inn fyr­ir þig.

Camogli á Ítal­íu er fyr­ir þá sem leita að friðsæl­um og fal­leg­um stað þar sem lítið er af túrist­um. Camogli er lítið sjáv­arþorp við Lig­úría­strönd­ina á Ítal­íu og er bær­inn í 30 mín­útna fjar­lægð frá borg­inni Genóa.

Camogli er staðsett­ur á Gol­fo di Para­diso eða Para­dís­arflóa. Flest­ir sem heim­sækja Para­dís­arfló­ann fara til Cinque Ter­re eða Portof­ino sem eru með vin­sæl­ustu stöðum í heimi. Camogli er hins veg­ar enn þá frek­ar fal­in perla þar sem heima­menn fara oft í frí.

Hvernig kemst maður til Camogli?

Þorpið er þekkt fyr­ir lit­rík hús, ró­legt and­rúms­loft og fal­leg­ar strend­ur. Auðvelt er að kom­ast til Camogli og er best að fljúga til Genóa sem er aðeins 26 kíló­metra frá þorp­inu. Lest­in frá Genóa tek­ur um 20 mín­út­ur en einnig er hægt að sigla að sumri til frá Portof­ino eða Santa Marg­her­ita Ligure sem eru í ná­grenni við Camogli.

Einnig er hægt að fljúga til Mílanó eða Róm­ar og taka lest þaðan til Camogli eða leigja bíl og ferðast um strand­ir Ítal­íu.

Ítalir fara í frí til Camogli enda einn fallegasti staður …
Ítal­ir fara í frí til Camogli enda einn fal­leg­asti staður á Ítal­íu. Unsplash.com/​Moira Nazz­ari

Bær eig­in­kvenn­anna

Sagt er að nafn bæj­ar­ins komi frá Ca' Moglie en það orð merk­ir ‚fyr­ir eig­in­kon­urn­ar‘. Talið er að bær­inn hafi hlotið nafn sitt frá eig­in­kon­un­um sem biðu eft­ir að eig­in­menn þeirra kæmu til baka úr löng­um sjó­ferðum.

Camogli hef­ur lengi verið þekkt­ur sem blóm­legt sjáv­ar­pláss en á miðöld­um voru hundruð segl­skipa í höfn­inni sem gaf Camogli viður­nefnið „Borg þúsund hvítra segla.“

Seint á 18. öld notaði Napó­leon Camogli sem bækistöð fyr­ir hluta af flota sín­um áður en hann var sigraður í orr­ust­unni við Níl.

Lita­feg­urð og góm­sæt­ur mat­ur

Camogli minn­ir helst á mál­verk þar sem mik­il lita­dýrð ein­kenn­ir bæ­inn. Lit­irn­ir rauður, sinn­epsgul­ur og bleik­ur ein­kenna hús­in og spegl­ast lit­irn­ir í haf­inu. Í þorp­inu er fjöld­inn all­ur af litl­um og krútt­leg­um búðum sem selja alls kyns vör­ur.

Camogli er litríkur og rólegur bær.
Camogli er lit­rík­ur og ró­leg­ur bær. Unsplash.com/​Francesca Petr­inga

Lig­úría er þekkt fyr­ir pestó og foccacia og er Camogli með fjöl­breytt úr­val veit­ingastaða. Foccacia var fundið upp í bæn­um Recco sem er við hliðina á Camogli. Heima­menn eru því mjög kröfu­h­arðir þegar kem­ur að því að bjóða fólki foccacia.

Baka­ríið Focaccer­ia Revello er gríðarlega vin­sælt og býður baka­ríið upp á eitt besta foccacia á Ítal­íu. Það er því nauðsyn­legt að koma þar við og gæða sér á ný­bökuðu foccacia brauði.

Fjöl­breytt­ar göngu­leiðir

Hægt er að ganga yfir til San Fruttu­oso sem er eins kon­ar vík þar sem stór klett­ur stend­ur við sjó­inn ásamt dul­ar­fullri styttu sem hvíl­ir á sjáv­ar­botn­in­um og kall­ast „Krist­ur hafs­ins.“ Þessi falda perla er aðeins aðgengi­leg fót­gang­andi eða með bát. Klaustrið við San Fruttu­oso, sem er falið í af­skekktri vík, var byggt árið 984 og er nú safn sem gam­an er að heim­sækja.

Stutt bátsferð er frá Camogli til Portofino!
Stutt báts­ferð er frá Camogli til Portof­ino! Unsplash.com/​Jon­as Fink

Göngu­fólk get­ur gengið að klaustr­inu um göngu­leið hins fagra Portof­ino-garðs en garður­inn er verndað nátt­úru­svæði. Göngu­leiðin byrj­ar í Camogli og tek­ur gang­an um þrjár klukku­stund­ir. Frá San Fruttu­oso er hægt að taka bát aft­ur til Camogli eða fara til Portof­ino og Santa Mar­her­ita Ligure.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert