Icelandair og Byko í samstarf

Magnús Þorlákur Lúðvíksson, forstöðumaður Icelandair Saga Club, Tómas Ingason, framkvæmdastjóri …
Magnús Þorlákur Lúðvíksson, forstöðumaður Icelandair Saga Club, Tómas Ingason, framkvæmdastjóri tekju-, þjónustu- og markaðssviðs Icelandair, Bragi Þór Antoníusson, framkvæmdarstjóri markaðs- og vörustjórnunarsviðs BYKO og Sara Ósk Káradóttir, markaðsfulltrúi einstaklinga hjá BYKO við undirritun samningsins. Ljósmynd/Aðsend

Íslenska flug­fé­lagið Icelanda­ir og bygg­inga­vöru­versl­un­in Byko hafa hafið Vild­arpunkta­sam­starf og nú geta viðskipta­vin­ir Byko safnað Vild­arpunkt­um Icelanda­ir. Byko hef­ur stofnað fríðinda­klúbb­inn Byko Plús fyr­ir ein­stak­linga sem vilja fá auk­inn ávinn­ing af sín­um viðskipt­um við bygg­inga­vöru­versl­un­ina. Fé­lag­ar klúbbs­ins safna punkt­um, sem eru kallaðir Byko-krón­ur, sem hægt er að umbreyta í Vild­arpunkta Icelanda­ir eða inn­eign í Byko. Ásamt því fá fé­lag­ar í Byko Plús ýmis sér­til­boð og fríðindi.

Byko bæt­ist með þessu í hóp sam­starfsaðila Icelanda­ir Saga Club en eft­ir sem áður er hægt að safna Vild­arpunkt­um með notk­un greiðslu­korta sem tengd eru Icelanda­ir og hjá öðrum sam­starfsaðilum.

„Vild­ar­kerfi Icelanda­ir, Icelanda­ir Saga Club er stærsti vild­ar­klúbb­ur á land­inu og það er mjög ánægju­legt að hefja sam­starf við Byko og fjölga þeim stöðum þar sem viðskipta­vin­ir geta safnað Vild­arpunkt­um. Sam­starfið er sér­stak­lega við hæfi þar sem nú er hægt að safna Vild­arpunkt­um fyr­ir sum­ar­verk­in eða fram­kvæmd­ir heima fyr­ir og kom­ast þannig í langþráð frí að verki loknu,“ seg­ir Tóm­as Inga­son, fram­kvæmda­stjóri tekju-, þjón­ustu- og markaðssviðs Icelanda­ir. 

„Í Byko erum við með skýrt mark­mið um að veita viðskipta­vin­um okk­ar bestu heild­ar­upp­lif­un­ina í fram­kvæmd­um og fegr­un heim­il­is­ins. Með Byko Plús og sam­starf­inu við Icelanda­ir erum við að taka þetta lengra og veita ekki bara sér­til­boð held­ur einnig mögu­leika á að verðlauna þig að verk­efni loknu með drauma­ferðinni hjá Icelanda­ir,“ seg­ir Bragi Þór Ant­on­íus­son, fram­kvæmda­stjóri markaðs- og vöru­stjórn­un­ar­sviðs Byko. 

Byko krón­ur og Vild­arpunkt­ar

Fyr­ir hverj­ar 25.000 krón­ur sem verslað er fyr­ir í BYKO safn­ast 1.500 Byko krón­ur sem hægt er að umbreyta í 1.500 Vild­arpunkta Icelanda­ir eða 1.500 kr. inn­eign í Byko. Saga Club fé­lag­ar geta notað Vild­arpunkt­ana sína með marg­vís­leg­um hætti: til að greiða fyr­ir flug, gist­ingu, bíla­leigu­bíl, upp­lif­an­ir, veit­ing­ar, gjafa­kort og vöru og þjón­ustu af ýmsu tagi. Einnig er hægt að nota Vild­arpunkta til þess að kaupa þráðlaust net um borð eða upp­færslu á milli far­rýma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert