Fagna 6 ára sambandsafmæli í þyrluflugi á Mykonos

Brynjólfur og Karen Björg eru stödd á Myonos og virðast …
Brynjólfur og Karen Björg eru stödd á Myonos og virðast njóta lífsins til fulls. Skjáskot/Instagram

Kar­en Björg Linds­ey og kær­asti henn­ar, fót­boltamaður­inn Brynj­ólf­ur Will­umsson, hafa notið lífs­ins á grísku eyj­unni My­konos síðustu daga. Parið virðist hafa nýtt ferðina vel og deildu glæsi­leg­um mynd­um úr ferðinni með fylgj­end­um sín­um á sam­fé­lags­miðlum.

Brynj­ólf­ur er at­vinnumaður í fót­bolta og leik­ur með FC Groningen í hol­lensku úr­vals­deild­inni ásamt því að vera lyk­ilmaður í ís­lenska landsliðinu. 

Kar­en hef­ur skapað sér sterk­an sess á sam­fé­lags­miðlum með tæp­lega 30 þúsund fylgj­end­ur á TikT­ok og um 7 þúsund á In­sta­gram ásamt því að vinna í markaðsteymi ís­lenska íþrótta­merk­is­ins Kenzen.

Þyrluflug, strand­klúbb­ar og ein­stak­ir veit­ingastaðir

Þar sem fót­bolta­tíma­bil­inu lauk ný­lega nýta marg­ir at­vinnu­menn sér þessa stuttu pásu milli tíma­bila til að ferðast og slaka á. Kar­en og Brynj­ólf­ur hafa svo sann­ar­lega gert það með stæl; fóru í þyrluflug, notið sól­ar­inn­ar á strand­klúbb­um, röltu um töfr­andi göt­ur eyj­unn­ar og snætt á ein­stök­um veit­inga­stöðum með óviðjafn­an­legu út­sýni.

Parið skellti sér í þyrluflug um eyjuna.
Parið skellti sér í þyrluflug um eyj­una. Skjá­skot/​In­sta­gram
Parið í þokkalegu standi að rölta um götur eyjunnar.
Parið í þokka­legu standi að rölta um göt­ur eyj­unn­ar. Skjá­skot/​In­sta­gram

Meðal veit­ingastaða sem parið heim­sótti eru:

Cocco My­konos 

Ítalsk­ur staður við sjó­inn þar sem þau gæddu sér á ljúf­feng­um rétt­um í róm­an­tískri stemn­ingu.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Kar­en Lindsay (@kar­en­bjorrg)

Zuma My­konos 

Jap­ansk­ur staður, þekkt­ur fyr­ir að bjóða upp á besta út­sýni eyj­unn­ar yfir stór­kost­legt sól­set­ur.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Kar­en Lindsay (@kar­en­bjorrg)

In­terni Restaurant & Bar

Staðsett í fal­leg­um, leyni­leg­um garði í Matoyi­annia-hverf­inu og bíður upp á líf­lega stemn­ingu með lif­andi tónlist.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Kar­en Lindsay (@kar­en­bjorrg)

Fagna 6 ára sam­bandsaf­mæli

Heim­sókn þeirra á My­konos var ekki ein­ung­is kær­komið frí held­ur til­efni til að fagna, en þau héldu upp á 6 ára sam­bandsaf­mæli sitt á eyj­unni.

Parið fagnar 6 ára sambandsafmæli.
Parið fagn­ar 6 ára sam­bandsaf­mæli. Skjá­skot/​In­sta­gram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert