Karen Björg Lindsey og kærasti hennar, fótboltamaðurinn Brynjólfur Willumsson, hafa notið lífsins á grísku eyjunni Mykonos síðustu daga. Parið virðist hafa nýtt ferðina vel og deildu glæsilegum myndum úr ferðinni með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum.
Brynjólfur er atvinnumaður í fótbolta og leikur með FC Groningen í hollensku úrvalsdeildinni ásamt því að vera lykilmaður í íslenska landsliðinu.
Karen hefur skapað sér sterkan sess á samfélagsmiðlum með tæplega 30 þúsund fylgjendur á TikTok og um 7 þúsund á Instagram ásamt því að vinna í markaðsteymi íslenska íþróttamerkisins Kenzen.
Þar sem fótboltatímabilinu lauk nýlega nýta margir atvinnumenn sér þessa stuttu pásu milli tímabila til að ferðast og slaka á. Karen og Brynjólfur hafa svo sannarlega gert það með stæl; fóru í þyrluflug, notið sólarinnar á strandklúbbum, röltu um töfrandi götur eyjunnar og snætt á einstökum veitingastöðum með óviðjafnanlegu útsýni.
Cocco Mykonos
Ítalskur staður við sjóinn þar sem þau gæddu sér á ljúffengum réttum í rómantískri stemningu.
Zuma Mykonos
Japanskur staður, þekktur fyrir að bjóða upp á besta útsýni eyjunnar yfir stórkostlegt sólsetur.
Interni Restaurant & Bar
Staðsett í fallegum, leynilegum garði í Matoyiannia-hverfinu og bíður upp á líflega stemningu með lifandi tónlist.
Heimsókn þeirra á Mykonos var ekki einungis kærkomið frí heldur tilefni til að fagna, en þau héldu upp á 6 ára sambandsafmæli sitt á eyjunni.