Segja þetta frægasta pítsustað í heimi

Í Napólí á Ítalíu finnurðu bestu pítsur í heimi.
Í Napólí á Ítalíu finnurðu bestu pítsur í heimi. Sam Van Bussel/Unsplash

Ein fræg­asta pítsa í heimi fæst í Na­polí á Ítal­íu. Píts­astaður­inn heit­ir Antica Pizzer­ia Da Michele en á þess­um stað borðaði heims­fræga leik­kon­an Ju­lia Roberts á í kvik­mynd­inni Eat, Pray, Love. 

Á veit­ingastaðnum eru aðeins fjór­ar teg­und­ir af pítsu en Marga­ríta-píts­an þykir vera full­kom­in. Staður­inn tek­ur aðeins við reiðufé og rukk­ar í kring­um 700 krón­ur fyr­ir eina pítsu. Á staðnum er löng röð yfir all­an dag­inn sem er eðli­legt ef þetta er fræg­asta pítsa heims. 

Staður­inn er einn sá elsti í Napólí sem er sögð vera borg pítsunn­ar. Fer þessi staður ekki á list­ann yfir staði til að heim­sækja í framtíðinni?





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert