Syninum fannst Ísland kalt og ónotalegt

Ferðaáhrifavaldurinn Emily Hodge ásamt syni sínum í ferð um Ísland.
Ferðaáhrifavaldurinn Emily Hodge ásamt syni sínum í ferð um Ísland. Skjáskot/Instagram

Am­er­íski ferðaáhrifa­vald­ur­inn Em­ily Hod­ge kom með fjöl­skyldu sína til lands­ins fyrr í sum­ar og ferðuðust þau í um fjöl­marga staði í eina viku í hús­bíl. Þau voru fjög­ur á ferð en hún sagði son sinn ekki hafa heill­ast af land­inu. 

„Dró Nin­t­endo-elsk­andi strák­inn á ótrú­leg­ustu staði Íslands. Hann varð ekki hrif­inn, hefði frek­ar viljað vera í tölv­unni,“ skrifaði Hod­ge við mynd­skeið sem hún deildi á In­sta­gram.

Meira fyr­ir hlýj­una heima fyr­ir

Viðbrögðin stóðu ekki á sér og fékk Hod­ge hundruð at­huga­semda um það sem hún hefði átt að gera. Marg­ir voru á því að hún hefði átt að skilja dreng­inn eft­ir heima.

Í næsta mynd­skeiði út­skýrði hún þetta aðeins bet­ur.

„Á síðasta ári varð hann eft­ir heima. En svo fannst mér Ísland of draum­kennt til að deila því ekki. Svo ég dró hann með þótt ég vissi að hann væri meira fyr­ir heima og hlýju. Hann var ekki hrif­inn af fal­leg­ustu stöðum heims en við breytt­um því í fyndið mynd­skeið sem fór eins og eld­ur um sinu um allt In­ter­netið.

En þetta er málið. Þroski er alls kon­ar. Stund­um kem­ur hann fram með fýlu­svip í and­lit­inu hjá barni sem sakn­ar þæg­ind­anna heima við þegar fjög­urra manna fjöl­skyldu er troðið í lít­inn hús­bíl án baðher­berg­is í heila viku.

„En ég trúi á að ýta börn­un­um mín­um út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann sinn. Að gefa þeim upp­lif­an­ir sem þau kunna ekki að meta enn þá. Hann hef­ur gengið á fjöll og staðið á toppi rúm­lega fjög­ur þúsund metra hárra fjalla þegar ég veit að hann væri frek­ar til í að vera á sóf­an­um að spila Nin­t­endo,“ skrif­ar hún.

Hún seg­ir son sinn ekki vera æv­in­týra­gjarn­an og það sé í lagi.

„Hann er fynd­inn, klár og mjög elskaður eins og hann er. Leyf­um börn­un­um að vera eins og þau eru.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert