Þetta eru nauðsynjar á Hróarskeldu

Tónleikahald á Hróarskelduhátíðinni hefst af fullum krafti á miðvikudaginn.
Tónleikahald á Hróarskelduhátíðinni hefst af fullum krafti á miðvikudaginn. Ljósmynd/John Mconnico

Hró­arskeldu­hátíðin, eða Rosk­ilde festi­val eins og heima­menn kalla hana, hófst um helg­ina. Tón­leika­hald hefst þó ekki af al­vöru fyrr en á miðviku­dag­inn og því marg­ir sem mæta á svæðið þá.

Hvort sem fólk gist­ir í viku eða þrjá daga er mik­il­vægt að vera við öllu bú­inn á hátíðinni þar sem gist er í tjaldi og bú­ast má við öllu veðri og vind­um. Blaðamaður hef­ur tekið sam­an nokkr­ar nauðsynj­ar sem gera dvöl­ina í Hró­arskeldu auðveld­ari og skemmti­legri.

Blaut­klút­ar

Blaut­klút­ar eru lyk­il­atriði. Blaðamaður lif­ir eft­ir þeirri lífs­reglu að fara aldrei að sofa með farða. Þegar maður staul­ast inn í tjald eft­ir lang­an dag (og nótt) er því al­ger lífs­björg að geta strokið af sér farðann með blaut­klút. Auk þess eru klút­arn­ir nyt­sam­leg­ir til að viðhalda lág­marks­hrein­læti.

Vatns­held föt

Vatns­held föt eru nauðsyn hvernig sem spá­in er. Það er aldrei að vita hvernig viðrar og all­ur er var­inn góður. Það er betra að vera með ósnert­an regnjakka ofan í tösku en að vera hold­vot­ur. Ekki má gleyma regn­bux­um líka. Það skipt­ir engu máli að vera þurr að ofan ef maður er blaut­ur á rass­in­um.

Það get­ur verið sniðugt að koma með úti­legu­stól. Það er huggu­legt ef maður sit­ur á tjaldsvæðinu að þurfa ekki að sitja á jörðinni. Þeir eiga það hins veg­ar til að týn­ast.

Eyrnatapp­ar eða heyrnatól

Ef New York er borg­in sem aldrei sef­ur þá veit ég ekki hvað Hró­arskelda er. Þar er aldrei svefnfriður, það er alltaf ein­hver sem vill halda fjör­inu áfram. Marg­ir gætu haldið að þeir verði sjálf­ir þeir sem þurfa eng­an svefn en á ein­hverj­um tíma­punkti þurfa all­ir að sofa og þá er nauðsyn­legt að geta kæft læt­in. Svefn­gríma get­ur einnig verið hent­ug hér.

Lás á tjaldið

Þó all­ir séu vin­ir og fæl­leskab sé alltumlykj­andi á Hró­arskeldu þá stund­ar fólk það að stela bjór úr tjöld­um. Þetta virðist vera eins kon­ar hringrása­hag­kerfi þar sem bjór er stolið af öll­um og all­ir stela bjór. Ef maður hef­ur ekki áhuga á að taka þátt í slíku hag­kerfi er sniðugt að koma með talnalás (hér er talnalás mik­il­væg­ur af því það er ekki séns að kom­ast hjá því að týna lykli) sem hægt er að henga á renni­lás tjalds­ins.

Pakkanúðlur (eða ann­ar mat­ur sem end­ist)

Ef al­eig­an á ekki að fara í mat­ar­kaup á hátíðinni er nauðsyn­legt að koma með eitt­hvað mat­arkyns sjálf­ur. Þar er ekki sama hvað komið er með. Mik­il­væg­ast er auðvitað að mat­ur­inn end­ist í steikj­andi heitu og/​eða blautu tjaldi. Ein­hverj­ir hafa lifað af tún­fisk í dós alla vik­una og aðrir komið með harðfisk (blaðamaður get­ur þó ekki mælt með því þar sem hún var nær rek­in úr tjald­inu fyr­ir að koma með slíkt og harðfiskn­um meinaður aðgang­ur inn í tjaldið). Kon­ung­ur fæðunn­ar á Hró­arskeldu eru pakkanúðlur. Það er fátt betra en að vakna þreytt­ur, svang­ur og sjúskaður og fá sér rjúk­andi heit­ar núðlur í morg­un­mat.

Lít­il taska

Taska sem auðvelt er að vera með á sér. Hún þarf að rúma síma, drykk, blaut­klúta og aðrar nauðsynj­ar. Það er mjög leiðin­legt að þurfa alltaf að halda á ein­hverju.

Besta ráðið sem blaðamaður get­ur gefið ferðalöng­um sem leggja leið sína á Hró­arskeldu er að deila staðsetn­ingu sinni með vin­um sín­um, vera með fólki í tjaldi sem maður þolir og sætta sig við að maður verður smá ljót­ur, en það eru það all­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert