Þessi spila á Hróarskeldu í ár

Stormzy, Charli XCX, Doechii og Olivia Rodrigo eru meðal þeirra …
Stormzy, Charli XCX, Doechii og Olivia Rodrigo eru meðal þeirra stórstjarna sem stíga á svið á Hróarskeldu í ár. Samsett mynd/AFP

Rosk­ilde festi­val, eða Hró­arskelda, er hápunkt­ur sum­ars­ins hjá mörg­um. Á hverju ári stíg­ur heit­asta tón­listar­fólk árs­ins á svið á sjö ólík­um sviðum hátíðar­inn­ar. Árið í ár er eng­in und­an­tekn­ing en hér eru helstu tón­lista­menn­irn­ir sem spila á hátíðinni.  

Charli XCX 

Hátíðin byrj­ar með pompi og prakt en Charli XCX spil­ar á miðviku­dags­kvöld á app­el­sínu­gula sviðinu, stærsta sviði Hró­arskeldu. Charli XCX gaf í fyrra út plöt­una BRAT sem þótti ein besta plata árs­ins, ein­kenn­andi fyr­ir tíðaranda og menn­ing­una. Charli er þó eng­inn nýgræðing­ur held­ur hef­ur hún verið að í rúm­an ára­tug.  

Charli XCX spilaði á hátíðinni í fyrra þegar BRAT var ný­kom­in út en þá spilaði hún á Ar­ena, minna sviði í lokaðra rými sem gerði par­tý­stemn­ing­una per­sónu­lega. Gera má ráð fyr­ir að tón­leik­ar henn­ar í ár verði að ein­hverju leyti ólík­ir þeim í fyrra, á mun stærra sviði, áhorf­end­ur und­ir ber­um himni og hún búin að gefa út rem­ix-plötu af BRAT. Hjá henni má bú­ast við partýi.  

Fontaines D.C. 

Írska punk-hljóm­sveit­in Fontaines D.C. spil­ar einnig á app­el­sínu­gula sviðinu á miðviku­dag­inn. Fyrsta plata þeirra kom út árið 2019 og síðan þá hafa þeir gefið út þrjár plöt­ur. Þeir hafa hlotið lof gagn­rýn­enda og eru sagðir hafa end­ur­lífgað post-punkið. Mörg­um blöskraði tón­leik­ar þeirra á tón­leika­hátíðinni Prima­veraSound í Bar­sel­óna þar sem þeir sýndu palestínska fán­ann og sögðu Ísra­ela fremja þjóðarmorð. Áhorf­end­ur á tón­leik­un­um fögnuðu þó skila­boðunum.  

Írsku drengirnir í hljómsveitinni Fontaines D.C. eru sagðir hafa endurlífgað …
Írsku dreng­irn­ir í hljóm­sveit­inni Fontaines D.C. eru sagðir hafa end­ur­lífgað post-punkið. AFP/​Isa­bel In­fan­tes

Stormzy 

Grime-rapp­ar­inn Stormzy spil­ar á app­el­sínu­gula sviðinu á fimmtu­dag­inn. Fyrsta plata hans, hin marg­verðlaunaða Gang Signs & Prayer, náði fyrsta sæti breska vin­sældal­ist­ans, sem var áður óþekkt fyr­ir grime-plötu. Stormzy var árið 2019 aðal núm­erið á tón­leika­hátíðinni Gla­st­on­bury, fyrst­ur svartra breskra rapp­ara.  

Stormzy spilaði á Hró­arskeldu árin 2016 og 2018 og hef­ur sagt að það séu ein­ar bestu tón­lei­ka­upp­lif­an­ir sín­ar, svo það má bú­ast við stór­brotn­um tón­leik­um nú þegar hann snýr aft­ur á sinn upp­á­haldsstað.  

FKA twigs 

Það er erfitt að finna orð sem fanga tónlist FKA twigs en hún flokk­ast senni­lega und­ir ein­hvers kon­ar rafdans­tónlist. FKA twigs sem sjálf er dans­ari hef­ur gefið út þrjár plöt­ur, sú nýj­asta ver­andi plat­an Esex­ua sem er inn­blás­in af rave-sen­unni í Prag og kom út síðasta haust. All­ar plöt­ur henn­ar hafa hlotið mikið lof og plat­an henn­ar Magda­lena hef­ur verið kölluð meist­ara­verk. Erfitt er að segja til um hverju má bú­ast við á tón­leik­um FKA twigs fimmtu­dags­kvöld á Ar­ena sviðinu en þá ætti eng­inn að láta fram hjá sér fara. 

FKA twigs flytur tónlist sína á Arena sviðinu á fimmtudaginn.
FKA twigs flyt­ur tónlist sína á Ar­ena sviðinu á fimmtu­dag­inn. AFP/​Ang­ela Weiss

Oli­via Rodrigo 

Oli­viu Rodrigo þekkja flest­ir en hún hef­ur slegið í gegn með plöt­um sín­um SOUR og GUTS. Með ein­lægri, ang­istarfullri og orku­mik­illi tónlist sinni hef­ur Oli­via Rodrigo orðið rödd sinn­ar kyn­slóðar. Hún var fyrsta tón­listarkon­an í næst­um ára­tug sem komst í fyrsta sæti á banda­ríska plötulist­an­um með fyrstu tvær plöt­urn­ar sín­ar. Hún spil­ar föstu­dags­kvöld á app­el­sínu­gula sviðinu. Bú­ast má við að tón­leik­ar henn­ar verði hrá­ir og full­ir af orku.  

Doechii 

Doechii hef­ur ekki farið fram hjá nein­um á ár­inu en hún hlaut Grammy-verðlaun fyr­ir bestu rapp­plötu árs­ins með plötu sinni Alli­gator Bites Never Heal. Text­ar sem flétta sam­an per­sónu­legri reynslu og húm­or ein­kenna tónlist Doechii og hún hef­ur hlotið mikið lof frá öðrum röpp­ur­um á borð við Kendrick Lam­ar. Doechii spil­ar á app­el­sínu­gula sviðinu á föstu­dag.  

Tyla 

Hin suðurafríska Tyla átti að spila á hátíðinni í fyrra en for­fallaðist á síðustu stundu svo eft­ir­vænt­ing­in eft­ir tón­leik­um henn­ar er mik­il. Tyla hef­ur sett sitt mark á tón­lista­heim­inn með hou­se-inn­blás­inni dans­tónlist sem hún flétt­ar við R&B. Á tón­leik­um Tyla, sem kölluð hef­ur verið skær­asta stjarna Suður-Afr­íku, má bú­ast við sann­kölluðu sum­ar­dan­spartýi en þeir verða á laug­ar­dag­inn á app­el­sínu­gula sviðinu.  

Tónleikar Tyla verða sannkallað sumarpartý.
Tón­leik­ar Tyla verða sann­kallað sum­arpartý. Getty Ima­ges/​Maya Dehlin Spach

Nine Inch Nails

Industrial-rokk­hljóm­sveit­in NineInchNails stíg­ur á Ar­ena sviðið á laug­ar­dag­inn. Þeir Trent Rezn­or og Atticus Ross skipa hljóm­sveit­ina en þeir hafa samið tónlist fyr­ir fjöl­marg­ar kvik­mynd­ir, til dæm­is the Social Network sem þeir unnu Óskar­sverðlaun fyr­ir. Tónlist NineInchNails hef­ur drunga­leg­an hljóm sem mun magn­ast upp í lokaða svæði Ar­ena. Hljóm­sveit­in hef­ur spilað á hátíðinni áður og tón­leik­um þeirra hef­ur verið lýst sem sál­ar­hreins­andi, ofsa­fengn­um upp­lif­un­um.  

Þetta eru aðeins nokkr­ir af þeim fjöl­mörgu tón­listarmönn­um sem stíga á stokk á Hró­arskeldu­hátíðinni. Eins og alltaf býður hátíðin upp á eitt­hvað fyr­ir alla og ef­laust eru fjöl­mörg nöfn á dag­skrá sem les­end­ur þekkja sem ekki er fjallað um hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert