Teboðsvinkonurnar Sunneva Eir Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir njóta lífsins á Spáni ásamt vinkonum sínum Jóhönnu Helgu Jensdóttur, útvarpskonu og áhrifavaldi, og Evu Einarsdóttur.
Birta og Jóhanna eru báðar með nýfædd börn í för. Birta tók fjögurra mánaða gamla dóttur sína, Elísabetu Evu Gunnarsdóttur, með sér í ferðina. Nafnið Eva var valið til heiðurs Sunnevu. Heima á Íslandi nýtur hins vegar fjögurra ára dóttir Birtu þess að vera í góðu pabbadekri á meðan.
Jóhanna Helga tók með sér nýfæddan son sinn, Styrmi Óla Geirsson, í sólina á Spáni. Á meðan fær fimm ára dóttir hennar einnig að njóta sín heima í faðmi föður síns.
Vinkonurnar virðast njóta sín vel og á fyrsta kvöldinu var sítrónuþema þar sem þær klæddust allar í gulum kjól. Dvölin hefur að öðru leyti einkennst af notalegu sólbaði, göngutúrum, leikstefnumótum fyrir yngstu ferðalangana og góðum samverustundum.
Ferðin er þó ekki eingöngu afslöppun því Sunneva og Birta eru með vinsæla hlaðvarpið Teboðið. Þær nota því ferðina einnig til að taka upp nýja þætti fyrir hlaðvarpið sitt í sólinni á Spáni.