Vinkonurnar gulastar í spænsku sólinni

Eva, Birta Líf og Sunneva Eir gular á Spáni.
Eva, Birta Líf og Sunneva Eir gular á Spáni. Samsett mynd

Teboðsvin­kon­urn­ar Sunn­eva Eir Ein­ars­dótt­ir og Birta Líf Ólafs­dótt­ir njóta lífs­ins á Spáni ásamt vin­kon­um sín­um Jó­hönnu Helgu Jens­dótt­ur, út­varps­konu og áhrifa­valdi, og Evu Ein­ars­dótt­ur.

Birta og Jó­hanna eru báðar með ný­fædd börn í för. Birta tók fjög­urra mánaða gamla dótt­ur sína, Elísa­betu Evu Gunn­ars­dótt­ur, með sér í ferðina. Nafnið Eva var valið til heiðurs Sunn­evu. Heima á Íslandi nýt­ur hins veg­ar fjög­urra ára dótt­ir Birtu þess að vera í góðu pabba­dekri á meðan.

Jó­hanna Helga tók með sér ný­fædd­an son sinn, Styrmi Óla Geirs­son, í sól­ina á Spáni. Á meðan fær fimm ára dótt­ir henn­ar einnig að njóta sín heima í faðmi föður síns.

Birta og Jóhanna í göngutúr með krílin.
Birta og Jó­hanna í göngu­túr með kríl­in. Skjá­skot/​In­sta­gram
Sunneva nýtur hlýjuna og skellir sér á útiæfingu.
Sunn­eva nýt­ur hlýj­una og skell­ir sér á útiæf­ingu. Skjá­skot/​In­sta­gram

Sítón­ur voru þemað fyrsta kvöldið

Vin­kon­urn­ar virðast njóta sín vel og á fyrsta kvöld­inu var sítr­ónuþema þar sem þær klædd­ust all­ar í gul­um kjól. Dvöl­in hef­ur að öðru leyti ein­kennst af nota­legu sólbaði, göngu­túr­um, leikstefnu­mót­um fyr­ir yngstu ferðalang­ana og góðum sam­veru­stund­um.

Ferðin er þó ekki ein­göngu af­slöpp­un því Sunn­eva og Birta eru með vin­sæla hlaðvarpið Teboðið. Þær nota því ferðina einnig til að taka upp nýja þætti fyr­ir hlaðvarpið sitt í sól­inni á Spáni.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Birta Líf (@bir­tali­fol­afs)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert