„Hvort viltu vera kúkur eða hafmeyja?“

Það eru margar pælingar í gangi á bílferðum okkar um …
Það eru margar pælingar í gangi á bílferðum okkar um landið. Samsett mynd/Árni Sæberg/Emily Goodhart

Eitt af því sem ég elska er að ferðast um landið með börn­un­um mín­um. Ó, fagra Ísland. Við höf­um þó ein­ung­is dvalið á Vest­ur­landi, Vest­fjörðum, aðeins á Suður­landi og mikið fyr­ir norðan, líkt og dreg­in hafi verið lína frá norðaust­ur­hluta lands­ins og niður í suðaust­ur­hluta þess og við haldið okk­ur vest­an meg­in henn­ar … Eng­ar áhyggj­ur, „sunny“ Aust­f­irðir eru á plan­inu í sum­ar.

Regla núm­er eitt á ferðum mín­um um landið er að keyra aldrei meira en þrjár klukku­stund­ir í einu, með fjöld­ann all­an af sjoppu­stopp­um. Ég þarf að hafa mig alla við til að halda at­hygl­inni, skít­hrædd við að keyra þjóðveg­inn eft­ir að ég átti börn­in, enda mikið af „fX*%&$“ í um­ferðinni.

Kvernárfoss við Grundarfjörð.
Kver­nár­foss við Grund­ar­fjörð. Ljós­mynd/​Guðrún Sæ­mundsen

Fyrsta stopp: Grund­ar­fjörður

Frétt­irn­ar glymja í út­varp­inu þegar við erum að koma inn á Snæ­fellsnesið – þá erum við búin að hlusta tíu sinn­um á lagið Róa með VÆB og ferðalagið rétt að byrja. Eins og alla aðra daga, í öll­um frétta­tím­um, er minnst á Don­ald Trump og krefst dótt­ir mín skýr­inga á hver þessi valda­mikli maður sé sem virðist gera fátt annað en að stuða heim­inn.

„Er Don­ald Trump for­seti Banda­ríkj­anna?“

„Dóna-Tröll?“ heyr­ist í syni mín­um.

„Nei, Don­ald Trump,“ seg­ir dótt­ir mín.

„Hver er Dóna-Tröll,“ end­ur­tek­ur strák­ur­inn. „Er hann for­seti New York?“

Jú, hann er ótta­legt dónatröll, hugsa ég með mér.

Fyrstu nótt­ina dvelj­um við í bændag­ist­ingu við Grund­ar­fjörð. Seinnipart­inn göng­um við upp að Kver­nár­fossi, sem er bæði æv­in­týra­leg og skemmti­leg ganga fyr­ir móður og börn. Eft­ir það er för­inni heitið í sund­laug­ina á Grund­arf­irði, laug sem læt­ur ekki mikið yfir sér en er engu að síður skemmti­leg.

Horft til Stykkishólms þegar við vorum á leiðinni þaðan til …
Horft til Stykk­is­hólms þegar við vor­um á leiðinni þaðan til Brjáns­lækj­ar. Ljós­mynd/​Guðrún Sæ­mundsen
Flatey, Breiðafirði.
Flat­ey, Breiðafirði. Ljós­mynd/​Guðrún Sæ­mundsen

Næsta stopp: Ísa­fjörður

Dag­inn eft­ir er haldið til Stykk­is­hólms, þaðan sem við tök­um ferj­una Bald­ur yfir til Brjáns­lækj­ar. Þegar yfir er komið signi ég mig í bíln­um því að það fylg­ir því alltaf ein­hver ótti að fara með börn­in í báts­ferð.

Það er líka mikið spjallað og marg­ar spurn­ing­ar sem vakna þegar börn­in horfa á feg­urðina þarna á sunn­an­verðum Vest­fjörðum út um bíl­glugg­ann og eitt­hvað hlýt­ur báts­ferðin yfir Breiðafjörðinn að hafa haft áhrif á dótt­ur mína.

„Mamma, hvort viltu vera kúk­ur eða haf­meyja?“

„Uh, kúk­ur eða haf­meyja?“ Ég þarf að hugsa mig um á meðan ég bíð fær­is að taka fram úr bif­reið sem keyr­ir á sex­tíu.

„Haf­meyja,“ svara ég eft­ir nokkra um­hugs­un.

„Ég líka,“ svar­ar dótt­ir mín glöð í bragði.

Við hafnarbakkann á Ísafirði.
Við hafn­ar­bakk­ann á Ísaf­irði. Ljós­mynd/​Guðrún Sæ­mundsen

Næsta stopp; Ísa­fjörður. Ég á ætt­ir að rekja til Ísa­fjarðar og það svíf­ur yfir mig svo mik­il ró þegar ég kem þangað. Fyrst er för­inni heitið á skjala­safn bæj­ar­ins, vegna heim­ilda­öfl­un­ar fyr­ir nýj­ustu bók­ina mína – sem ég veit ekki hvenær ég næ að klára. Safnið er í bygg­ingu gamla sjúkra­húss­ins, teiknaðri af arki­tekt Íslands, Guðjóni Samú­els­syni.

Við hliðina á skjala­safn­inu er „skemmti­leg­asti hoppu­belg­ur lands­ins“ að mati barn­anna og hafa þeir ófá­ir verið prófaðir. Á meðan þau nýta alla ork­una sem þau söfnuðu í báts- og bíl­ferðinni þá stend ég og dá­ist að gömlu sjúkra­hús­bygg­ing­unni.

Gamla sjúkrahúsið, sem hýsir í dag skjala- og bókasafn bæjarins.
Gamla sjúkra­húsið, sem hýs­ir í dag skjala- og bóka­safn bæj­ar­ins. Ljós­mynd/​Guðrún Sæ­mundsen

Ísfirðing­ar yrðu seint jafn vit­laus­ir og stjórn­end­ur Reykja­vík­ur­borg­ar, þ.e. þeim myndi ör­ugg­lega aldrei detta í hug að planta nýju spít­ala­húsi á lóðinni og skyggja þannig á gömlu bygg­ing­una, líkt og gert var við fal­legu spít­ala­bygg­ing­una hans Guðjóns við Hring­braut.

Við erum svaka­lega hepp­in með veður og göng­um út og suður um bæ­inn. Það líður að kvöldi og er för­inni heitið á Tjöru­húsið, í fiskisúpu og hlaðborð. Þeir vita, sem hafa prófað, hvað þetta er gott.

Á leiðinni á Tjöruhúsið.
Á leiðinni á Tjöru­húsið. Ljós­mynd/​Guðrún Sæ­mundsen

Síðasta stopp og heim­leiðin

Dag­inn eft­ir keyr­um við sömu leið suður og stopp­um við Dynj­anda. Ekki í fyrsta skipti sem ég geng upp að foss­in­um og von­andi ekki það síðasta. Hví­lík­ur kraft­ur! Það er eins og þyrmi yfir mann af ork­unni frá nátt­úr­unni, að því marki að eng­in orð fá því lýst.

Síðustu nótt­ina gist­um við í æðis­legri bændag­ist­ingu við Reyk­hóla, ásamt fjöl­skyldu frá Kína. Það er svo skemmti­legt að fylgj­ast með kín­versku stúlk­unni, sem er á ald­ur við dótt­ur mína, leika við börn­in mín, þau fara í felu­leik og alls kon­ar leiki og tala sam­an á tákn­máli.

Elsku Dynjandi.
Elsku Dynj­andi. Ljós­mynd/​Guðrún Sæ­mundsen
Á Reykhólum vorum við í félagsskap Grísla og Gríslu.
Á Reyk­hól­um vor­um við í fé­lags­skap Grísla og Gríslu. Ljós­mynd/​Guðrún Sæ­mundsen

Morg­un­inn eft­ir geri ég nokkr­ar jógaæf­ing­ar í sól­inni úti á túni, í návist barn­anna minna og tveggja grísa sem þau sóttu í hús­in. Á leið í bæ­inn stopp­um við í Króks­fjarðarnesi og aft­ur á Erps­stöðum í Döl­un­um, í bongóblíðu og lús­mýi, þar sem er hoppu­belg­ur, hús­dýr og heima­gerður ís. Ger­ist ekki betra.

Á leið í bæ­inn dett­ur allt í dúna­logn. Þau sofna bæði í bíln­um. Skyndi­lega fá hugs­an­ir mín­ar rými og ég þarf ekki að svara því hve stórt svart­holið er. Í stað þess að gera gáfu­leg plön í hug­an­um, eins og all­ar mæður gera und­ir öll­um kring­um­stæðum, verður mér aft­ur hugsað til spurn­ing­ar­inn­ar um haf­meyj­una og kúk­inn. Á brúnni á leið frá Borg­ar­nesi kemst ég að þeirri niður­stöðu að kannski skipt­ir ekki máli hvort ég vilji vera, þetta tvennt end­ar hvort sem er í sjón­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert