Eyddu aðeins 20 þúsund á mánuði í mat

Ari Magnússon nýtti tækifærið og fór í skiptinám til Madrídar.
Ari Magnússon nýtti tækifærið og fór í skiptinám til Madrídar. Samsett mynd

Ari Magnús­son, nem­andi í fjár­mála­verk­fræði við Há­skól­ann í Reykja­vík, ákvað að skella sér í skipti­nám til Madríd­ar. Þar kynnt­ist hann nýju skóla­lífi, ann­arri menn­ingu og öllu því sem fylg­ir að flytja til út­landa.

Af hverju skipti­nám í Madríd?

Ara fannst mik­il­vægt að nýta þetta frá­bæra tæki­færi og taldi það sóun að fara ekki, sér­stak­lega á meðan hann væri ung­ur og án mik­illa skuld­bind­inga.

„Ég fór ein­fald­lega af því að ég gat það. Fannst það vera of mik­il sóun á tæki­færi að sleppa því að fara, þá sér­stak­lega á meðan maður er ung­ur og þarf ekki að fórna einu eða neinu við þessa ákvörðun. Maður verður að prófa að búa í út­lönd­um.’’

Kröf­urn­ar voru ekki mikl­ar hjá hon­um um áfangastað, en hann vildi vera í Evr­ópu þar sem sól­in skein.

„Mér fannst borg­in pass­lega ólík Íslandi. Ég hef búið búið hálft ár í Dan­mörku áður, svo ég vildi prófa eitt­hvað nýtt og fara aðeins meira út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann í þetta skiptið en halda mér samt sem áður í Evr­ópu. Madríd bauð líka upp á stöðugan hita, sem gerði valið frek­ar auðvelt.’’

Útsýni yfir Madríd.
Útsýni yfir Madríd. Ljós­mynd/​Aðsend

Bjó úti með besta vini sín­um

Ari fór út með besta vini sín­um, Nóa Jóni Marinós­syni, og stunduðu þeir nám við Car­los lll há­skól­ann. Þeir dvöldu í Madríd í fjóra mánuði og leigðu tveggja her­bergja íbúð sem var í um 30 mín­útna göngu­fjar­lægð frá miðbæn­um eða fimm mín­út­ur með lest.

„Það var mjög gott að búa þarna, sam­göngu­kerfið var frá­bært og við borguðum aðeins átta evr­ur á mánuði fyr­ir lest­ar- og strætó­kort. Ann­ars erum við fé­lag­arn­ir ein­fald­ir; það var sól og ódýrt að búa þarna. Við báðum ekki um mikið meira.“

„Hvernig var að búa með besta vini sín­um?“

„Það var mjög þægi­legt, við feng­um viku­leg þrif sem fylgdi leig­unni þannig að það varð aldrei skít­ugt. Það var smá pirr­ing­ur ef disk­arn­ir stóðu of lengi í vask­in­um eða ef ein­hver kláraði allt í ís­skápn­um en ann­ars gekk þetta mjög vel,“ seg­ir Ari.

Ari og Nói Jón bjuggu saman í Madríd en þeir …
Ari og Nói Jón bjuggu sam­an í Madríd en þeir hafa verið bestu vin­ir síðan úr leik­skóla. Ljós­mynd/​Aðsend

Mikið ró­legra um­hverfi

Það var ekki margt við menn­ing­una og borg­ina sem kom drengj­un­um úr jafn­vægi eða fannst koma þeim á óvart. Þó tók hann eft­ir því hversu mik­ill mun­ur var á hvers­dags­líf­inu í Madríd og Íslandi.

„Ég fór út með eng­ar vænt­ing­ar, þannig að fátt kom á óvart. Við geng­um eig­in­lega allt og tók­um eft­ir því hversu mikið líf var á göt­um borg­ar­inn­ar. Fólk er alltaf úti að njóta og það virðist eng­inn vera að flýta sér. Á Íslandi finnst mér fólk lifa mun hraðar; all­ir að drífa sig eitt­hvað en í Madríd rölt­ir fólk á milli staða, stopp­ar og fær sér kaffi og lif­ir meira í nú­inu.“

Ljós­mynd/​Aðsend

„Hvernig var skól­inn miðað við HR?“

Ari lýs­ir því að bygg­ing­ar há­skól­ans hafi verið dreifðar víða um borg­ina, sem gerði skipu­lagið flókn­ara en heima á Íslandi.

„Allt öðru­vísi en heima, vá! Hann var al­veg helm­ingi verri eða kannski flókn­ari. Það er nátt­úru­lega miklu minna ut­an­um­hald þarna en maður er van­ur. Þetta fylgdi því meiri ábyrgð og krafðist skipu­lags.“

Einnig byrjaði skól­inn mikið seinna á dag­inn sem er frá­brugðið því sem við erum vön hér heima.

„Skól­inn byrjaði oft­ast ekki fyrr en klukk­an tvö eða þrjú og var til átta á kvöld­in, svo rútín­an varð allt önn­ur en heima.“

Háskólinn sem drengirnir voru í.
Há­skól­inn sem dreng­irn­ir voru í. Ljós­mynd/​Aðsend

Dag­legt líf

Dag­arn­ir hjá Ara voru fjöl­breytt­ir. Hann byrjaði oft dag­inn á að fara út að hlaupa og nýtti svo sól­ina í grasag­arðinum Parque del Río áður en skól­inn byrjaði. Eft­ir skóla var annaðhvort farið í bjór með fé­lög­um eða heim að slaka á.

Aðspurður hvort rútín­an heima á Íslandi sé betri en úti í Madrid svar­ar Ari: 

„Já, ís­lenska rútín­an hent­ar mér bet­ur, kannski er það bara af því maður er van­ari henni. Það var svo erfitt að vera bú­inn að nýta dag­inn vel og varst í góðum fíl­ing í sól­inni að þurfa að hætta því og koma sér upp í skóla.’’

Ari ásamt vinum á leiðinni á fótboltaleik.
Ari ásamt vin­um á leiðinni á fót­bolta­leik. Ljós­mynd/​Aðsend

Eyddu 20 þúsund á mánuði í mat

Upp­á­haldsstaður­inn í Madríd var spænska bar­keðjan 100 Monta­ditos.

„Við fór­um aldrei á fína veit­ingastaði en vor­um reglu­leg­ir gest­ir á 100 Monta­ditos, þar sem bjór­inn kostaði tvær evr­ur og einnig hægt að fá sam­lok­ur og kaffi. Ann­ars vor­um við dug­leg­ir að elda sjálf­ir. Við tók­um þetta sam­an í lok dval­ar­inn­ar og kom­umst að því að við eydd­um ekki nema 20 þúsund krón­um á mánuði í mat á mann, sem er ekki neitt miðað við Ísland,“ seg­ir Ari.

Skemmti­leg­asta upp­lif­un­in – fót­bolta­leik­ir

Ari braut upp hvers­dags­leik­ann og fór reglu­lega á fót­bolta­leiki enda er Madríd með eitt besta fót­boltaliðið í spænsku deild­inni. 

„Við fór­um á fimm Real Madrid-leiki og stemn­ing­in var alltaf mögnuð. Það var án efa besta skemmt­un­in,“ seg­ir Ari að lok­um.

Ari ásamt fleiri vinum á leiðinni á fótboltaleik.
Ari ásamt fleiri vin­um á leiðinni á fót­bolta­leik. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert