Hér á landi verður að eiga rétta klæðnaðinn í hina helstu útivist. Ef þú ert á leiðinni í tjaldferðalag skaltu hafa vatnsheldan fatnað meðferðis, góða gönguskó og höfuðfat. Svo má gera útlitið flottara með fallegri skyrtu eða sumarlegri prjónapeysu. Stuttermapeysa er mjög praktísk lausn fyrir útileguna því hún heldur bæði á þér hita og lítur vel út.
Þetta snýst um að byggja upp nokkur lög af fatnaði til að halda í hið fullkomna hitastig. Svo er alls ekki verra ef allir litir passa vel saman því þá ertu eins og klippt út úr útivistarblaði.
Þunnur jakki úr vatnsfráhrindandi efni með netfóðri frá 66°Norður sem kostar 27.000 kr.
Ljósbleik, röndótt skyrta frá Cos sem kostar 18.000 kr.
Ofinn ullarklútur frá Farmers Market sem kostar 6.500 kr.
Léttur og mjúkur dúnsvefnpoki fyrir sumaraðstæður frá Marmot. Fæst í Fjallakofanum og kostar 49.995 kr.
Valhall-tjaldið frá Helsport er stórt fjölskyldutjald með allt að 210 cm hæð í miðjunni. Það fæst í Fjallakofanum og kostar 279.995 kr.
Skelbuxur frá 66°Norður sem kosta 45.000 kr.
Ofurmjúkar buxur frá Aim'n sem nýtast í fjölmargt. Fást í Wodbúð og kosta 11.990.
Hvít, rennd hettupeysa frá Polo Ralph Lauren. Fæst í Mathildu og kostar 26.990 kr.
Ullarpeysa með stuttum ermum frá Gestuz, fæst í Andrá og kostar 21.990 kr.
Gönguskór frá Salomon, fást í Útilífi og kosta 30.990 kr.
Hattur frá Carhartt WIP, fæst í Húrra Reykjavík og kostar 11.990 kr.