Sofia Vergara og Tom Brady sjóðheit á Spáni

Sofia Vergara og Tom Brady hafa haft það gott saman …
Sofia Vergara og Tom Brady hafa haft það gott saman á Íbiza að undanförnu. Samsett mynd/Instagram

Leik­kon­an Sofia Verg­ara og íþróttaf­réttamaður­inn Tom Bra­dy njóta þess að vera á lausu – í sam­ein­ingu. Bra­dy, sem er fyrr­ver­andi at­vinnumaður NFL-deild­ar­inn­ar, og Verg­ara, sem er hvað þekkt­ust fyr­ir hlut­verk sitt í þáttaröðinni Modern Family, hafa sést sam­an í sólarp­ara­dís­inni Íbiza, á Spáni, og lýs­ir heim­ild­armaður Page Six sam­veru þeirra sem „sum­ar­róm­an­tík“.

Það byrjaði fyr­ir viku síðan á lúx­ussnekkj­unni Lumin­ara – úr línu Ritz Carlt­on Yacht Col­lecti­on – þar sem sam­an voru komn­ir rík­ir og fræg­ir á borð við Mörthu Stew­art, Na­omi Camp­bell, Kendall Jenner, Kate Hudson, Colm­an Dom­ingo, Verg­ara og Bra­dy og fleiri.

Við gala­kvöld­verðinn um borð í snekkj­unni bað Bra­dy, sem er 47 ára, sessu­naut sinn um að skipta við sig um sæti svo hann gæti setið við hlið Verg­ara, 53 ára. Þau munu hafa haldið áfram að hafa það gott sam­an á Íbiza eft­ir snekkju­ferðina.

Verg­ara var gift leik­stjór­an­um og leik­ar­an­um Joe Man­aniello í tíu ár en þau skildu 2023. Hún á einn son úr fyrsta hjóna­band­inu sínu, með æsku­ást­inni Joe Gonza­lez. Bra­dy var gift­ur of­ur­fyr­ir­sæt­unni Gisele Bündchen árin 2009-2022 og á með henni tvö börn. Hann hef­ur síðan þá verið orðaður við leik­kon­una Töru Reid.

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert