Hvar er best að tjalda um helgina?

Egilsstaðir
Egilsstaðir mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Þrátt fyr­ir grátt og vætu­samt veður und­an­farið, sér­stak­lega hér á höfuðborg­ar­svæðinu, er sum­ar á Íslandi og marg­ir á leið út úr bæn­um í úti­legu. Blaðamaður ferðavefs mbl.is fór yfir veður­spána og kannaði hvar best væri að tjalda um helg­ina.

Sam­kvæmt spánni er Aust­ur­land sig­ur­veg­ari helgar­inn­ar og mun bjóða upp á mestu sól­ina. Við erum að tala um allt að tutt­ugu stiga hita og glamp­andi sól, full­komið fyr­ir góða úti­legu!

Afþrey­ing fyr­ir alla fjöl­skyld­una

Aust­ur­land hef­ur upp á margt að bjóða fyr­ir alla ald­urs­hópa. Hægt er að fara í göngu­ferðir, spila golf, skella sér í sund og njóta fjöl­breyttr­ar afþrey­ing­ar. Þar sem svæðið er stórt og mögu­leik­arn­ir marg­ir hef ég út­búið hina full­komnu dag­skrá að mínu mati:

Föstu­dag­ur:

Best væri að taka sér frí úr vinnu og leggja snemma af stað, þar sem keyrsl­an er löng frá höfuðborg­ar­svæðinu. Njótið þess að keyra í góðum sum­argír. Ef allt geng­ur vel ættuð þið að vera kom­in á tjaldsvæðið á Eg­ils­stöðum um sex­leytið.

Tjaldsvæðið er staðsett miðsvæðis í bæn­um, und­ir klett­un­um við Kaup­vang, stutt frá versl­un­um og þjón­ustu. Á svæðinu er raf­magn, leik­tæki fyr­ir börn­in, snyrt­ing­ar með aðgengi fyr­ir fatlaða, þvotta­vél­ar, þurrk­ar­ar, sturt­ur og sal­erni.

Eft­ir að hafa komið sér fyr­ir er til­valið að rölta yfir á veit­ingastaðinn Ask og fá sér góm­sæta pizzu með svalandi drykk í sum­ar­hit­an­um.

Egilsstaðir
Eg­ilsstaðir mbl.is/​Sig­urður Aðal­steins­son

Laug­ar­dag­ur:

Í dag er spáð 22 stiga hita og sól, svo ég ætla að nýta dag­inn vel! Ég vakna snemma og byrja á stutt­um golf­hring á vell­in­um á Ekkju­felli. Eft­ir níu góðar hol­ur ligg­ur leiðin í Vök-böðin. Ég byrja á að fá mér há­deg­is­mat á Vök Bistro og fer síðan í böðin þar sem ég hyggst njóta sól­ar­inn­ar og út­sýn­is­ins eins lengi og mögu­legt er. Kannski fær maður sér einn svalandi drykk á meðan. Um fjög­ur­leytið er tími til að snúa aft­ur á tjaldsvæðið.

Fyr­ir þá sem ekki spila golf er til­valið að fara í göngu­túr um Eg­ilsstaði, setj­ast á kaffi­hús og njóta dags­ins á ró­legri nót­um.

Kvöldið fer í að kveikja á úti­legugrill­inu til að grilla ham­borg­ara og kart­öflu­bát­ana. Að sjálf­sögðu enda ég kvöldið á grilluðum syk­ur­púðum og nota­legri sam­veru í kvöld­sól­inni.

Ljós­mynd/​Gunn­ar Freyr Gunn­ars­son

Sunnu­dag­ur:

Það er enn spáð tutt­ugu stiga hita og sól, svo það kem­ur ekki til greina að eyða deg­in­um í löng­um akstri. Morg­un­inn byrj­ar ró­lega á að pakka sam­an dót­inu og halda af stað í átt­ina að Ak­ur­eyri. Þar ætla ég að njóta dags­ins aðeins leng­ur, t.d. með heim­sókn í Skóg­ar­böðin þar sem hægt er að slaka vel á og fá sér svalandi drykk.

Eft­ir góða sund­ferð og mögu­lega smá roða í kinn­um enda ég dag­inn með stoppi á Brynju þar sem ís­inn er ómiss­andi áður en haldið er aft­ur heim á höfuðborg­ar­svæðið.

Ég veit ekki með ykk­ur, en ég ætla aust­ur á land um helg­ina að gera ná­kvæm­lega þetta. Von­andi sé ég sem flesta njóta góða veðurs­ins meðan það var­ir!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert