Sænska fyrirsætan Elsa Hosk er stödd á Íslandi um þessar mundir en hún hefur notið mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum á undanförnum árum og þykir með fallegustu konum heims.
Hosk deildi skemmtilegri myndaröð á Instagram-síðu sinni í gærdag þar sem hún gaf innsýn í ferðalag sitt um landið.
„Mér líður eins og ég sé heima á Íslandi,“ skrifar Hosk við færsluna sem hátt í 30.000 manns hafa lækað við á innan við sólarhring.
Hosk hóf fyrirsætuferil sinn aðeins 14 ára gömul. Hún hefur starfað með nokkrum af þekktustu tískuhúsum heims og má þar nefna Dior, Dolce & Gabbana, H&M og Victoria’s Secret.