Fræg fyrirsæta spókar sig um á Íslandi

Elsa Hosk.
Elsa Hosk. Samsett mynd

Sænska fyr­ir­sæt­an Elsa Hosk er stödd á Íslandi um þess­ar mund­ir en hún hef­ur notið mik­illa vin­sælda á sam­fé­lags­miðlum á und­an­förn­um árum og þykir með fal­leg­ustu kon­um heims.

Hosk deildi skemmti­legri myndaröð á In­sta­gram-síðu sinni í gær­dag þar sem hún gaf inn­sýn í ferðalag sitt um landið.

„Mér líður eins og ég sé heima á Íslandi,“ skrif­ar Hosk við færsl­una sem hátt í 30.000 manns hafa lækað við á inn­an við sól­ar­hring.

Hosk hóf fyr­ir­sætu­fer­il sinn aðeins 14 ára göm­ul. Hún hef­ur starfað með nokkr­um af þekkt­ustu tísku­hús­um heims og má þar nefna Dior, Dolce & Gabb­ana, H&M og Victoria’s Secret.

View this post on In­sta­gram

A post shared by elsa❤️ (@hoskelsa)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert