Gönguleiðir sem þú þarft að prófa

Gönguleiðin á milli Skóga og Þórsmerkur yfir Fimmvörðuháls er ein …
Gönguleiðin á milli Skóga og Þórsmerkur yfir Fimmvörðuháls er ein sú fjölfarnasta á Íslandi, enda útsýnið stórfenglegt. mbl.is/Sigurður Bogi

Blá­koll­ur í Jóseps­dal er virki­lega skemmti­leg göngu­leið á Hell­is­heiðinni og er um­hverfið æv­in­týra­legt. Fjallið blas­ir við þegar keyrt er eft­ir þjóðveg­in­um. Fjallið er um 530 metra yfir sjáv­ar­máli og á toppi fjalls­ins er ægifag­urt út­sýni yfir hraun­breiður Hell­is­heiðar­inn­ar, Hengils­svæðið, Reykja­vík og Esj­una. Blá­koll­ur er þægi­legt fjall og hent­ar því vel þeim sem vilja kanna nýj­ar slóðir á Hell­is­heiðinni. Gang­an er um fimm kíló­metra löng og tek­ur um tvær klukku­stund­ir.

Blákollur í Jósepsdal er í ævintýralegu umhverfi. Gönguleiðin er krefjandi …
Blá­koll­ur í Jóseps­dal er í æv­in­týra­legu um­hverfi. Göngu­leiðin er krefj­andi en býður upp á út­sýni yfir Hell­is­heiði og Hengils­svæðið. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Þak­gil er ein­stakt svæði í um það bil 30 mín­útna fjar­lægð frá Vík í Mýr­dal. Í Þak­gili er mik­il veður­sæld og er lands­lagið ótrú­legt og læt­ur eng­an ósnort­inn. Fjöldi göngu­leiða er í boði og eru þær miserfiðar. Úr Þak­gili er hægt að fara þrjár skipu­lagðar göngu­leiðir, Rem­und­argil, Austuraf­rétt­ur og Höfðabrekku­heiðar. Þær eru mis­lang­ar og miserfiðar. Austuraf­rétt­ur er um 17 kíló­metra löng leið og tek­ur um sex til átta klukku­stund­ir. Rem­und­argil er um 12,5 kíló­metra löng göngu­leið og ligg­ur eft­ir gili þar sem lands­lagið lík­ist æv­in­týralandi. Hægt er að fara styttri leiðir inn Rem­und­argil og því hent­ar sú göngu­leið fyr­ir alla. Höfðabrekku­heiðar eru um 11 kíló­metra löng leið en Höfðabrekka er gam­alt höfuðból, kirkju­staður og stór­býli til forna.

Arn­ar­fell við Þing­valla­vatn er auðveld og ein­stak­lega fal­leg göngu­leið. Þing­valla­vatn blas­ir við en hand­an þess er lágt fell sem læt­ur ekki mikið á sér bera. Arn­ar­fell við Þing­vall­ar­vatn er aðeins 239 metra yfir sjáv­ar­máli og stend­ur það stakt og fal­legt á bakka Þing­valla­vatns.

Auðvelt er að ganga upp á fjallið og er sér­stak­lega gam­an að ganga hring á toppn­um til að kanna lands­lag þess og bú­setu­leif­ar við vest­ur­end­ann. Gengið er upp á vest­ur­enda þess og þegar upp er komið er tjörn eða lítið stöðuvatn sem kall­ast Stapa­tjörn. Lands­lagið er ein­stakt og skipt­ir Arn­ar­fell lit­um, form­um og áferðum eft­ir árstíðum. Ótrú­lega fag­urt út­sýni er af þessu lága felli en hand­an vatns­ins rísa hinar tign­ar­legu Botnssúl­ur. Þetta er göngu­leið sem hent­ar öll­um og til­val­in ef fara á í dags­ferð með fjöl­skyld­unni.

Búrfell í Grímsnesi er krefjandi en skemmtileg gönguleið sem býður …
Búr­fell í Gríms­nesi er krefj­andi en skemmti­leg göngu­leið sem býður upp á ægifag­urt út­sýni. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Búr­fell í Gríms­nesi er mó­bergsstapi og býður fjallið upp á frá­bært út­sýni. Búr­fell er talið vera frá næst­síðasta jök­ul­skeiði og er það um 120 þúsund ára gam­alt. Sunn­an við Búr­fell er ein stærsta sum­ar­húsa­byggð á land­inu, við Álfta­vatn, í Þrasta­skógi og á stóru svæði í Gríms­nesi al­veg niður að Hvítá.

Gang­an hefst aust­an við tún­in á bæn­um Búr­felli sem stend­ur sunn­an und­ir fjall­inu. Gengið er upp suður­hlíð fjalls­ins og haldið að brún en þar er lítið vatn sem gam­an er að sjá. Hægt er að ganga í kring­um vatnið en það er val­frjálst. Gang­an er frek­ar auðveld þar sem hækk­un­in er jöfn og það er ekki mik­ill bratti. Gang­an tek­ur um tvær til þrjár klukku­stund­ir og ætti gang­an að henta öll­um.

Fimm­vörðuháls er ef­laust göngu­leið sem flest­ir lands­menn þekkja enda ein vin­sæl­asta göngu­leið lands­ins. Gang­an er um 25 kíló­metra löng og er hún ekki fyr­ir óvant göngu­fólk. Leiðin um Fimm­vörðuháls ligg­ur á milli tveggja jökla, Eyja­fjalla­jök­uls og Mýr­dals­jök­uls, og teng­ir Skóga við Þórs­mörk. Flest­ir ganga frá Skóg­um og enda í Þórs­mörk og er talið að sú leið sé ein­fald­ari en þegar byrjað er frá Þórs­mörk. Fjalla­vega­hlaup­ar­ar kjósa oft að fara Fimm­vörðuháls í öf­uga átt en leiðin frá Skóg­um hent­ar þeim bet­ur sem ekki eru þaul­reynd­ir göngugarp­ar. Á leiðinni eru tveir skál­ar, Bald­vins­skáli og Fimm­vörðuháls­skáli, og eru það til­val­in stopp til að gæða sér á bragðgóðu nesti.

Mik­il­vægt er að spáð sé góðu veðri þegar halda á af stað í göng­una. Snögg­ar breyt­ing­ar geta orðið á veðri á hvaða árs­tíma sem er. Það get­ur verið blítt og stillt veður á lág­lendi en þegar komið er upp á há­háls­inn get­ur skollið á blind­byl­ur og svartaþoka. Það er því afar mik­il­vægt að all­ir sem ætla að ganga Fimm­vörðuháls taki með sér GPS-tæki, kort eða átta­vita. Leiðin er stikuð og stíg­ar að mestu greini­leg­ir. Leiðin get­ur verið óljós efst uppi á háls­in­um þar sem oft eru snjó­breiður.

Arnarfell við Þingvallavatn er falleg og auðveld gönguleið sem hentar …
Arn­ar­fell við Þing­valla­vatn er fal­leg og auðveld göngu­leið sem hent­ar öll­um. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Stóri Meit­ill er eld­fjall eða gíg­ur við Þrengslaveg og er hann 440 metra yfir sjáv­ar­máli. Stóri Meit­ill stend­ur við hlið Litla Meitils og eru þeir báðir úr mó­bergi, myndaðir á seinni hluta síðasta jök­ul­skeiðs. Gang­an er frek­ar auðveld en mjög áhuga­verð. Gíg­ur­inn er feikna­stór sem gef­ur fólki hug­mynd um stærð goss­ins sem myndaði hann. Gang­an er um sex kíló­metra löng og tek­ur um það bil tvær til þrjár klukku­stund­ir.

Gang­an hefst við gatna­mót á Þrengslavegi á móts við Sand­fell. Fyrst um sinn er gengið eft­ir mal­ar­vegi sem ligg­ur milli hrauns og hlíða inn með Litla Meitil. Fljót­lega er komið að litl­um skógi sem Ein­ar Ólafs­son gróður­setti. Stóri Meit­ill kem­ur svo í ljós og er leiðin upp fjöl­breytt og býður upp á frá­bæra æf­ingu.

Topp­ur­inn og út­sýnið af hon­um er fal­legt og á góðum degi sést jafn­vel til Vest­manna­eyja. Gíg­ur­inn efst á fjall­inu er ekki síðri, stór og djúp­ur, full­ur af vatni. Gang­an upp á Stóra Meitil hent­ar öll­um sem leita að nýj­um og spenn­andi fjöll­um og hent­ar einnig vel til fjöl­skyldu­ferða.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert