Ævintýralegir gististaðir á Austurlandi

Nóg um að velja!
Nóg um að velja! Samsett mynd

Á Aust­ur­landi er eng­inn skort­ur á fal­leg­um, hlý­leg­um og vel bún­um gististöðum og ættu því all­ir sem ætla sér að renna aust­ur og njóta bjartra og langra sum­ar­daga fjarri skarkala heims­ins að finna eitt­hvað við sitt hæfi. 

Hér eru skemmti­leg­ir gisti­staðir á Aust­ur­landi sem finna má á vefsíðunni Airbnb.

Gam­all skóli við Seyðis­fjörð

Við Seyðis­fjörð er að finna lít­inn sæt­an kofa sem stend­ur við miðjan fjörðinn. Kof­inn, sem ber heitið Sæ­berg, er ein­hverj­um kunn­ur, en í hon­um var starf­rækt­ur skóli hér fyrr á tíð. Í dag er Sæ­berg vin­sæll gisti­staður en kof­inn hef­ur fengið alls­herj­ar­yf­ir­haln­ingu og býður upp á þægi­lega aðstöðu fyr­ir þá sem gista þar. Þakið á kof­an­um er eld­rautt á lit­inn, sem ger­ir dval­ar­gest­um auðvelt að koma auga á hann.

Hver vill ekki gista í gömlum skóla?
Hver vill ekki gista í göml­um skóla? Skjá­skot/​Airbnb

130 ára gam­alt hús á Eskif­irði

Á Eskif­irði stend­ur 130 ára gam­alt hús sem áhuga­söm­um býðst að leigja fyr­ir sann­gjarnt verð. Húsið hef­ur haldið í gamla sjarmann, en að stíga inn í Ás er eins og að stíga inn í gamla tím­ann, sem ger­ir gisti­staðinn enn meira heill­andi. Á sól­skins­degi er hægt að tylla sér út á pall með kaffi­bolla og virða fyr­ir sér feg­urð Eskifjarðar.

Húsið hefur haldið í gamla sjarmann, en að stíga inn …
Húsið hef­ur haldið í gamla sjarmann, en að stíga inn í Ás er eins og að stíga inn í gamla tím­ann, sem ger­ir gisti­staðinn enn meira heill­andi. Skjá­skot/​Airbnb

Fimm stjörnu íbúð á Reyðarf­irði

Reyðarfjörður er lengst­ur og breiðast­ur Aust­fjarðanna, alls 30 km lang­ur, og hef­ur upp á margt skemmti­legt að bjóða. Þeir sem hyggj­ast ferðast til Reyðarfjarðar ættu virki­lega að kynna sér þessa fimm stjörnu glæs­i­í­búð sem hef­ur verið vin­sæll val­kost­ur á meðal not­enda Airbnb, enda rúm­góð, björt, hlý­leg og út­bú­in öllu því helsta.

Þeir sem hyggjast ferðast til Reyðarfjarðar ættu virkilega að kynna …
Þeir sem hyggj­ast ferðast til Reyðarfjarðar ættu virki­lega að kynna sér þessa fimm stjörnu glæs­i­í­búð sem hef­ur verið vin­sæll val­kost­ur á meðal not­enda Airbnb. Skjá­skot/​Airbnb

Agn­arsmá perla á Fá­skrúðsfirði

Á Fá­skrúðsfirði er að finna krútt­leg­asta hús lands­ins þar sem gott er að slappa af og horfa út á hafið. Gist­i­rýmið er afar heim­il­is­legt og skemmti­lega inn­réttað með fal­leg­um stein­veggj­um og lit­rík­um hús­gögn­um.

Gistirýmið er afar heimilislegt og skemmtilega innréttað með fallegum steinveggjum …
Gist­i­rýmið er afar heim­il­is­legt og skemmti­lega inn­réttað með fal­leg­um stein­veggj­um og lit­rík­um hús­gögn­um. Skjá­skot/​Airbnb

Huggu­legt í Mjóaf­irði

Í Mjóaf­irði stend­ur ein­stak­lega fal­legt mynt­ug­rænt hús með stór­um palli þar sem auðvelt er að eyða fal­leg­um su­mar­kvöld­um með einn kald­an í hendi. Í hús­inu eru þrjú svefn­her­bergi, tvö baðher­bergi og bara allt sem fjöl­skyld­an og/​eða vina­hóp­ur­inn þarf til þess að njóta lífs­ins til hins ýtr­asta. Húsið stend­ur við sjó­inn og geta dval­ar­gest­ir átt von á skemmti­legri heim­sókn frá sæt­um sel­um sem sjást reglu­lega slappa af í fjör­unni.

Húsið stendur við sjóinn og geta dvalargestir átt von á …
Húsið stend­ur við sjó­inn og geta dval­ar­gest­ir átt von á skemmti­legri heim­sókn frá sæt­um sel­um sem sjást reglu­lega slappa af í fjör­unni. Skjá­skot/​Airbnb
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert