Brot af því besta á Norðurlandi

Það er ýmislegt í boði fyrir alla fjölskylduna á Norðurlandi.
Það er ýmislegt í boði fyrir alla fjölskylduna á Norðurlandi. Samsett mynd/Sigurður Bogi/Ólafur Bernódusson

Lífið leik­ur við ferðalanga á Norður­landi og þar er hægt að finna afþrey­ingu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Hér er að finna nokkr­ar til­lög­ur en hægt væri að skrifa heila bók um það
sem í boði er.

Ertu svang­ur?

Mar­okkóskt þema veit­ingastaðar­ins Siglu­ness á Sigluf­irði svík­ur enga gesti. Meist­ara­kokk­ur­inn Ja­ouad Hbib töfr­ar fram rétti sem gæla við bragðlauk­ana. Það er frá­bær dægra­stytt­ing fyr­ir fjöl­skyld­una að fara í Brynjuís og rölta svo um garðinn og njóta feg­urðar plantna og blóma á meðan ís­inn er borðaður.

Ein skemmtilegasta perla Norðurlands er Hrísey í Eyjafirði.
Ein skemmti­leg­asta perla Norður­lands er Hrís­ey í Eyjaf­irði. Morg­un­blaðið/​Sig­urður Bogi

Ævin­týra­leg ferð

​Ein skemmti­leg­asta perla Norður­lands er Hrís­ey í Eyjaf­irði. Í eynni er margt hægt að skoða og ýmis afþrey­ing í boði, t.a.m. Galle­rí Perlu hand­verks­hús, Hrís­eyj­ar­búðina, fara í sund, fyr­ir utan hvað um­hverfið er fal­legt. Hrís­eyj­ar­ferj­an Sæv­ar fer dag­lega frá Árskógs­sandi og farið er ókeyp­is.

Bæjarlífið á Siglufirði er ansi fjölbreytt.
Bæj­ar­lífið á Sigluf­irði er ansi fjöl­breytt. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Bæj­ar­hátíðir á Sigluf­irði

​Bæj­ar­lífið á Sigluf­irði er ansi fjöl­breytt og skemmti­legt en bær­inn stát­ar af fjölda viðburða í sum­ar og má þar nefna Þjóðlaga­hátíð fyrstu vik­una í júlí, Síld­ar­æv­in­týrið um versl­un­ar­manna­helg­ina og Alþjóðlega mynda­sögu­hátíð, þá einu hér­lend­is, sem fram fer helg­ina 15.-17. ág­úst. Svo má ekki gleyma Síld­ar­minja­safn­inu og hinu rómaða Síld­arkaffi.

Ef þarf að viðra ungviðið þá er um að gera …
Ef þarf að viðra ungviðið þá er um að gera að stoppa á Blönduósi. Morg­un­blaðið/​Eggert

Fyr­ir ærslabelg­ina

Barna­fólk at­hugið! Á leiðinni norður er ekki spurn­ing um að stoppa á Blönduósi. Steinsnar frá sund­laug­inni, á skóla­lóðinni, er skemmti­leg­ur leik­völl­ur og ærslabelg­ur fyr­ir krakka sem þurfa út­rás eft­ir langa bíl­ferð. Fjöl­skyld­an get­ur svo kíkt í sund­laug­ina þar sem hægt er að fá sér upp­á­hellt kaffi á meðan börn­in renna sér í renni­braut­un­um.

Ásbyrgi í allri sinni dýrð.
Ásbyrgi í allri sinni dýrð. Morg­un­blaðið/​Sig­urður Bogi

Ganga í fal­legu um­hverfi

Nátt­úru­unn­end­ur geta vel fundið sig í Ásbyrgi sem til­heyr­ir Vatna­jök­ulsþjóðgarði. Um­hverfið er engu líkt og í skeifu­laga kvos­inni er stórt tjaldsvæði ásamt þjón­ustu. Í Ásbyrgi er einnig Gljúfra­stofa, gesta­stofa Jök­uls­ár­gljúfra, og á svæðinu má finna fjölda göngu­leiða. Frá Húsa­vík til Ásbyrg­is er um 45 mín­útna akst­ur.

Spákonuhof á Skagaströnd.
Spá­konu­hof á Skaga­strönd. Morg­un­blaðið/Ó​laf­ur Bernód­us­son

Viltu láta spá fyr­ir þér?

​Spá­konu­hof á Skaga­strönd er sýn­ing um Þór­dísi spá­konu sem var uppi á síðari hluta 10. ald­ar. Í Spá­konu­hofi er einnig kaffi­hús og hand­verks­búð og geta gest­ir látið spá fyr­ir sér.

Dýrag­arður fyr­ir þau yngstu

​​Í Fljót­un­um í Skagaf­irði er að finna dýrag­arðinn á Brúna­stöðum, þar er að finna öll ís­lensku hús­dýr­in og leik­tæki fyr­ir börn­in. Frá og með 20. júní er opið alla daga frá kl. 13-18.

Grænt og vænt á Ak­ur­eyri

Lystig­arður­inn á Ak­ur­eyri, grasa- og skrúðgarður er op­inn frá 1. júní til 30. sept­em­ber.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert