Búnaðarlisti fyrir dagsferðir

Mikilvægt er að vera með vel útbúinn bakpoka því allra …
Mikilvægt er að vera með vel útbúinn bakpoka því allra veðra er von á Íslandi. mbl.is/NPS

Í göngu­ferðum um fjöll og firn­indi er mik­il­vægt að vera með vel út­bú­inn bak­poka hvort sem farið er í stutt­ar eða lang­ar ferðir. Göngu­menn ættu til dæm­is aldrei að fara til fjalla öðru­vísi en að taka með sér tæki til röt­un­ar og vatns- og vind­held­an klæðnað, enda er allra veðra von á Íslandi. Ann­ar búnaður fer eft­ir eðli ferðar­inn­ar, lengd og per­sónu­leg­um þörf­um göngu­manns­ins. Dags­ferðir eru mis­mun­andi og geta tekið frá ör­fá­um klukku­stund­um upp í hálf­an sól­ar­hring. List­inn hér að neðan, sem feng­inn er frá sér­fræðing­um hjá Ferðafé­lagi Íslands, er því ekki tæm­andi, held­ur aðeins til viðmiðunar. End­an­leg­ur búnaður fer eft­ir per­sónu­leg­um þörf­um, lengd ferðar, veðri og árs­tíma.

Göngufatnaður

  • Góðir göngu­skór og mjúk­ir göngu­sokk­ar
  • Nær­föt, ull eða flís, eft­ir veðri
  • Peysa úr ull eða flís
  • Göngu­bux­ur/​stutt­bux­ur

Í dag­pok­an­um

  • Bak­poka­hlíf/​plast­poki inni í bak­pok­an­um
  • Átta­viti, landa­kort og GPS-tæki
  • Smurt nesti fyr­ir dag­inn
  • Göng­unasl svo sem þurrkaðir ávext­ir, súkkulaði og hnet­ur
  • Vatns­brúsi
  • Hita­brúsi með kakói, tei eða kaffi
  • Göngustaf­ir
  • Mynda­vél og kík­ir
  • Sólgler­augu/​skíðagler­augu
  • Sól­ar­vörn og vara­sal­vi
  • Hæl­særisplást­ur, plást­ur, teygju­bindi og verkjalyf
  • Sal­ern­ispapp­ír, blautþurrk­ur og litl­ir plast­pok­ar fyr­ir notaðan papp­ír
  • Húfa, vett­ling­ar og buff um háls­inn
  • Vind- og vatnsþétt­ur hlífðarfatnaður
  • Legg­hlíf­ar, vaðskór og brodd­ar, ef þurfa þykir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert