Á hlaupum undan ísbjörnum

Inga Fann­ey Sig­urðardótt­ir ólst upp við að elta kind­ur upp um fjöll og firn­indi í norðlenskri sveit. Síðan þá hef­ur hún víða stigið niður fæti og skipu­legg­ur nú hlaupa­ferðir í óbyggðum Íslands, Fær­eyja og Græn­lands. Hún seg­ist sér­stak­lega heilluð af ósnertri nátt­úru þess síðast­nefnda og seg­ir áhuga ferðamanna á land­inu sí­fellt vera að aukast.

Hvenær og hvernig hófst þessi áhugi þinn á hlaup­um?

Ég byrjaði að hlaupa árið 2011, eft­ir að ég átti mitt annað barn. Fram að því hafði ég alltaf verið í fjall­göng­um og lengri göng­um en eft­ir að fjöl­skyld­an stækkaði hafði ég ekki eins mik­inn tíma til þess. Þá fór ég að hlaupa leiðirn­ar í kring, í stað þess að ganga þær (til að spara tíma). Svo það gerðist eig­in­lega óvart að ég byrjaði að hlaupa. Á þeim tíma bjó ég á barmi Ásbyrg­is, sem er auðvitað al­ger stígapara­dís. Svo ég hef alltaf verið ut­an­vega­hlaup­ari en aldrei náð að aðlag­ast mal­bik­inu, ekki enn a.m.k.

Það er ævintýralegt að hlaupa um í náttúru Grænlands
Það er æv­in­týra­legt að hlaupa um í nátt­úru Græn­lands Ljós­mynd/​Kel­vin Trautman

Hvað kom til að þú fórst að hlaupa á Græn­landi?

Markaðsstofa Aust­ur-Græn­lands komst á snoðir um hlaupa­ferðirn­ar sem ég var að bjóða upp á á af­skekkt­um stöðum á Íslandi og hafði sam­band við mig. Þá vildu þau kanna hvort Aust­ur-Græn­land þætti hlaup­an­legt og jafn­vel skipu­leggja eins og eitt stykki hlaupa­keppni þar. Ég fór þá í nokkra hlaupaleiðangra þar fyr­ir þau sem voru væg­ast sagt frum­stæðir miðað við það sem maður var van­ur hér. Ég þekkti svæðið ekki neitt á þeim tíma og talaði ekki neina græn­lensku.

Fyrstu skipt­in sem ég fór þangað voru þannig að ég fundaði með markaðsstof­unni þar, í Tasiilaq, fór svo á pínu­litl­um bát með græn­lensk­um bát­stjóra sem talaði pínu­litla dönsku. Ég benti hon­um svo á á kort­inu hvert ég vildi fara og hvar ég vildi að hann myndi sækja mig. Þegar við kom­um að staðnum þar sem ég átti að fara í land tók hann upp riff­il­inn sinn og skoðaði landið vel og vand­lega í gegn­um sjón­auk­ann, sagði þá annaðhvort: “is­bjorn nej” eða “is­bjorn måske”. Ef það var “is­bjorn måske”-svarið hafði ég túr­ana yf­ir­leitt í styttri kant­in­um.

Inga Fanney í sínu náttúrulega umhverfi
Inga Fann­ey í sínu nátt­úru­lega um­hverfi Ljós­mynd/​Kel­vin Trautman

Þetta var auðvitað bara mögu­legt af því að ég var vön fjalla­mennsku og að ferðast ein mín liðs á fjöll­um. Svo all­ur und­ir­bún­ing­ur miðaðist við að fara af stað, við því búin að koma jafn­vel ekki á áfangastað fyrr en í myrkri, með auka­föt, aukamat, álteppi, skyndi­hjálp­ar­búnað, riff­il, röt­un­ar­búnað, gervi­hnatt­asíma, tal­stöð, auk­araf­hlöður o.s.frv. Á Græn­landi get­ur allt gerst og maður þarf að vera við öllu bú­inn. 

Seinna fór ég að fram­kvæma hlaupa­skútu­ferðir á Græn­landi með Aur­ora Arktika svipað og við höf­um verið að gera á Horn­strönd­um. Þá fljúga hlaup­ar­arn­ir til Kul­usuk, þar sem ég og skút­an bíðum ásamt áhöfn, svo sigl­um við á milli áfangastaða og hlaup­um þegar þangað er komið.

Hvernig eru aðstæður til hlaupa þar?

Aust­ur­græn­lenskt und­ir­lendi er mjög tækni­legt og fjöl­breytt, enda er það eitt af því sem heill­ar. Yf­ir­leitt má bú­ast við stór­grýti, smágrýti, vötn­um, ám, snjó, jökl­um, stund­um stíg­um en yf­ir­leitt ekki samt, a.m.k. ekki þar sem ég fer. Alltaf má þó reikna með mik­illi hækk­un og lækk­un.

Ótt­astu ekki ís­birni?

Jú! Eft­ir hvern ein­asta dag, þegar ég kem með hóp­inn heil­an á húfi aft­ur í skút­una eða á áfangastað er mér létt satt best að segja. Það er kannski móðureðlið, því auðvitað eru ekki mikl­ar lík­ur á því að hitta ís­björn. Lík­lega myndi ís­björn­inn held­ur ekki viljað hafa neitt með okk­ur mann­fólkið að gera en maður veit jú aldrei. Nokkr­um sinn­um hef ég hlaupið fram á fersk fót­spor eft­ir ís­birni, á svæðum þar sem hafði sést til þeirra. Þá byrj­ar hjartað al­veg að slá aðeins hraðar.

Fjöldi tækifæri er til að taka ljósmyndir í þessu fallega …
Fjöldi tæki­færi er til að taka ljós­mynd­ir í þessu fal­lega um­hverfi. Ljós­mynd­ari/​Kel­vin Trautman

Er ólíkt að hlaupa á Íslandi og Græn­landi?

Já mér finnst það mjög ólíkt. Það er allt mikið villt­ara, stærra og hrárra á aust­ur­strönd Græn­lands a.m.k. Það er vissu­lega mjög góður und­ir­bún­ing­ur fyr­ir Græn­lands­hlaupa­ferð að skott­ast um ís­lenskt fjall­lendi. Enn virðist hlaupakúltúr­inn á Íslandi vera þó nokkuð tengd­ur við keppn­is­hlaup frek­ar en hlaupa­ferðir en ef ég ætti að nefna keppn­is­hlaup hér fyr­ir les­end­ur að tengja við sem gætu verið und­ir­bún­ing­ur fyr­ir und­ir­lendið á Græn­landi þá væru það Þor­valds­dals­skokkið, Dyr­fjalla­hlaupið og Gull­sprett­ur­inn á Laug­ar­vatni.

Eru ein­hverj­ar ferðir fram und­an?

Það er fullt af ferðum fram und­an. Græn­land kall­ar alltaf. Þeir sem hafa farið til Græn­lands tengja senni­lega við það að það er óviðjafn­an­legt. Það er bara ekk­ert sem topp­ar það. Hingað til hef ég aðallega verið á aust­ur­strönd­inni en í sum­ar ætl­um við Hayat Mok­henache, skip­stjóri á Aur­oru, seglskútu, á Ísaf­irði að vera með leiðang­ur frá aust­ur­strönd­inni yfir á vest­ur­strönd­ina í gegn­um Prins Christian-sund og bjóða upp á m.a. hlaupa­ferð frá Nars­ar­su­aq um Suður-Græn­land, siglandi og hlaup­andi.

Inga Fanney býður upp á hlaupaskútuferðir á Grænlandi
Inga Fann­ey býður upp á hlaupa­skútu­ferðir á Græn­landi Ljós­mynd/​Kel­vin Trautman

Hvernig eru ferðirn­ar, hvað þarf maður að taka með sér og hvernig er með gist­ingu?

Ég er svo lán­söm að hafa flest­ar ef ekki all­ar ferðirn­ar mín­ar í sam­starfi við skút­urn­ar Aur­oru og Arktiku sem er eig­in­lega eins og fær­an­leg­ur fjalla­skáli. Þar sof­um við og borðum, spjöll­um og spá­um í spil­in. Það er svona mandatory kit, sem all­ir sem koma í ferðirn­ar þurfa að hafa með sér alltaf þegar við för­um út að hlaupa. Græn­land er bara svo extreme, það þarf að fara var­lega og vel út­bú­inn. En ann­ars gef ég líka út út­búnaðarlista á heimasíðunni minni sem svona viðmið fyr­ir fólk varðandi hvað á að taka með.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert