Bláfjallagangan er fyrir alla

„Bláfjalla­gang­an er al­menn­ings­ganga sem er sér­stak­lega hugsuð fyr­ir byrj­end­ur og al­menn­ing. Vissu­lega er keppn­is­fólk sem tek­ur þátt, en þau eru fremst og ekki fyr­ir nein­um, þannig að hún er sér­stak­lega ætluð hinum al­menna skíðaiðkanda,“ seg­ir Ein­ar Ólafs­son, einn af skipu­leggj­end­um keppn­inn­ar sem fer fram 30. mars í Bláfjöll­um. Keppn­in er opin öll­um ald­urs­flokk­um og því til­valið fyr­ir alla fjöl­skyld­una að taka þátt. „Í ár bjóðum við líka upp á skemmti­lega nýj­ung en það verður hægt að skrá sig í para­keppni, kona og karl eða kona og kona, og er það þá sam­an­lagður tími sem gild­ir.“

Mikil gleði og stemming ríkir í Bláfjallagöngunni.
Mik­il gleði og stemm­ing rík­ir í Bláfjalla­göng­unni. Ljós­mynd­ari/ Árni Tryggva­son

Bú­ast má við miklu fjöri og skemmti­leg­heit­um meðan á göng­unni stend­ur og seg­ir Ein­ar að boðið verði upp á heitt kakó, dúndr­andi góða tónlist og köku­hlaðborð að keppni lok­inni. „Mjög veg­leg út­drátt­ar­verðlaun verða á meðan fólk gæðir sér á kræs­ing­un­um, en nú þegar erum við með út­drátt­ar­verðlaun fyr­ir nokk­ur hundruð þúsund króna, meðal ann­ars flug­ferð er­lend­is, ferðir eða gist­ingu með ferðaskrif­stof­um, íþróttafatnað, skíði og fleira. Það er því eft­ir miklu að sækj­ast bara með því að vera með,“ seg­ir Ein­ar og bæt­ir við að ásókn­in í göng­una hafi auk­ist ár frá ári en í fyrra hafi veðrið ekki verið upp á marga fiska. „Við erum því búin að leggja inn pönt­un fyr­ir topp­veðri í ár.“

Ásókn­in í aðrar al­menn­ings­göng­ur hef­ur auk­ist veru­lega og sem dæmi var upp­selt í Fjarðargöng­una á Ólafs­firði á dög­un­um og nú þegar er orðið upp­selt í Stranda­göng­una á Hólma­vík sem hald­in verður um næstu helgi. „Við erum með sem há­mark 150 kepp­end­ur í 40 km vega­lengd­ina en tök­um fleiri inn í 20 km, 10 km og 5 km göng­urn­ar. Við erum alltaf bjart­sýn og von­umst eft­ir að ná alla vega 300 manns í göng­una í ár, þannig að við hvetj­um fólk til að skrá sig og kom­ast þá líka í for­skrán­ing­ar­happ­drættið í leiðinni.“ 

Einar Ólafsson Ullungur ásamt frískum þátttakendum.
Ein­ar Ólafs­son Ull­ung­ur ásamt frísk­um þátt­tak­end­um. Ljós­mynd/ Árni Tryggva­son

Hægt er að skrá þátt­töku á heimasíðu Ull­ar ásamt því að finna all­ar helstu upp­lýs­ing­ar um göng­una. Skrán­ing er haf­in og lýk­ur á keppn­is­dag­inn sjálf­an en fyr­ir þá sem hafa hug á því að skrá sig í para­keppni opn­ar fyr­ir skrán­ingu þrem­ur dög­um fyr­ir keppn­ina. 

Að lok­um hvet­ur Ein­ar þá sem hafa hug á því að taka þátt í Fossa­vatns­göng­unni eða Vasa­göng­unni, að skrá þátt­töku sína því Bláfjalla­gang­an sé up­p­lögð upp­hit­un. „Þess má svo geta að Bláfjalla­gang­an verður hluti af Eurolopp­et, alþjóðlegu skíðagöngu­mótaserí­unni, á næsta ári og má því ætla að tölu­verð aukn­ing verði á fjölda þátt­tak­enda í ár,“ seg­ir Ein­ar og bæt­ir við að vet­ur­inn verði nýtt­ur til und­ir­bún­ings mótaserí­unni og að mik­il til­hlökk­un sé á meðal fé­lags­manna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka