Hjóla þvert yfir Bretland

Síðastliðinn júlí hjóluðu syst­urn­ar Jó­hanna Ósk og Linda Björk Ei­ríks­dæt­ur, ásamt eig­in­mönn­um sín­um Jóni Elvari Haf­steins­syni og Aðal­steini Jör­unds­syni frá syðsta odda Bret­lands í Cornwall-héraði á suður­strönd Eng­lands – sem gjarn­an er kallaður Land's End – til þorps­ins John o' Groats á norður­strönd Skot­lands. Ferðin tók átján daga, en fjór­menn­ing­arn­ir hjóluðu rúma 1.600 kíló­metra frá lit­rík­um sveit­um Suður-Eng­lands, yfir hrjóstr­ugt há­lendi Skot­lands.

Landslag Bretlands er afar fjölbreytt.
Lands­lag Bret­lands er afar fjöl­breytt. mynd/​úr­einka­safni

„Við hjóluðum á flug­braut­um og mal­ar­veg­um, á niðurtroðnum skóg­ar­botn­um, meðfram göml­um lest­artein­um og skipa­sk­urðum. Stund­um þurft­um við að reiða hjól­in yfir drullupytti og falln­ar girðing­ar, fram hjá hest­um og gelt­andi varðhund­um,“ seg­ir Linda Björk þegar blaðamaður Sunnu­dags­blaðsins ræddi við fjór­menn­ing­ana.

Hug­mynd­in að hjóla þvert yfir Bret­land kviknaði þegar Linda las bók­ina Free Coun­try eft­ir Geor­ge Mahood, þar sem höf­und­ur seg­ir frá aura­lausu ferðalagi sínu þvert yfir Bret­land, en ferðina hóf hann á nær­bux­un­um ein­um og treystu hann og ferðafé­lagi hans á góðvild og gjaf­mildi bresks al­menn­ings til að út­vega þeim föt, mat, gist­ingu og ferðamáta til að klára ferðina.

„Við und­ir­bjugg­um okk­ur mjög lítið lík­am­lega,“ seg­ir Jó­hanna, „mesti und­ir­bún­ing­ur­inn var að hitt­ast og ákveða hvar við ætluðum að gista.“

Ferðalangarnir setjast að snæðingi með fallegt útsýni.
Ferðalang­arn­ir setj­ast að snæðingi með fal­legt út­sýni. Mynd/Ú​reinka­safni

„Fyr­ir tveim­ur árum fór­um við í hjóla­ferð til Hol­lands, en það var aðeins einn þriðji af þess­ari leið,“ bæt­ir Jón Elv­ar við, en end to end leiðin svo­kallaða er rúm­lega 300 kíló­metr­um lengri en hring­veg­ur­inn um Ísland. „Við hitt­um marga Breta sem héldu að við vær­um rugluð þegar við sögðum þeim hvert við vær­um að hjóla, en okk­ur þótti þetta ekk­ert svo merki­legt,“ seg­ir Aðal­steinn. „Það er ör­ugg­lega vegna þess að við viss­um ekki bet­ur,“ bæt­ir Linda við.

Greru við hjólið

„Mesta áreynsl­an var fyrstu dag­ana. Dag­ur tvö var lengsti dag­ur­inn, þá hjóluðum við 120 kíló­metra yfir mikl­ar hæðir, þannig að við vor­um svo­lítið aum á degi þrjú. Síðan vand­ist þetta þegar leið á, maður hálfpart­inn greri við hjólið,“ seg­ir Jón Elv­ar.

Hópurinn gisti á ýmsum sveitakrám og gistiheimilum.
Hóp­ur­inn gisti á ýms­um sveitakrám og gisti­heim­il­um. Mynd/​úr­einka­safni

Fjór­menn­ing­arn­ir gistu á hinum ýmsu sveitakrám og gisti­heim­il­um á leið sinni. „Ég veit ekki hvernig gist­ingu hefði mátt bjóða okk­ur til að við hefðum ekki verið mjög feg­in,“ seg­ir Linda. „Þótt það sé kannski ákveðin hvíld fyr­ir sæmi­lega virkt fólk að hjóla í staðinn fyr­ir að beita sér í ann­ars kon­ar vinnu, þá brennd­um við miklu,“ bæt­ir hún við. Við borðuðum mjög mikið á morgn­anna og á kvöld­in, þetta var fyrsta frí sem ég hef farið í sem ég hef borðað eins og svín og samt komið heim þrem­ur kíló­um létt­ari,“ seg­ir Aðal­steinn.

Spennu­fall á áfangastað

Jó­hanna er hjúkr­un­ar­fræðing­ur, Linda þroskaþjálfi, Aðal­steinn raf­magnsiðnfræðing­ur og Jón Elv­ar kokk­ur og gít­ar­leik­ari, en þau tók­ust á við ferðina af miklu æðru­leysi.

Vegirnir á leiðinni hentuðu misvel til hjólreiða.
Veg­irn­ir á leiðinni hentuðu mis­vel til hjól­reiða. Mynd/Ú​reinka­safni

„Við vor­um ekki í neinu kappi við tím­ann, við vor­um bara að njóta. Það eina sem var skipu­lagt var áfangastaður­inn, en þar á milli varð margt á vegi okk­ar þar sem við stoppuðum og skoðuðum,“ seg­ir Jó­hanna. „Lands­lagið er rosa­lega fjöl­breytt, við upp­lifðum það mis­mun­andi á hverj­um degi. Veðrið var gott all­an tím­ann, sem kom mikið á óvart. Sveit­irn­ar voru fjöl­breytt­ar og fólkið var al­menni­legt. Svo var al­veg magnað að koma á áfangastað á átjánda degi,“ held­ur hún áfram.

„Það var smá skrítið að koma á áfangastað, svo­lít­il tóm­leika­til­finn­ing. Í átján daga höfðum við mark­mið, að kom­ast þangað, og allt í einu þurft­um við ekki að hjóla leng­ur. Það var samt al­veg tví­mæla­laust einn af hápunkt­um ferðar­inn­ar,“ seg­ir Jón Elv­ar.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert