Mínus að hafa skíðalyftu nálægt

Snorri Guðjónsson fjallaskíðamaður með meiru með Alpana í baksýn.
Snorri Guðjónsson fjallaskíðamaður með meiru með Alpana í baksýn. Mbl.is/SG

„Í raun þarf maður að hugsa þetta miklu meira eins og maður sé að fara í fjall­göngu frek­ar en að maður sé að fara á skíði,“ seg­ir Snorri Guðjóns­son, kerf­is­stjóri og for­fall­inn áhugamaður um fjalla­skíði. „Það tek­ur jú mest­an tím­ann að ganga upp en í hefðbund­inni fjall­göngu finnst mér leiðin­leg­asti kafl­inn að ganga niður. Þeim kafla fær maður hins veg­ar að sleppa al­veg á fjalla­skíðunum því þegar upp er komið þá er aðal­fjörið eft­ir, að taka skinn­in af og demba sér niður.“

Snorri seg­ist búa vel að því að hafa stundað bæði göngu­skíði og svigskíði af mikl­um móði allt sitt líf því það hafi verið góður und­ir­bún­ing­ur fyr­ir fjalla­skíðin og þau æv­in­týri sem þau bjóða upp á. „Í fyrra­vor fór ég, ásamt vini mín­um Óskari Gúst­avs­syni, í viku­ferð í Alp­ana. Þetta er leið sem nefn­ist The Grand Lui Haute Rou­te og hefst í Chamon­ix, sem er lítið fjallaþorp í frönsku ölp­un­um og ligg­ur við fjallið Mont Blanc, þaðan er skíðað meðfram fjall­g­arðinum alla leið til Zermatt í Sviss. Þetta er mik­il æv­in­týra­ferð þar sem gist er í hefðbundn­um fjalla­skál­um á leiðinni.“

Ferðalangarnir voru heppnir með veðrið á leiðinni.
Ferðalang­arn­ir voru heppn­ir með veðrið á leiðinni. mbl.is/​SG

Kyrrðin heill­ar

Það þarf þó ekki að leita langt yfir skammt til að skemmta sér á fjalla­skíðum og seg­ist Snorri fara reglu­lega upp í Skála­fell til að æfa sig. „Það er mjög þægi­legt aðgengi að fjall­inu en nátt­úru­lega svo­lít­ill mín­us fyr­ir okk­ur fjalla­skíðamenna að hafa skíðalyftu ná­lægt sér, sér í lagi ef hún er opin,“ segi Snorri og hlær. Það er jú lík­lega kyrrðin og nátt­úr­an í sinni tær­ustu mynd sem heill­ar fjalla­skíðafólkið. „Það get­ur líka verið mjög góður túr að fara upp Skála­fellið og renna sér svo niður norðan­meg­in í Svína­sk­arð við ræt­ur Mósk­arðshnúka og ef fólk er í stuði þá er hægt að fara upp þá líka. Einnig eru Botnsúl­ur mjög skemmti­leg­ar en til að kom­ast þangað þarf að vera á vel út­bún­um jepp­um.“

Fagurt útsýni séð frá toppi Móskarðshnúka.
Fag­urt út­sýni séð frá toppi Mósk­arðshnúka. mbl.is/​SG

Aðspurður hvaða fjalla­skíðasvæði á Íslandi séu í eft­ir­læti seg­ir Snorri það alltaf vera magnað að fara upp á Snæ­fells­jök­ul. „Það er svo æv­in­týra­legt að standa þarna uppi með sjó allt í kring­um sig, sér í lagi ef maður fer í júní og hitt­ir á að vera uppi í miðnæt­ur­sól­ar­lagi.“ Hann seg­ir Trölla­skag­ann líka mjög fjöl­breytt og skemmti­legt svæði og þar sé yf­ir­leitt að finna miklu skemmti­legri snjó.

Mik­il­vægt að velja rétt skíði

Nátt­úr­an get­ur verið óvæg­in á köfl­um og því mik­il­vægt að fara var­lega, vera vel út­bú­in og alls ekki gleyma snjóflóðabúnaði þegar lagt er upp í ferðir. Fjöl­mörg nám­skeið eru í boði sem gott get­ur verið að nýta sér og þá sér­stak­lega fyr­ir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í íþrótt­inni. Snorri seg­ir einnig skíðabúnaðinn mik­il­væg­an og hafa þurfi í huga aðstæður þegar verið sé að velja búnaðinn.

„Hér á suðvest­ur­horn­inu er mjög rysj­ótt veður, rign­ir einn dag­inn og svo frýs allt þann næsta þannig að skíðin verða að geta virkað í harðfenni og vera líka skemmti­leg í púðri þannig að mér fannst mik­il­vægt að velja skíði sem virka í harðfenni og eru einnig skemmti­leg ef maður lend­ir í góðu púðri,“ seg­ir hann og bæt­ir við að í raun sé það breidd skíðanna sem skipti höfuðmáli því breið skíði fljóti vel í púðursnjó sem og blaut­um og þung­um snjó en geti verið erfið viður­eign­ar í harðfenni og slæmu færi eins og ger­ist oft hér fyr­ir sunn­an.

„Skíðin mín heita Black Diamond Revert og eru 92 mm breið und­ir miðju og 121 mm að fram­an með svo­kölluðum Rocker og henta vel fyr­ir aðstæður hér á Suður­land­inu. Byggi ég til dæm­is á Ak­ur­eyri, þar sem snjóa­lög eru oft­ast mun hag­stæðari til skíðaiðkun­ar, myndi ég senni­lega fá mér breiðari skíði. Við skíðin er ég svo með Dynafit-pinna­bind­ing­ar en sú tækni er afar létt sem skipt­ir miklu máli þegar upp í fjall er komið,“ seg­ir Snorri að lok­um og er greini­lega far­inn að iða í skinn­inu eft­ir að kom­ast á skíðin á ný.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka