Börn sem leiðsögumenn

Með leiðsagnarforriti eins og Wapp – Walking app geta börn …
Með leiðsagnarforriti eins og Wapp – Walking app geta börn orðið leiðsögumenn fyrir fjölskylduna, ömmu og afa eða skólafélagana. Ljósmynd/Thinkstock

Marg­ir kann­ast við umræðuna og ótt­ann um að börn séu að verða of­urseld farsím­um og spjald­tölv­um með til­heyr­andi inni­veru, hreyf­ing­ar­leysi og skorti á sam­skipt­um. Það er auðvitað rík ástæða til að ótt­ast þessa þróun og reyna að snúa henni eins og hægt er með því að skammta tækja­tíma og beita öðrum viður­kennd­um aðferðum. Þó að ókost­ir séu marg­ir sem fylgja tækja­notk­un má einnig nýta sér tækn­ina til að auka sam­veru og hreyf­ingu. Með leiðsagn­ar­for­riti eins og Wapp – Walk­ing app geta börn orðið leiðsögu­menn fyr­ir fjöl­skyld­una, ömmu og afa eða skóla­fé­lag­ana. Þau geta séð um að fylgja kort­inu og lesið upp fróðleik­inn fyr­ir sam­ferðafólk sitt á rétt­um stöðum. Sér­stak­lega get­ur það gagn­ast fyr­ir ömmu og afa sem kunna hugs­an­lega lítið á leiðsögu­öpp en geta með hjálp barna­barn­anna séð fjöl­breytt­ar göngu­leiðir á úti­vist­ar­svæðum í grennd við byggð í nýju ljósi. 

Það eru ótrú­lega marg­ar göngu­leiðir í boði á höfuðborg­ar­svæðinu og víðar á land­inu og hægt er að taka nýja leið í hverri viku og gera göngu/​úti­vist að föst­um lið allt árið. Þannig er stuðlað að sam­veru, úti­veru og hreyf­ingu.

Hægt er að taka nokk­ur dæmi af höfuðborg­ar­svæðinu. Það má fara sögu­göngu í Elliðaár­daln­um eða um Öskju­hlíð, skoða Hval­fjarðareyri og at­huga hvort þið sjáið baggal­úta. Það má kíkja á Gull­kistu­vík á Kjal­ar­nesi, fara í sögu­göngu um Sand­gerði, Garðskaga, Stokks­eyri eða miðbæ Hafn­ar­fjarðar. Nú­vit­und­ar­gang­an í kring­um Hval­eyr­ar­vatn er sniðug og í Gálga­hrauni og á Álfta­nesi eru spenn­andi sög­ur um drauga, sjó­ræn­ingja úr Tyrkjarán­inu og út­lag­ann Arnes Páls­son. Skálda­leið Lax­ness er fal­leg og ekki spill­ir að hún end­ar við Helgu­foss. Víf­ilsstaðavatn og Búr­fells­gjá geyma líka skemmti­leg­an fróðleik um liðna at­b­urði. Um allt land eru svona fjöl­breytt tæki­færi sem bíða eft­ir áhuga­söm­um börn­um sem vilja leiða for­eldra sína, ömm­ur og afa eða aðra um göngu­leiðir og segja frá því sem ber fyr­ir augu.    

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert