Veitingastaðir í Val D'Isere 

Fjölda frábærra veitingastaða er að finna í Val D´Isére.
Fjölda frábærra veitingastaða er að finna í Val D´Isére. mbl.is/Thinkstock

Nú er sá tími árs þar sem skíðafólk iðar í skinn­inu að kom­ast í brekk­urn­ar. Því miður eru veðurguðirn­ir ekki sér­stak­lega gjaf­mild­ir á snjó hérna í kring­um höfuðborg­ar­svæðið og því um að gera að annaðhvort leita uppi snjó á Norður­landi eða leita til út­landa. Val D'Is­ere í Frakklandi hef­ur verið vin­sælt svæði hjá Íslend­ing­um um ár­araðir enda ekki að undra þar sem þarna er að finna frá­bær­ar brekk­ur og urm­ul af frá­bær­um veit­inga­stöðum sem vert er að gefa gaum.

La Luge

Veit­ingastaður­inn La Luge er staðsett­ur í 1.850 metra hæð á Hotel Le Blizz­ard. Veit­ingastaður­inn sér­hæf­ir sig í ým­iss kon­ar osta­rétt­um svo sem raclette og fondue. Hver get­ur ekki bætt á sig kal­oríumblóm­um eft­ir lang­an vinnu­dag í skíðabrekk­un­um?

Ostaveislan á La Luge er engri lík.
Osta­veisl­an á La Luge er engri lík. mynd/​Lalu­ge

Ski Gallery & Fondue Factory

Talandi um osta þá er Fondue Factory frá­bær staður til að heim­sækja og njóta góðs mat­ar og um­hverf­is. Veit­ingastaður­inn er staðsett­ur á skíðasafni sem rek­ur sögu dals­ins sem er nokkuð merki­leg, svo hef­urðu líka eitt­hvað að gera á meðan beðið er eft­ir borði því biðin get­ur stund­um orðið löng vegna vin­sælda.

Staðurinn er mjög stílhreinn og vinsæll.
Staður­inn er mjög stíl­hreinn og vin­sæll. mynd/​Fondu­eFactory

L'Et­incelle

Veit­ingastaður­inn er stadd­ur uppi í miðri brekku og því til­val­inn áfangastaður til að hvíla lúin bein og fá sér eitt­hvað gott að borða. L'Et­incelle er þekkt­ur fyr­ir gott grill og framúrsk­ar­andi góðar pizz­ur auk þess sem út­sýnið er al­veg dá­sam­legt.

Útsýnið af veitingastaðnum er virkilega flott.
Útsýnið af veit­ingastaðnum er virki­lega flott. mynd/​L´Et­incelle

Arctic Juice And Café

Gríptu eitt­hvað heil­næmt og gott á ferðinni á Arctic, þetta er nán­ast eini staður­inn á svæðinu sem ein­blín­ir á heilsu­sam­lega rétti. Þarna finn­urðu alls kyns sam­lok­ur, salöt og þeyt­inga.

Nauðsynlegt er að fá sér eitthvað hollt og gott inn …
Nauðsyn­legt er að fá sér eitt­hvað hollt og gott inn á milli. mynd/​arcticjuice
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert