Svona slærðu í gegn í fjallinu

Skíðagallarnir eru með glaðlegu mynstri og mjög litríkir.
Skíðagallarnir eru með glaðlegu mynstri og mjög litríkir. Ljósmynd/Racysuits.com

Þegar veðrið er ljúft og sól­in skín glatt í fjall­inu er fátt skemmti­legra en að renna sér á skíðum eða taka einn góðan hring á göngu­skíðum í góðra vina hópi. Eins og marg­ir hafa orðið var­ir við hef­ur síðar­nefnda íþrótt­in hrein­lega blómstrað á Íslandi á und­an­förn­um miss­er­um og sí­fellt fjölgað í hópi göngu­skíðafólks. Þetta er fagnaðarefni enda íþrótt­in afar skemmti­leg. Flest­ir þeir sem stunda göngu­skíðin klæða sig líkt og þeir væru að stunda vetr­ar­hlaup. Fatnaður­inn má hvorki vera of þung­ur né of víður. 

Gallarnir bjóða ekki upp á að maður sé í mörgum …
Gall­arn­ir bjóða ekki upp á að maður sé í mörg­um lög­um inn­an und­ir enda meira til gam­ans gerðir. Ljós­mynd/​Racysuits


Mar­ina Barnes, hönnuður­inn á bak við Racysuits, fékk þá glimr­andi góðu hug­mynd fyr­ir tveim­ur árum að setja á lagg­irn­ar fyr­ir­tæki sem fram­leiðir heil­galla sem henta vel á göngu­skíðin sem og í „Aprés Ski“ eft­ir lang­an dag í brekk­un­um. Mar­ina sótti hug­mynd­ina til afa síns sem var at­vinnumaður á skíðum en hann, ásamt vina­fólki sínu, hannaði og lét sauma á sig skíðabún­inga á átt­unda ára­tugn­um. Nú eru sem sagt þess­ir gull­fal­legu gall­ar í boði fyr­ir okk­ur hin sem lík­lega kom­um seint til með að keppa í skíðaíþrótt­inni en það er ekki þar með sagt að maður geti samt ekki slegið í gegn í fjall­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka