Um hvað snúast þessi náttúruhlaup?

Halldóra Gyða ásamt Elísabetu Margeirsdóttur, vinkonu sinni og meðþjálfara hjá …
Halldóra Gyða ásamt Elísabetu Margeirsdóttur, vinkonu sinni og meðþjálfara hjá Náttúruhlaupum. Ljósmynd/aðsend

Ég var á kynn­ing­ar­fundi fyr­ir næsta nátt­úru­hlaupanám­skeið í vik­unni. Það er svo gam­an að fara aft­ur á kynn­ing­ar­fund núna nokkr­um árum eft­ir að ég byrjaði sem aðstoðarmaður hjá Elísa­betu í svarta hópn­um.

Nokkru síðar stofnuðum við vín­rauða hóp­inn sem ég fékk að leiða og þetta ferðalag síðustu árin er búið að vera al­gjör­lega ein­stakt. 

Birk­ir fram­kvæmda­stjóri og Elísa­bet kynntu nám­skeiðið og eft­ir­far­andi punkta sem mig lang­ar að deila með ykk­ur:

EIN BESTA LEIÐIN TIL AÐ SKOÐA NÁTTÚRUNA
Á nátt­úru­hlaupaæf­ing­un­um löngu á laug­ar­dög­um (og fimmtu­dög­um á nám­skeiðinu) er alltaf farið á mis­mun­andi staði og nýj­ar leiðir kynnt­ar. Þetta er klár­lega ein besta leiðin til að skoða nátt­úr­una, því maður sér svo margt og kemst svo víða á mjög stutt­um tíma.

NJÓTUM UM­HVERF­IS­INS OG HREYF­ING­AR­INN­AR
Það er mik­ill mun­ur að hlaupa á mal­bik­inu eða í nátt­úr­unni. Fyr­ir utan það hvað það fer mikið bet­ur með mann að hlaupa á mjúku und­ir­lagi. Auk þess gef­ur það manni mikla orku að hlaupa úti í nátt­úr­unni.

RÖTUN OG UPPGÖTVUN
Á nám­skeiðinu höf­um við lært að rata og höf­um auk þess upp­götvað mikið og marg­ar nýj­ar og skemmti­leg­ar leiðir.

Náttúruhlaup er ein besta leiðin til að skoða náttúruna.
Nátt­úru­hlaup er ein besta leiðin til að skoða nátt­úr­una. Ljós­mynd/​Aðsend

VILJ­UM HLAUPA SEM VÍÐAST
Við í Nátt­úru­hlaup­un­um vilj­um hlaupa sem víðast og það sem kom mér mest á óvart þegar ég byrjaði í Nátt­úru­hlaup­un­um er hvað það eru marg­ar frá­bær­ar leiðir við bæj­ar­dyrn­ar. Nýir staðir sem ég hafði aldrei séð áður en hef nú upp­götvað, meira að segja í bak­g­arðinum heima hjá mér. 

KREFJ­ANDI EN FJÖLBREYTT HREYF­ING
Nátt­úru­hlaup eru krefj­andi að því leyti að und­ir­lag er mis­mun­andi, stund­um er grýtt, stund­um ræt­ur sem standa upp úr stíg­un­um, oft­ast er und­ir­lagið mjúkt, en stund­um hart. Hreyf­ing­in er því mjög fjöl­breytt og skemmti­leg.

Hjá Náttúruhlaupum starfa fjölmargir þaulreyndir hlaupaþjálfarar.
Hjá Nátt­úru­hlaup­um starfa fjöl­marg­ir þaul­reynd­ir hlaupaþjálf­ar­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

GÓÐUR FÉLAGS­SKAP­UR
Góður fé­lags­skap­ur er ómet­an­leg­ur og í dag eru bestu vin­ir mín­ir hlaup­ar­ar. Við erum alltaf að njóta hreyf­ing­ar­inn­ar, höf­um gam­an og erum stöðugt að læra. Nátt­úru­hlaup eru frá­bær fé­lags­skap­ur sem er al­gjör­lega ómet­an­leg­ur.

FULLT AF SKEMMTI­LEG­UM GRÆJUM
Þar sem ég er al­gjör græjufík­ill er mjög gam­an að fá tæki­færi til að eign­ast nýj­ar græj­ur t.d. í jóla­gjöf eða af­mæl­is­gjöf sem teng­ist þessu ein­staka áhuga­máli mínu og í raun lífs­stíl, hlaupa­skór, hlaupa­bak­poki, hlaupajakki, sokk­ar, hlaup­astaf­ir, höfuðljós eða hlaupa­úr eru allt skemmti­leg­ar græj­ur.

Til­gang­ur­inn með nátt­úru­hlaup­um er að bæta heilsu og auka ham­ingju fólks með því að leiða það inn í nýj­an lífstíl og vera far­veg­ur fyr­ir fólk til að stunda hlaup í nátt­úr­unni í góðum fé­lags­skap.

Nátt­úru­hlaup er hlaupa­sam­fé­lag þar sem pláss er fyr­ir alla getu­hópa, allt frá al­gjör­um byrj­end­um í vana, hraðskreiða hlaup­ara. Hvet þig til að taka þátt og vera með okk­ur með því að skrá þig á vefsíðu Nátt­úru­hlaupa

Fleiri grein­ar um ferðalög og úti­vist má finna á heimasíðu Hall­dóru Gyðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert