Morðið í Naphornsklettum

Streitisviti var fyrst reistur árið 1922.
Streitisviti var fyrst reistur árið 1922. Ljósmynd/Einar Skúlason

Á Aust­fjörðum eru marg­ir fal­leg­ir staðir og stund­um þarf ekki að fara langt frá þjóðveg­in­um til að sjá þjóðarger­semi í jarðfræðileg­um skiln­ingi. Á Streitis­hvarfi rétt sunn­an Breiðdals er er stutt en fal­leg göngu­leið sem gef­ur inn­sýn í jarðsögu Aust­fjarða og sýn­ir hvað inn­skot og berg­gang­ar eru líf­seig fyr­ir­bæri. Fal­legt út­sýni er frá Streitis­vita og öldu­gang­ur og brimrót sér um und­ir­spilið alla daga árs­ins. Þetta er úti­vist­ar­svæði fyr­ir alla fjöl­skyld­una en fara skal var­lega ná­lægt sjáv­ar­klett­un­um.

Tröllið í Skrúðskambi

Fólk er beðið um að keyra ekki niður að vit­an­um en hægt er að leggja skammt frá loft­net­inu. Áður en haldið er af stað má líta hand­an veg­ar­ins og virða Skrúðskamb fyr­ir sér. Þar á tröll eitt heima en bræður þess eru bú­sett­ir í Papey og Skrúði. Á björt­um dög­um er sagt að þeir bjóði hver öðrum góðan dag­inn og ef­laust fylgja því ein­hverj­ar drun­ur í fjöll­un­um.

Játuðu morðið

Suður af Streitis­hvarfi er tind­ur­inn Nap­horn með Nap­hornsklett­um neðan við. Í Nap­hornsklett­um höfðu vorið 1784 þrír pilt­ar úr Breiðdal komið sér fyr­ir í litl­um hell­is­skúta til næt­urg­ist­ing­ar, þeir Ei­rík­ur 21 árs, Jón 20 ára og Gunn­steinn 18 ára. Höfðu þeir all­ir átt erfiða æsku og flækst á milli bæja í hreppn­um en urðu þarna ásátt­ir um að fara suður í Aust­ur-Skafta­fells­sýslu og leggj­ast í flakk þar. Þeir rændu sér ein­hverju mat­arkyns af bæn­um Streiti. Jón vildi svo snúa aft­ur í Breiðdal en Ei­rík­ur aftók það og endaði á því að drepa hann. Þeir eft­ir­lif­andi hættu svo við flakkið og sneru aft­ur í norðurátt en það var ekki fyrr en ein­hverj­um vik­um síðar sem var farið að yf­ir­heyra þá um hvarf Jóns. Játuðu þeir við yf­ir­heyrsl­urn­ar og var Gunn­steinn dæmd­ur til ævi­langr­ar þrælk­un­ar­vinnu fyr­ir yf­ir­hylm­ingu og lést eft­ir harðrétti í fanga­vist árið eft­ir. Ei­rík­ur var dæmd­ur til dauða fyr­ir morðið og var háls­höggv­inn á Mjó­eyri tveim­ur árum síðar.   

Fallegt útsýni frá Streitisvita.
Fal­legt út­sýni frá Streitis­vita. Ljós­mynd/​Ein­ar Skúla­son

Bú­seta í Hvarfi og sjó­ræn­ingj­ar

Bær­inn að Streiti, und­ir Nap­horni, fór í eyði árið 1983 og síðan hef­ur ekki verið búrekst­ur þar. Sjá má tóft­ir norðan við berg­gang­ana og er það að lík­um eft­ir býlið að Hvarfi en búið var síðast þar árið 1850. Enn norðar er Timb­urklett­ur þar sem Streit­is­bóndi á að hafa komið að sof­andi sjó­ræn­ingj­um í miðju Tyrkjaráni. Hann á að hafa banað þeim með lurk og svo dysjað í svo­nefndri Tyrkjaurð. Fjöl­marg­ar sagn­ir eru hér um slóðir tengd­ar Tyrkjaráni árið 1627 en þá komu sjó­ræn­ingj­ar frá Als­ír og rændu 110 manns á þess­um slóðum og drápu auk þess fjöl­marga. Þess­ir at­b­urðir höfðu mik­il áhrif á íbúa og fundu sér leiðir í þjóðsög­ur og munn­mæli og lifa jafn­framt í ör­nefn­um á þess­um slóðum sem og í Vest­manna­eyj­um og Grinda­vík þar sem sjó­ræn­ingjarn­ir rændu einnig fólki.

Berg­gang­ur­inn

Í gegn­um skag­ann Streitis­hvarf er afar merki­leg­ur berg­gang­ur sem sést best syðst og nyrst á hvarf­inu. Nær þessi berg­gang­ur yfir Breiðdals­vík­ina, í Hök­ul­vík og Hök­ul­vík­urgil og áfram í Súlna­dal Stöðvar­fjarðarmeg­in, alls um 15 km vega­lengd. Hann hverf­ur í fjalls­hlíðinni ofan við þorpið. Í Lamba­felli, á milli Breiðdals­vík­ur og Stöðvar­fjarðar, nær gang­ur­inn upp í 700 m hæð yfir sjáv­ar­mál. Gang­ur­inn er 10,2 millj­óna ára og sam­sett­ur með 5 m þykk­um jöðrum úr basalti og 15 m þykk­um kjarna úr ríó­líti (áður kallað lípar­ít). Á milli basalts­ins og ríó­líts­ins er mjótt belti af bergi með sam­setn­ingu sem spann­ar bilið á milli basalts og ríó­líts og varð til vegna blönd­un­ar á milli jaðranna og kjarn­ans. Upp­tök gangs­ins eru ekki aug­ljós. Eld­stöðva­kerfi Álfta­fjarðar sem er 30 km sunn­an við Streitis­hvarf er of ungt til að geta verið upp­runastaður hans. Að sama skapi eru Sand­fell og Reyðarfjarðarmeg­in­eld­stöðin, 30 km norðan við Streitis­hvarf, bæði ná­lægt norðurenda sam­setta gangs­ins, en eru um það bil millj­ón árum of göm­ul til þess að geta verið upp­tak­astaður­inn. Seg­ul­mæl­ing­ar á súra miðju­hlut­an­um gefa vís­bend­ing­ar um að upp­tök gangs­ins gætu verið í norðri.

Hvernig mynd­ast svona berg­gang­ar?

Sam­sett­ir gang­ar verða til þegar aðstreymi basískr­ar kviku kemst í snert­ingu við súra kviku á tölu­verðu dýpi í jarðskorp­unni. Ef basísk kvika kemst í beina snert­ingu við súra kviku get­ur hún hitað upp súru kvik­una og gert hana þunn­fljót­andi. Basalt­gang­ur­inn er jafn­framt far­veg­ur fyr­ir súru kvik­una sem treður sér inn í miðjan gang­inn þar sem hann er heit­ast­ur. Ef gang­ur­inn nær yf­ir­borði verður eld­gos sem mynd­ar sam­sett hraun líkt og sést í botni Beru­fjarðar. 

Skjáskot af þessari fallegu gönguleið.
Skjá­skot af þess­ari fal­legu göngu­leið. Skjá­skot/​Wapp.is

Streitis­viti

Streitis­viti er 12 m á hæð, stein­steypt­ur átt­strend­ur turn sem hannaður var af Stein­grími Ara­syni verk­fræðingi. Ljós­húsið er sænskr­ar gerðar, úr trefjaplasti. Vit­inn var raf­vædd­ur frá upp­hafi. Fyrst var reist­ur viti á Streit­is­horni árið 1922 og var það járn­grind­ar­viti sem smíðaður hafði verið á járn­smíðaverk­stæði rík­is­ins í Reykja­vík. Þessi viti var starf­rækt­ur fram til árs­ins 1958 en var þá fjar­lægður þar sem byggður hafði verið viti á Hlöðu, skeri í sunn­an­verðu mynni Breiðdals­vík­ur. Hlöðuvit­inn féll um koll í miklu óveðri og sjógangi í janú­ar 1984 og var nú­ver­andi Streitis­viti byggður í staðinn það ár. Þarna er mikið brim, sér­stak­lega á vet­urna og í verstu veðrun­um geta brimskvett­urn­ar farið hærra en sjálf­ur vit­inn.

Slóðina um Streitis­vita og fleiri áhuga­verðar leiðir má finna á Wapp app­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert