Myrkfælni draugurinn í Landmannalaugum

Halldór Hafdal Halldórssson, skálavörður hjá Ferðafélagi Íslands, er alsæll í …
Halldór Hafdal Halldórssson, skálavörður hjá Ferðafélagi Íslands, er alsæll í íslenskri náttúru. Ljósmynd/Aðsend

Dóri hef­ur verið starfsmaður FÍ í 15 ár og lengst af verið skála­vörður í Hvann­gili og eins nú síðustu 8 ár sem vita­vörður í Horn­bjargs­vita og allt að því öðlast heims­frægð fyr­ir fiski­boll­urn­ar sín­ar. Eft­ir að Horn­bjargsviti lokaði í ág­úst hef­ur Hall­dór verið í hlut­verki þjón­ust­u­stjóra skála FÍ að Fjalla­baki fram á haust. Dóri hef­ur  lent í ýmsu bæði að Fjalla­baki og á Horn­bjargi.

 „Horn­bjargsviti og svæðið um kring er ein­stakt og stór­brotið. Nánd­in við nátt­úru­öfl­in er óvíða eins mik­il og síðast en ekki síst er kyrrðin ómet­an­leg. Enn þá eru ekki of marg­ir á ferðinni þarna norður frá,” seg­ir Hall­dór Haf­dal Hall­dórs­son, skála­vörður á Horn­bjargs­vita og þjón­ust­u­stjóri Ferðafé­lags Íslands, um það sem heill­ar hann mest við Horn­bjargs­vita og svæðið í kring. Hall­dór hef­ur þjónað ferðamönn­um frá vit­an­um mörg und­an­far­in sum­ur og nýt­ur aðdá­un­ar og virðing­ar fyr­ir starf sitt. Fiski­boll­urn­ar hans eru víðfræg­ar fyr­ir ein­stök bragðgæði.

Spurt er hvað hafi orðið til þess að Hall­dór hóf störf sem skála­vörður Ferðafé­lags Íslands.

„Þetta var æv­in­týraþrá. Dag­mar, kon­an mín, sá aug­lýs­ingu í blaði og við ákváðum að sækja um stöðu í skál­an­um í Hvann­gili. Við feng­um starfið og vor­um fjög­ur sum­ur með tvö börn og tvo stóra hunda í 12 fer­metra kofa.”

Aldrei lent í háska

Það er ekki alltaf sól og blíða á Horn­bjargi. Stund­um ligg­ur þokan eins og mara yfir vit­an­um dög­um sam­an. Hvað gera staðar­hald­ar­ar þá?

„Þegar það er þoka og suddi er ekk­ert dá­sam­legra en að sitja við heit­an ofn­inn og lesa góða bók, það er að segja ef það eru ekki ein­hver innistörf sem bíða eft­ir mér. Eng­um þarf þó að leiðast þótt það rigni eða sé þoka. Maður finn­ur sér alltaf eitt­hvað að gera, en ugg­laust hef­ur myrkrið og ein­ver­an á vet­urna haft áhrif á fólk hér áður og fyrr.”

Lend­ing­in við Horn­bjargs­vita er nokkuð háska­leg að sjá. Strand­ferðabát­ur­inn kem­ur með fólk á leg­una fyr­ir utan en síðan þarf að ferja mann­skap­inn í land á gúmm­báti. Hall­dór hef­ur þó aldrei lent í áföll­um þar eða háska.

„Lend­ing­in er mjög þægi­leg í góðu veðri og rétt­um aðstæðum. En eins og allt annað sem maður tek­ur sér fyr­ir hend­ur er það ein­falt þegar maður kann það. Oft er slæmt í sjó­inn og þá get­ur pusað á bát­inn ég hef bara einu sinni lent í að bleyta fólk á leiðinni í land en aldrei lent í óhappi, Við skip­stjór­inn á bátn­um veg­um þetta og met­um í sam­ein­ingu. Ef við erum ekki al­veg ör­ugg­ir þá er hætt við lend­ingu og aldrei lagt í tví­sýnu með fólk. Það þarf lítið út af að bera á gúmmítuðru til að það verði slys.”

Margt býr í myrkr­inu

Hall­dór er gjarn­an einn í Land­manna­laug­um sem skála­vörður að vetr­in­um. Hann er spurður hvernig hann vinni gegn ein­mana­leik­an­um. Verður hann aldrei smeyk­ur í svarta­myrkri ör­æf­anna, al­einn?

„Það er aðeins eitt orð um að vera í Land­manna­laug­um, einn að vetri til. Dá­semd. Þar þarf maður þó að vera skipu­lagður til að lenda ekki í doða og þung­lyndi þegar maður hef­ur verið lengi einn í myrkr­inu. Ef eng­ir ferðamenn koma í viku eða meir, þá er bara að passa upp á regl­una; vakna á morgn­ana, borða, lesa smá­veg­is, klæða sig upp og taka göngu­túr um svæðið og sjá hvort það sé ekki allt í lagi. Það er líka orðið síma- og net­sam­band um allt há­lendið þannig að það er lítið mál að fylgj­ast með frétt­um og tala við fjöl­skyldu og vini.”

 Margt býr í myrkr­inu. Verður Hall­dór ein­hvern tím­ann var við eitt­hvað sem ekki er þessa heims? Hann seg­ir frá at­viki sem varð til þess að hann fékk hjart­slátt.  

„Já ég trúi á drauga og verð oft var við eitt­hvað sem ekki er af þess­um heimi. Það er nú ým­is­legt í gangi í Laug­un­um. Þegar dimma tek­ur birt­ist gjarn­an ung­ur maður sem við köll­um myrk­fælna draug­inn. Hann held­ur til í skál­an­um og kveik­ir gjarn­an ljós­in und­ir miðnætti. Mér varð nú ekki um sel eitt kvöldið þegar ég stóð við glugg­ann í skála­varðahús­inu og var að tann­bursta mig. Þá sá ég hvar kviknuðu öll ljós í skál­an­um. Veður var vont og ég einn á staðnum. Það var með hálf­um huga að ég fór út í skála að at­huga hver væri kom­inn. En þar var eng­inn og ekk­ert að sjá. Þetta var hálfóþægi­legt en ekk­ert annað að gera en labba aft­ur heim. Ég hélt að raf­magnið væri að stríða mér fór yfir það allt dag­inn eft­ir en allt reynd­ist vera í lagi. Ég skráði sög­una í dag­bók skála­varðanna. Um vorið þá hitti ég skála­vörðinn sem ég hafði verið að leysa af og hún fór að spyrja mig út í ljósa­gang­inn því þetta gerðist víst oft hjá henni.

Í annað skipti var Ketill son­ur minn með mér þarna upp frá um ára­mót og við fór­um í laug­ina eft­ir kvöld­mat­inn á gaml­árs­kvöld, eng­ir gest­ir bún­ir að vera í þrjá daga og mikið snjóað. Þar sem við sát­um í pott­in­um í svarta myrkri og með höfuðljós á koll­in­um sá ég glampa í eitt­hvað hinum meg­in á bakk­an­um. Viti menn tveir ís­kald­ir bjór­ar á kant­in­um sem álfarn­ir voru að færa okk­ur í ný­árs­gjöf.”

Líf skála­varðar­ins er fjöl­breyti­legt og ým­is­legt sem ger­ist á fjöll­um. Hvert er sér­kenni­leg­asta at­vikið sem Hall­dór hef­ur lent í sem skála­vörður?

„Það er svo margt sem skála­vörður lend­ir í, man ekki eft­ir neinu sér­stöku í augna­blik­inu nema helst kon­unni sem bankaði upp á hjá mér í Hvann­gili og bað mig að kalla á leigu­bíl.”

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert