Bara ég og stelpurnar

Hólmfríður Vala Svavarsdóttir hefur veg og vanda af námskeiðunum.
Hólmfríður Vala Svavarsdóttir hefur veg og vanda af námskeiðunum. Ljósmynd/Aðsend

Á svæðinu er einnig að finna ein vin­sæl­ustu skíðagöng­u­nám­skeiðin sem völ er á og henta þau jafnt ung­um sem öldn­um, byrj­end­um sem lengra komn­um. Kon­an sem hef­ur veg og vanda af nám­skeiðunum er Hólm­fríður Vala Svavars­dótt­ir, skíðagöngu­kenn­ari og hót­el­stýra á Hót­el Ísaf­irði. Hún seg­ir nám­skeiðin vera þannig byggð upp að þau séu fjöl­breytt og reyni á ólíka þætti sem fá svo allt til að smella að loknu nám­skeiði. „Á fjórða degi nám­skeiðsins fæðist svo full­kom­in skíðamaður,“ seg­ir Hólm­fríður Vala og bæt­ir við að þjálf­ar­ar á nám­skeiðunum séu fyrr­ver­andi af­reks­menn og með þjálf­ara­mennt­un og sam­an­lögð reynsla þeirra sé gríðarlega mik­il.

Eiga sinn eig­in bjór

Bær­inn hef­ur upp á margt að bjóða og á milli æf­inga er upp­lagt að kíkja á kaffi­hús, fara í sund og jóga eða smakka á Bara ég og stelp­urn­ar bjórn­um sem fram­leidd­ur er af brugg­hús­inu Dokk­unni. „All­ar stelp­ur þurfa að eiga sinn eig­in bjór, er það ekki?“ spyr Vala, eins og hún er af mörg­um kölluð. „Þeim á Dokk­unni fannst al­veg nauðsyn­legt að við fengj­um okk­ar eig­in bjór og strax í haust fóru þau í að hanna bjór­inn svo hann myndi falla að krefj­andi smekk skíðandi úti­vista­kenn­ara. Þetta heppnaðist svo sann­ar­lega vel hjá þeim.“ Blaðamaður staldr­ar við nafnið Bara ég og stelp­urn­ar og spyr af hverju bjór­inn og kvenna­nám­skeiðin séu kölluð því nafni?  „Eins aula­legt og það hljóm­ar þá var lagið með Emm­sjé Gauta á fón­in­um þegar ég var að skipu­leggja fyrsta nám­skeiðið og þar kom nafnið,“ seg­ir Vala.  

Eftir fjögurra daga skíðagöngunámskeið fæðast fullkomnir skíðagöngugarpar.
Eft­ir fjög­urra daga skíðagöng­u­nám­skeið fæðast full­komn­ir skíðagöngugarp­ar. Ljós­mynd/​Vala

Skíðaganga er fyr­ir alla fjöl­skyld­una

Skíðagöng­u­nám­skeiðin eru þó ekki ein­ung­is ætluð kvenn­pen­ingn­um þó það hafi þró­ast þannig að þær séu oft í meiri­hluta. „Nám­skeiðin okk­ar eru að öllu jöfnu fjór­ir dag­ar þannig að við höf­um næg­an tíma með hverj­um og ein­um og reyn­um að hafa hóp­ana ekki stærri en 10-12 manns. Flest­ir hóp­arn­ir okk­ar eru kvenna­hóp­ar en við erum líka með blandaða hópa og vinnustaði sem koma í árs­hátíðarferðir til okk­ar. Í vet­ur vor­um við með fjöl­skyldu­búðir þar sem við vor­um með sér­staka hópa fyr­ir börn. Það var al­veg svaka­lega skemmti­legt og sannaðist þar hvað skíðagang­an er mikið fjöl­skylduíþrótt. Krakk­arn­ir fóru í kennslu á morgn­ana með sín­um þjálf­ara  og full­orðnir með sín­um þjálf­ara og svo voru all­ir sam­an á æf­ingu seinnipart­inn í leik og fjöri.“ Vala seg­ir nám­skeiðin ein­kenn­ast af leik, kátínu, hvíld og nú­vit­und. „Við segj­um oft að við get­um ekki ábyrgst veðrið en við ábyrgj­umst ein­staka upp­lif­un og mikla gleði.“

Vala segist ekki geta ábyrgst veðrið en ábyrgist einstaka upplifun …
Vala seg­ist ekki geta ábyrgst veðrið en ábyrg­ist ein­staka upp­lif­un og kátínu. Ljós­mynd/​Aðsend

Á liðnum vetri hafa hátt í 400 kon­ur komið á nám­skeið hjá Völu og henn­ar fólki og eru svo­kallaðar kvenna­helg­ar lang­vin­sæl­ast­ar. „Þó að stelp­urn­ar séu komn­ar hingað til að skíða þá er það ekki síður mik­il­vægt að slaka á, njóta þess að vera með góðum vin­kon­um og alls þess besta sem bær­inn okk­ar hef­ur upp á að bjóða. Þær sem koma skrá sig gjarn­an að ári um leið og þær tékka sig út og  eru þá bún­ar að stækka vina­hóp­inn og vilja þá vera í sama hóp og á sama tíma að ári,“ seg­ir Vala að lok­um áður en hún rýk­ur upp í Dal að sinna þátt­tak­end­um á nám­skeiðinu sem bíða í of­væni eft­ir því að renna sér af stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert