Maraþon fyrir nautnaseggi

Glaðir þátttakendur í vínmaraþoninu.
Glaðir þátttakendur í vínmaraþoninu. Mynd/Medocmarathon

Færri ferðast til lands­ins með það að mark­miði að taka þátt í íþrótta­keppn­um. Núna er aft­ur á móti tæki­færið til að slá tvær flug­ur í einu höggi og taka þátt í vín­maraþon­inu Mar­at­hon du Mé­doc.

Í hlaupinu er komið við á 20 vínbúgörðum.
Í hlaup­inu er komið við á 20 vín­bú­görðum. Mynd/​Medocm­ar­at­hon

Þetta ár­lega og sí­vin­sæla maraþon er haldið að hausti og dreg­ur að sér fjöld­ann all­an af hlaup­ur­um frá öll­um heims­horn­um. Hlaupið geng­ur þannig fyr­ir sig að skokkað er á milli vín­fram­leiðenda á Bordeaux-svæðinu og dreypt á víni sem fram­leiðend­ur hafa upp á að bjóða. Ein­hvers staðar er það víst skrifað í stein að al­vöru­víns­makk­ar­ar spýti að loknu smakki en það á lík­lega ekki við í þessu hlaupi þar sem þátt­tak­end­ur er hvatt­ir til að kyngja.

Þátttakendur er hvattir til að koma í skrautlegum búningum.
Þátt­tak­end­ur er hvatt­ir til að koma í skraut­leg­um bún­ing­um. Mynd/​MedocM­ar­at­hon

Staldrað er við hjá 20 vín­fram­leiðend­um sem þýðir aðeins eitt, það eru 20 glös drukk­in en sem bet­ur fer er tíma­taka nokkuð af­slöppuð og því upp­lagt að njóta ferðalags­ins. Til að toppa gleðina eru hlaup­ar­ar hvatt­ir til að klæðast skraut­leg­um bún­ing­um, hlaupið er því ansi lit­ríkt og skemmti­legt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert