Að sigra sjálfan sig er svo geggjuð tilfinning

Brynja Dan ásamt Ragnheiði Guðjónsdóttur vélsleðakonu eftir ævintýralega helgi.
Brynja Dan ásamt Ragnheiði Guðjónsdóttur vélsleðakonu eftir ævintýralega helgi. Ljósmynd/aðsend

,,Ég fór í ferð sem heit­ir sleðaferðir á strönd­um. Þetta er vélsleðaferð þar sem keyrt er frá Hólma­vík og yfir til Djúpu­vík­ur, ofsa­lega fal­legs bæj­ar. Þar gist­um við á Hót­el Djúpa­vík sem var af­skap­lega nota­legt og kósý,” seg­ir Brynja sem í dag þjá­ist af harðsperr­um um all­an lík­ama. „Ég fór á veg­um Ell­ing­sen með ótrú­lega skemmti­leg­um krökk­um og við hitt­um svo rest­ina af um það bil 30 manna hópi á Hólma­vík þar sem ferðin byrj­ar. Þaðan er svo farið strax á sleðum yfir til Djúpa­vík­ur.“

Brynja var ansi vígaleg á sleðanum.
Brynja var ansi víga­leg á sleðanum. Ljós­mynd/​Aðsend

Þrátt fyr­ir brös­ug­lega byrj­un á vélsleðanum fór allt vel og Brynja náði góðum tök­um á tryl­li­tæk­inu. „Ferðin yfir er smá spotti og ég velti sleðanum eða datt fjór­um sinn­um en all­ir svo hjálp­leg­ir og maður hend­ir sér bara aft­ur á bak! No non­sen­se og áfram með smjörið,“ seg­ir Brynja hlæj­andi.

„Á laug­ar­deg­in­um er svo aðal­ferðin, þá er farið í dags­ferð yfir í Reykjar­fjörð, um það bil það fal­leg­asta sem ég hef séð! Ég er enn þá með stjörn­ur í aug­un­um. Leiðin þangað var frek­ar brött svo krakk­arn­ir hjálpuðu mér erfiðasta hjall­ann og tóku mig með á sinn sleða, ég gólandi af hræðslu en samt svo skemmti­legt.“

Fegurðin á Ströndum er engri lík.
Feg­urðin á Strönd­um er engri lík. Ljós­mynd/​Aðsend

Aldrei of var­lega farið

Því miður er það oft þannig að aldrei er of var­lega farið og slys­in gera svo sann­ar­lega ekki boð á und­an sér. „Við reynd­ar lent­um svo í því að tvennt slasaðist, eins og fólk kannski sá í frétt­um og þyrla kom að sækja þau, auðvitað er svona alltaf smá sjokk og all­ir smá and­lega fjar­ver­andi í smá stund en við þurft­um að klára dag­inn og kom­ast heim. All­ir þó ör­lítið var­kár­ari,“ seg­ir Brynja.

Sundlaugin í Reykjarfirði er engri lík.
Sund­laug­in í Reykjar­f­irði er engri lík. Ljós­mynd/​Aðsend

Veðrið um helg­ina var eins og það væri sér­hannað fyr­ir hóp­inn og út­sýnið yfir svæðið eft­ir því. „Þetta er mögnuð upp­lif­un og að finna að maður verður ör­ugg­ari með hverj­um klukku­tím­an­um!  Bara þú, sleðinn og þetta fal­lega um­hverfi! Ég hef samt sjald­an fundið fyr­ir svona frelsi! Ekki skemmdi svo fyr­ir að sleðinn sem ég var á er glæ­nýr frá Ski-Doo og svo fal­leg­ur og skemmti­leg­ur, ég er al­veg veik fyr­ir hon­um eft­ir að hafa kynnst hon­um og helgargaman­inu okk­ar.“ Á öðrum degi var Brynja kom­in með nokkuð góð tök á vélsleðanum. „Ég fór upp alls kon­ar brekk­ur og hóla sem ég hefði aldrei trúað að ég gæti og að fara hratt er svo gam­an. Að sigra sjálf­an sig er svo geggjuð til­finn­ing. Geggjuð segi ég!“

Brynja ásamt fríðu föruneyti í fallegu umhverfi.
Brynja ásamt fríðu föru­neyti í fal­legu um­hverfi. Ljós­mynd/​Aðsend

Færri kon­ur en karl­menn stunda íþrótt­ina en það stend­ur til að breyta því með nokk­urs kon­ar átaki í því að fá kon­ur til að vera með. „Ég er sjálf skráð á nám­skeið í lok mars og er mjög spennt að læra meira. Ég mæli svo hik­laust með þess­ari ferð. Fólkið, bær­inn, söng­ur­inn, mat­ur­inn, allt eins ynd­is­legt og það verður. Ég er mar­in og bólg­in og alls kon­ar en svo end­ur­nærð á lík­ama og sál.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert