Eldfjallaganga í Búrfellsgjá

Gengið um Búrfellsgjá í góðu veðri.
Gengið um Búrfellsgjá í góðu veðri. Ljósmynd/Björn Gíslason

Hann mun leiða göngu með Há­skóla Íslands og Ferðafé­lagi barn­anna um Búr­fells­gjá að gígn­um Búr­felli í lok mars. „Við ætl­um að fræðast um eld­gos og ýmis  jarðfræðileg fyr­ir­brigði og velta fyr­ir okk­ur hvernig ýmis fyr­ir­bæri mynd­ast í nátt­úr­unni.“

Að ganga eft­ir Búr­fells­gjá býður svo sann­ar­lega uppá stór­veislu fyr­ir öll skyn­færi auk þess að vera afar fræðandi. Á göngu um gjána átt­ar maður sig á smæð sinni gagn­vart nátt­úru­öfl­un­um, sem minna sí­fellt á sig. Snæ­björn vill ekk­ert tjá sig um hvort aft­ur kunni að gjósa á þess­um slóðum en jarðvís­inda­menn­irn­ir okk­ar vakta stöðugt eld­fjöll­in og það er svo sann­ar­lega mik­il eld­virkni á Íslandi. 

Að sjálf­sögðu mun Snæ­björn tala manna­mál í ferðinni sem all­ir skilja, jafn­vel smæstu krakk­arn­ir. Hann hef­ur leitt þessa göngu áður og er mjög reynd­ur vís­inda­miðlari, ekki síst þegar börn eru ann­ars veg­ar. Snæ­björn hef­ur kennt í Há­skóla unga fólks­ins sem helgaður er grunn­skóla­börn­um og sömu­leiðis í Vís­inda­smiðju HÍ þar sem krakk­ar á grunn­skóla­aldri mæta í stór­um fróðleiksþyrst­um hóp­um all­an vet­ur­inn. Snæ­björn hef­ur auk þess farið í marg­ar reis­ur með Há­skóla­lest Há­skóla Íslands og kennt jarðvís­indi á grunn­skóla­stigi víða um land en lest­in farið hef­ur þrætt þjóðveg­ina um­hverf­is landið frá ár­inu 2011.

Ferðalög eru frá­bær

Snæ­björn er mik­ill nátt­úru­unn­andi þótt hann sé al­inn upp eins og mörg okk­ar á mal­bik­inu í Reykja­vík.  Hann á hins veg­ar ætt­ir að rekja í Eyja­fjörðinn sem leiddi til þess að hann ferðaðist þangað mörg sum­ur og heillaðist strax af undr­um Íslands í gegn­um bíl­rúðuna. 

Litlir hellisskútar eru spennandi fyrir fólk á öllum aldri.
Litl­ir hell­is­skút­ar eru spenn­andi fyr­ir fólk á öll­um aldri. Ljós­mynd/​Björn Gísla­son

„Það var ótrú­lega gef­andi reynsla og ég mæli ein­dregið með ferðalög­um um landið til að kynn­ast því,“ seg­ir Snæ­björn og bæt­ir því við að ís­lensk nátt­úra sé ein­stök á heims­mæli­kv­arða. „Þótt hægt sé að sjá flest sem finnst hér á landi ann­ars staðar í heim­in­um er sam­setn­ing ís­lenskr­ar nátt­úru og fjöl­breyti­leiki al­veg ein­stak­ur. Aðgengið að nátt­úr­unni er svo ein­stakt og landið og nátt­úr­an hér því eins og til­rauna­stofa í jarðfræði og öðrum nátt­úru­fræðifög­um.“

Búr­fell var upp­spretta mik­ils hraun­flæðis

En aft­ur að eld­stöðinni og göng­unni góðu sem verður 30. mars. Snæ­björn seg­ir að frá Búr­felli  hafi runnið mikið hraun­flæmi fyr­ir um átta þúsund árum, bæði niður á Vell­ina í Hafnar­f­irði,  sem er reynd­ar núna hulið yngri hraun­um, og svo um mikla hrauntröð vest­ur í Garðabæ og út á Álfta­nes og niður í Hafn­ar­fjörð. 

„Á göngu um Búr­fells­gjá sjást margs kon­ar hraun­mynd­an­ir, litl­ir hell­is­skút­ar, stór­ar sprung­ur og svo­kölluð mis­gengi, og svo auðvitað sjálf eld­stöðin sem fæddi hraunið af sér. Þarna kemst maður í beint sam­band við innri öfl­in í jörðinni und­ir fót­um okk­ar, sjálfa upp­sprettu lands­ins sem eld­virkn­in á Íslandi er.“

Snæ­björn seg­ir að fáir staðir bjóði upp á jafn­magnaða upp­lif­un og Búr­fells­gjá­in. Fjöl­breytn­in er mik­il og ein­falt að átta sig á því hvernig eld­gos eiga sér stað og hvernig fram­vinda þeirra er frá upp­hafi til goss­loka. „Þarna sjást líka mjög aug­ljós merki um hvernig landið rifn­ar í sund­ur vegna fleka­reks­ins á milli Norður-Am­er­íku og Evr­ópu.“

Ísland er ein­stakt land fyr­ir alla – líka jarðfræðinga

„Ísland er ein­stakt að því leyti að landið er stærsta þurr­lendi á út­hafs­hrygg á jörðinni,“ seg­ir Snæ­björn þegar hann er spurður út í sér­stöðu lands­ins okk­ar út frá jarðfræðilegu sjón­ar­horni. 

„Úthafs­hrygg­ir mynd­ast þar sem jarðskorpufleka jarðar­inn­ar rek­ur í sund­ur og mynd­ast sí­fellt ný skorpa á skil­un­um milli þeirra. Ísland er þó ekki bara tengt þess­um út­hafs­hrygg, sem heit­ir Atlants­hafs­hrygg­ur­inn, held­ur er líka stór möttulstrók­ur und­ir land­inu þar sem heitt mött­ul­berg flæðir upp und­ir landið, og veld­ur sam­spil möttulstróks­ins og fleka­skil­anna því að eld­virkni á Íslandi er með því allra mesta sem ger­ist á jörðinni.“

Snæ­björn seg­ir að hér séu því gríðarlega fjöl­breytt merki um eld­virkni, stór­ar eld­stöðvar, fjall­g­arða sem hafi mynd­ast í sprungugos­um og mik­inn jarðhita sem teng­ist eld­virkn­inni. 

„Ísland er því eins og suðupott­ur þegar kem­ur að eld­fjöll­um og eld­virkn­inni,“  seg­ir Snæ­björn sem áttaði sig reynd­ar ekki á því strax eft­ir fram­halds­skóla á jarðfræðin væri hans fag. Hann fór fyrst í mál­vís­inda­námi úti í Dan­mörku en fann sig ekki og sneri heim. „Svo fór ég í bakpoa­ferðalag um Suður-Am­er­íku, og þegar ég kom að rót­um And­es­fjalla áttaði ég mig á því að jarðfræði væri ein­mitt námið fyr­ir mig. Næsta haust eft­ir var ég svo bú­inn að skrá mig í jarðfræði og þá varð ekki aft­ur snúið.“

Ferðin hentar öllum aldri.
Ferðin hent­ar öll­um aldri. Ljós­mynd/​Björn Gísla­son


Þess vegna er Snæ­björn eins og al­fræðiorðabók, eða sín eig­in Wikipedía um jarðfræði. Ekki hika við að spyrja hann í ferðinni, svör­in standa ekki á ser. Það ger­um við líka og fáum hann til að segja okk­ur meira um eld­virkn­ina á Íslandi. 

„Það sem bæt­ist ofan á eld­virkn­ina hér er sú staðreynd að Ísland er líka jökla­land. Þar til fyr­ir tíu til ell­efu þúsund árum var landið nán­ast al­hulið ís­ald­ar­jökli sem bráðnaði svo á ör­fá­um árþúsnd­um. Síðustu árþúsund­in hafa hins veg­ar jökl­ar svo aft­ur verið að vaxa svo við höf­um nokk­ur stór jök­ul­hvel uppi á há­lend­inu. Jökl­ar eru auðvitað víða um heim en það eru ekki marg­ir staðir þar sem sam­spil jökla og eld­virkni er jafn­mikið og fjöl­breytt og hér á Íslandi. Þess vegna er jarðfræði hér ein­stök og við höf­um meira að segja nokk­ur jarðfræðifyr­ir­bæri sem finn­ast varla nokk­urs staðar á jörðinni nema hér.  Þetta eru til dæm­is gervi­gíg­ar og mó­bergs­hrygg­ir, sem mynd­ast við sprungugos und­ir jökli,“ seg­ir Snæ­björn. Hægt er að bera slík­an mó­bergs­hrygg aug­um í göng­unni en Helga­fell við Hafn­ar­fjörð er ein­mitt slík­ur.

Meðfædd löng­un til að leita í nátt­úr­una

Snæ­björn er óskap­lega mont­inn af því að fá að leiða ferðir með Ferðafé­lagi unga fólks­ins og í röðinni „Með fróðleik í far­ar­nesti“ sem er sam­starfs­verk­efni Há­skóla Íslands og Ferðafé­lags­ins. 

„Þetta er frá­bært fram­tak, bæði fyr­ir þau sem mæta í ferðirn­ar en ekki síður fyr­ir okk­ur sem kom­um og fræðum gang­andi gesti um þau und­ur sem sjást í göng­un­um,“ seg­ir Snæ­björn.  

„Ég mæli hik­laust með öll­um þess­um ferðum, þekki til allra sem mæta frá Há­skól­an­um og veit að það er bæði topp­fólk í sín­um fræðum og mjög fært um að gera nátt­úr­una áhuga­verða og spenn­andi. Ég held raun­ar að það sé fátt mik­il­væg­ara en að kynn­ast nátt­úr­unni á okk­ar tím­um, og það þarf auðvitað ekk­ert að fara í sér­stakt nám til þess eins og jarðfræði. Aðal­atriðið er að fara út og horfa í kring­um sig, upp­götva og velta öllu fyr­ir sér sem ber fyr­ir augu.“

Snæ­björn seg­ir að nátt­úr­an sé mögnuð og því bet­ur sem maður þekk­ir hana, þeim mun vænna þyki hon­um um hana. „Við menn­irn­ir virðumst hafa meðfædda löng­un til að leita í nátt­úr­una eft­ir kyrrð og feg­urð, og það er mik­il­vægt að rækta þá löng­un með sér. Ferðafé­lag bar­an­anna og „Með fróðleik í far­ar­nesti“ eru frá­bær­ar leiðir til þess!

Með fróðleik í far­ar­nesti

Gang­an um Búr­fells­gjá tek­ur um þrjár klukku­stund­ir og eins og áður sagði er gang­an hluti af sam­starfs­verk­efni Ferðafé­lags Íslands og Há­skóla Íslands: Með fróðleik í far­ar­nesti. 
Þúsund­ir Íslend­inga á öll­um aldri hafa notið þess að halda í göng­ur með Há­skóla Íslands og Ferðafé­lag­inu und­an­far­in ár og þegið fróðleik í far­ar­nesti frá vís­inda­mönn­um og sér­fræðing­um Há­skól­ans við nán­ast hvert fót­mál. Göng­urn­ar hafa löngu unnið sér fast­an sess en með þeim er aukið við þekk­ingu fólks, ekki síst ung­menna, á sama tíma og boðið er upp á holla og skemmti­lega hreyf­ingu á veg­um Ferðafé­lags­ins.

Eld­fjalla­ganga um Búr­fells­gjá, laug­ar­dag­inn 30. mars. Muna að klæða sig vel, vera í góðum skóm og með gott nesti. Þátt­taka er ókeyp­is og all­ir vel­komn­ir. Mæt­ing kl. 10 við bíla­stæðið við Víf­ilstaði, Garðabæ. Ekk­ert að panta, bara mæta með góða skapið.

Hvernig varð Bú­fells­gjá­in til?

Búr­fells­gjá varð til í býsna miklu eld­gosi fyr­ir um átta þúsund árum í litl­um eld­gíg, sem nefn­ist Búr­fell. Elgosið hef­ur verið til­tölu­lega ró­legt flæðigos, þar sem upp úr eld­gígn­um flæddi hraun niður á lág­lendið alla leið út í sjó. Aðal­hraun­straum­ur­inn var um mikla hrauntröð, en það er heiti á stór­um hraun­far­veg­um þar sem hraun flæðir eins og risa­stór fljót frá eld­gíg niður á lág­lendi þar sem það svo storkn­ar og mynd­ar hraun. Hraun­in í miðbæ Hafn­ar­fjarðar, í Garðabæ og Gálga­hraun úti á Álfta­nesi eiga öll upp­runa sinn í Búr­felli og Búr­fells­gjá. Búr­fells­gjá sjálf er því afar gott dæmi um svona hrauntröð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka