Ljóð Andra Snæs prýða skíðin

Andri Snær með fallegu fjallaskíðin.
Andri Snær með fallegu fjallaskíðin. Ljósmynd/Aðsend

,,Það eru nokkr­ir fram­taks­sam­ir skíðakapp­ar sem hafa verið að hanna og þróa skíði og ann­an búnað. Þeir höfðu sam­band og spurðu hvort ég vildi hjálpa þeim að sér­hanna skíði, þeir vildu fá texta um ís­lenska nátt­úru og svo mátti ég ráða litn­um. Ég sendi þeim nátt­úruljóð sem ég hafði ein­hverju sinni ort mjög ung­ur und­ir áhrif­um frá skóla­ljóðum og þetta ljóð var prentað á skíðin og ég fékk að ráða litn­um á botn­in­um. Hárauður varð fyr­ir val­inu. Ég hef nefni­lega einu sinni lent í sjálf­heldu þar sem ég var á skíðum ut­an­braut­ar. Og þá fór gegn­um huga minn að þótt svarti jakk­inn minn væri flott­ur, þá gæti hann verið felu­lit­ur. Og ef maður þyrfti að grafa sig í fönn, væri gott að geta stillt upp ein­hverj­um áber­andi lit fyr­ir utan snjó­húsið. Þannig að eld­rauður varð fyr­ir val­inu.

Andri og félagi skoða aðstæður í Eilífsdal.
Andri og fé­lagi skoða aðstæður í Ei­lífs­dal. Ljós­mynd/​Aðsend

Sjálf­ur er Andri Snær mik­ill úti­vist­armaður og stund­ar fjalla­skíðin af kappi. „Ég er gam­all skíðamaður, æfði sem strák­ur en hafði aldrei náð að þróa áhuga­málið út fyr­ir troðnu brekk­urn­ar. Ég skildi hvorki göngu­skíðasp­ortið né hvað menn voru að þramma heilt fjall fyr­ir fimm mín­útna bunu. En þetta freistaði þannig að ég keypti mér græj­ur fyr­ir nokkr­um árum og fór Jök­ulf­irðina með Sig­urði Jóns­syni á Áróru. Það er eig­in­lega ein allra fal­leg­asta ferð sem ég hef farið. Þá sigl­ir hann inn til dæm­is Veiðileysu­fjörð, við klifr­um upp, renn­um okk­ur niður hinum meg­in þar sem hann bíður okk­ar. Ég hef síðan farið öðru hvoru eitt­hvað, Snæ­fells­jök­ul, Mósk­arðshnjúka og síðan á göngu­skíðum á Græn­landi. Ann­ars hef ég ekki farið oft til út­landa á skíði.“

Andri Snær hvergi banginn í brekkunum.
Andri Snær hvergi bang­inn í brekk­un­um. Ljós­mynd/​Sig­trygg­ur Ari Jó­hanns­son

Stærsta áskor­un­in

Að vanda er mikið um að vera hjá Andra Snæ en hann er ný­kom­inn frá Den­ver í Banda­ríkj­un­um þar sem hann fékk í hend­urn­ar fyrstu ein­tök­in af bók sinni Tíma­k­ist­unni á ensku. „Hún er núna kom­in út á að ég held 12 tungu­mál­um. Ég var að fá kín­versku út­gáf­una um dag­inn og hún virðist ganga vel í Grikklandi og Portúgal. Bæk­urn­ar mín­ar eru komn­ar út á ca. 35 tungu­mál­um. Núna er ég að ganga frá bók sem á að koma út á þessu ári. Þannig að það er í mörg horn að líta,“ seg­ir Andri Snær.

Á göngu á Skeiðarárjökli.
Á göngu á Skeiðar­ár­jökli. Ljós­mynd/​Aðsend

Í kvöld held­ur hann er­indi á opn­um fyr­ir­lestri í Há­skóla­bíói þar sem um­hverf­is­mál á Íslandi verða tek­in fyr­ir og rædd út frá mis­mun­andi sjón­ar­horn­um. ,,Ég kalla er­indið Að kveðja hvít­an risa. Raxi mun vera með aðal­atriðið og segja frá sín­um mögnuðu mynd­um sem hann hef­ur tekið af ís og jökl­um. Ég ætla meðal ann­ars að segja frá ferð yfir Skeiðar­ár­jök­ul sem er eitt­hvert sér­stæðasta lands­lag sem ég hef kom­ist í tæri við og hvað það er erfitt að gera sér í hug­ar­lund að þessi mikli massi geti horfið á einni mann­sævi. Hvernig þessi mál eru á ein­hvern hátt hand­an skiln­ings fyr­ir okk­ur. Síðan fer ég aðeins út í hvað vís­inda­menn hafa sagt að við þurf­um að gera á næstu árum til að sporna við enn meiri breyt­ing­um. Við þurf­um að hafa stöðvað alla los­un á 30 árum og það hljóm­ar eins og full­komið óraun­sæi. Ef við hugs­um síðan um krakk­ana sem eru í lofts­lags­verk­falli þá hafa mörg þeirra kynnt sér mál­in mjög vel og það er erfitt að tala um þetta án þess að slökkva glóðina í aug­um þeirra. Ég er bú­inn að spinna þráð um það mál, hvað er hægt að gera á 30 árum. Þetta er ein­hver stærsta áskor­un sem mann­kynið hef­ur staðið frammi fyr­ir og það á þar með við um sjálf­an mig, sem hluta af þessu mann­kyni.“

Ýkta Ísland

Ó! Ísland þú ert því­líkt flott

með þúfur og jökla og geggjaða fossa

þótt veðrið sé reynd­ar grát­lega gott

með gjaf­milda himna á renn­blauta kossa

þá ertu Ísland in­dælt sker

ýkt­asti staður á jörðu er hér.

Já! Land mitt þú ert ágæt­is eyja

æðis­legt finnst mér hérna að lifa

og að lok­um sjálfsagt dýrðlegt að deyja

einn dag­inn er lífs­klukk­an hætt­ir að tifa

þá hvíli ég í þinni mergjuðu mold

móðir mín góða, Ísa­fold.

eft­ir Andra Snæ

Ljóðið er frá 1994, samið í til­efni af lýðveldisaf­mæl­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka