Varð ástfanginn af Færeyjum

Theo Larn-Jones, hlaupari og skipuleggjandi Útilív Adventure-hátíðarinnar í Færeyjum.
Theo Larn-Jones, hlaupari og skipuleggjandi Útilív Adventure-hátíðarinnar í Færeyjum. Ljósmynd/Aðsend

„Ég eignaðist fullt af vin­um og kunni virki­lega að meta sam­fé­lagið en það er mjög ólíkt því sem ég kem frá, London. Ég lofaði sjálf­um mér að snúa aft­ur og taka þátt í ut­an­vega­hlaupi á svæðinu en komst svo að því að það var ekk­ert slíkt í boði, þannig að ég lét verða af því að skipu­leggja eitt slíkt sjálf­ur.“

Ákvörðunin um að skipu­leggja ut­an­vega­hlaupa­keppn­ina var tek­in í nóv­em­ber 2017 og í sept­em­ber ári síðar voru 250 manns skráðir í fyrstu Útil­ív Advent­ure-hátíðina.  „Í ár stefn­um við á að 500 hlaup­ar­ar frá öll­um heims­horn­um taki þátt,“ seg­ir Theo en hann skipu­legg­ur hátíðina ásamt vini sín­um frá London og tveim­ur öðrum heima­mönn­um.

Hátíðin er heila fimm daga og er hald­in 4. sept­em­ber og geta þátt­tak­end­ur valið á milli þess að hlaupa 10 km, 21 km, 42 km eða 60 kíló­metra ut­an­vega­hlaup í æv­in­týra­legu um­hverfi. Ásamt því að taka þátt í hlaup­inu hafa gest­ir aðgang að fjög­urra kvölda tón­list­ar­hátíð með lif­andi tónlist, alþjóðleg­um og fær­eysk­um plötu­snúðum á bör­um, strönd­inni og yf­ir­gefn­um vit­um.

Fegurðin í Færeyjum er engri lík.
Feg­urðin í Fær­eyj­um er engri lík. Ljós­mynd/​Utiliv SilvaR­un

Fyr­ir þá sem hafa ekki áhuga á því að hlaupa er boðið upp á göngu­ferðir, sund­ferðir, sigl­ing­ar og klettaklif­ur.

All­ir þeir sem skrá sig fyr­ir 30. apríl frá 10% af­slátt með kóðanum UTMBL10.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert