Fyrsta keppnin sinnar tegundar sem haldin er á Íslandi

Búast má við góðri þátttöku í keppninni. Hér má sjá …
Búast má við góðri þátttöku í keppninni. Hér má sjá þau Árna, Maríu Ögn, Burkna og Einar Karl á góðri stund í skíðagöngu. Ljósmynd/Aðsend

„Þetta er nokk­urs kon­ar mini Land­vætt­ur ef svo má segja, eina sem vant­ar er sundið,“ seg­ir Ein­ar Ólafs­son, einn af skipu­leggj­end­um keppn­inn­ar. „Gengn­ir verða 10 km á göngu­skíðum í til­tölu­legra léttri braut. Fyrst er geng­inn einn 6 km hring­ur á göngu­skíðasvæðinu út frá skála Ull­ar í Bláfjöll­um. Síðan renn­ir fólk sér við hliðina á veg­in­um um 4 km langa leið niður að af­leggj­ara Bláfjalla­veg­ar. Þar er skipt yfir í hjól og hjólað sem leið ligg­ur niður Bláfjalla­veg­inn í átt að Ásvalla­hverf­inu í Hafnar­f­irði um 22 km langa leið. Að lok­um er stokkið af hjól­inu og hlaupið um 5 km langa leið á hlaupa­stíg og í kring­um Ástjörn og komið í mark við Ásvalla­laug.“ Eft­ir keppn­ina er verðlauna­af­hend­ing og fá all­ir kepp­end­ur frítt í sund í Ásvalla­laug að lok­inni keppni.

„Þetta er í fyrsta sinn sem svona keppni er hald­in á Íslandi. Fyr­ir all­mörg­um árum var hald­in svipuð keppni á Ak­ur­eyri þar sem keppt var í sundi í stað hjóls, þannig að þessi þríþraut sam­ein­ar svo sann­ar­lega vetr­ar- og sumaríþrótt­ir.“ Mik­ill áhugi er á keppn­inni en verið er að svara eft­ir­spurn þar sem hundruð hlaup­ara og hjól­ara hafa einnig heill­ast af skíðagönguíþrótt­inni und­an­far­in ár og því er þetta til­val­in keppni fyr­ir þetta fólk að sam­eina þess­ar þrjár íþrótta­grein­ar. „Keppn­in er til styrkt­ar okk­ar besta skíðagöngu­manni, Snorra Ein­ars­syni, sem var ein­ung­is 18 sek­únd­ur frá því að lenda í verðlauna­sæti í 50 km göng­unni á heims­meist­ara­mót­inu i See­feld í Aust­ur­ríki í vet­ur,“ seg­ir Ein­ar. 

Áhuga­sam­ir geta skráð sig hér en opið er fyr­ir skrán­ing­ar til 5. apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert