Fróðleg fjöruferð með börnunum

Margt skemmtilegt leynist í fjörunni sem gaman er að leika …
Margt skemmtilegt leynist í fjörunni sem gaman er að leika sér að. Ljósmynd/Aðsend
Það er ein­mitt við þannig aðstæður sem Ferðafé­lag barn­anna og Há­skóli Íslands ætla sam­an í fjöru­ferð í Gróttu á stór­straums­fjöru laug­ar­dag­inn 6. apríl. Mæt­ing er eigi síðar en kl. 12:00 við bíla­stæðið við Gróttu. „Við erum svo hepp­in að fara í þessa ferð á stór­straums­fjöru og þá er enn meiri fjöl­breytni í Gróttu,“ seg­ir Hild­ur Magnús­dótt­ir, doktorsnemi í líf­fræði við Há­skóla Íslands. Hún mun leiða göng­una sem er í röðinni Með fróðleik í far­ar­nesti sem helg­ast af afar vel heppnuðu sam­starfi Há­skól­ans og Ferðafé­lags Íslands.

Fjöl­breytt líf­ríki fjör­unn­ar

Hild­ur og sam­star­fólk henn­ar mun segja göngu­fólki frá líf­ver­um sjáv­ar­ins og fjör­unn­ar og í vænd­um er því frá­bær skemmt­un fyr­ir alla fjöl­skyld­una.
„Við eig­um von á að sjá gnótt af fjörusnigla­teg­und­um eins og kletta­doppu, þang­doppu og nákuðungi en einnig beitu­kóng sem yf­ir­leitt lif­ir að mestu leyti neðan fjöru,“ seg­ir Hild­ur. „Í fyrra sáum við mjög mikið af ung­um kuðunga­kröbb­um sem nýta sér kuðunga lít­illa snigla sem bú­stað. Og ekki má gleyma að líta milli steina og und­ir klapp­arþangið og klóþangið, þar sem leyn­ast marflær, litl­ir krabb­ar og jafn­vel sprett­fisk­ar, en einnig fal­leg­ir gul­ir svamp­ar.“
Það er þannig aug­ljós­lega margs að vænta í ferðinni. Hild­ur seg­ir að eitt af aðal­ein­kenn­um fjör­unn­ar sé hið öfga­kennda um­hverfi sem mynd­ast vegna sam­spils flóðs og fjöru. Það móti fjöl­breyti­legt dýra- og plöntu­líf. „Líf­ver­urn­ar sem finn­ast í fjör­unni þurfa að geta lifað af bæði mik­inn þurrk á fjöru og að vera á kafi þegar flóð er. Annað aðal­ein­kenni fjör­unn­ar er belta­skipt­ing en það má yf­ir­leitt finna mis­mun­andi teg­und­ir líf­vera eft­ir því hversu of­ar­lega maður er í fjör­unni, þ.e. eft­ir því hversu mik­inn þurrk teg­und­in get­ur þolað.“
Fjölskylduferð niður í fjöru er alltaf jafnskemmtileg.
Fjöl­skyldu­ferð niður í fjöru er alltaf jafn­skemmti­leg. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvert fer vatnið?

Ef við víkj­um aft­ur að spurn­ing­unni, um hvert vatnið fari þegar flæðir út, þá seg­ir Vís­inda­vef­ur­inn að það fari í raun ekki langt.
„Auðvitað er vatnið í sjón­um varðveitt,“ seg­ir Vís­inda­vef­ur­inn, „og get­ur ekki eyðst eða orðið að engu við venju­leg­ar aðstæður. Sjáv­ar­botn­inn er heill og breyt­ist ekki held­ur þannig að það get­ur ekki lækkað í sjón­um af þeim sök­um eins og þegar við tök­um tappa úr vaski. Tunglið er helsta or­sök sjáv­ar­falla á jörðinni en sól­in kem­ur þó einnig við sögu. Þegar fjara er hafa sól og tungl sem sé togað hluta vatns­ins þangað sem flóð er á sama tíma, og fjara og flóð breyta síðan um stað vegna snún­ings jarðar.“
 

Magnað að rölta í fjör­unni

Flest­ir njóta þess að rölta í fjör­unni og marg­ir verða al­veg heillaðir af feg­urðinni og þess­um sí­felldu átök­um lands og sjáv­ar, fugla­lífið er magnað og líf­ríkið óvenju­fjöl­breytt sem valdi því að fólk sé al­mennt spennt fyr­ir fjöru­ferðum. Hild­ur seg­ir auðvitað magnað að sjá hversu vel aðlagaðar mis­mun­andi teg­und­ir eru að lífs­skil­yrðunum í fjör­unni.
„Hreyf­an­leg dýr eins og snigl­ar, t.d. draga sig inn í kuðung sinn og fela sig í sprung­um á fjöru til að viðhalda rak­an­um, á meðan kross­fisk­ar og slöngu­stjörn­ur nota sog­skál­ar sín­ar til að koma í veg fyr­ir að sog­ast út með öld­un­um á flóði. Kyrr­stæð dýr eins og skel­fisk­ar og hrúður­karl­ar loka sig inni í skel sinni á fjöru en á flóði teygja þau sig út og sía eða fanga fæðu úr vatns­boln­um. Og ýms­ar þang­teg­und­ir t.d. hafa blöðrur yst á blöðum sín­um sem gera þeim kleift að kom­ast nær sól­ar­ljós­inu á flóði, til að viðhalda ljóstil­líf­un­inni.
Hildur og samstarfólk hennar munu segja göngufólki frá lífverum sjávarins …
Hild­ur og sam­star­fólk henn­ar munu segja göngu­fólki frá líf­ver­um sjáv­ar­ins og fjör­unn­ar og í vænd­um er því frá­bær skemmt­un fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ljós­mynd/​Aðsend

Mik­il­væg­ur hluti af vist­kerfi hafs­ins

Hild­ur seg­ir að fjar­an sé mik­il­væg­ur hluti af vist­kerfi hafs­ins sem búsvæði fyr­ir ungviði ým­issa dýra­teg­unda og vegna mik­ill­ar fram­leiðni. „Hún er líka mik­il­væg fyr­ir úti­vist og nátt­úru­skoðun þannig að hana ber að vernda eft­ir bestu getu. Vega­fram­kvæmd­ir, skólp og ol­íu­meng­un frá landi geta haft nei­kvæð áhrif á líf­ríkið í fjör­unni og svo sér­stak­lega olíulek­ar vegna skips­stranda þar sem mikið af olíu fer oft í sjó­inn. Á Íslandi þarf að huga að því að vernda fjör­una fyr­ir öllu þessu en líka frá plasti og öðru rusli sem safn­ast í fjör­una, fýk­ur þaðan af landi eða berst með haf­straum­um. Svo eru ótal­in áhrif hlýn­un­ar jarðar sem get­ur valdið því að teg­unda­sam­setn­ing í fjör­un­um við Ísland breyt­ist og svo einnig áhrif súrn­un­ar sjáv­ar sem get­ur haft slæm áhrif á kalk­mynd­andi líf­ver­ur líkt og lin­dýr og kalkþör­unga.“
Hild­ur hvet­ur alla til að búa sig vel og til að vera í góðum vaðstíg­vél­um. Ekki saki að hafa með sér fötu og auðvitað eru all­ir hvatt­ir til að tína upp rusl í Gróttu.
Hér má nálg­ast fróðleik um sögu Gróttu sem er sann­kölluð nátt­úruperla í ná­vígi við borg­ina.
 
Ath. vegna sjáv­ar­falla hefj­ist ferðin kl. 12 en ekki klukk­an 11 eins og áður hafi verið aug­lýst. 
 
Með fróðleik í far­ar­nesti, laug­ar­dag­inn 6. apríl - göngu­ferð fyr­ir alla – mæt­ing eigi síðar en kl. 12:00 við Gróttu.
Þátt­taka er ókeyp­is og öll vel­kom­in. Ekk­ert að panta, bara að mæta!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert