Hvetjandi að fá viðurkenningu

Iceland Bike Farm býður upp á skemmtileg fjallahjólanámskeið í sumar.
Iceland Bike Farm býður upp á skemmtileg fjallahjólanámskeið í sumar. Ljósmynd/Iceland Farm Bike

Á vef Markaðsstof­unn­ar kem­ur fram að fjalla­hjóla­bænd­urn­ir í Mörtungu hafi skapað sér sér­stöðu með því að leita fanga í sínu nán­asta um­hverfi. Þau séu svo hepp­in að hafa úr­vals­fjalla­hjóla­slóða í bak­g­arðinum sem kind­urn­ar hafi mótað í gegn­um ald­irn­ar, og séu enn að. Það mætti því segja að Mörtunga sé fyrsta og eina nátt­úru­lega fjalla­hjóla­landið á Íslandi. Að sögn Rann­veig­ar Ólafs­dótt­ur hjá Ice­land Bike Farm hef­ur viður­kenn­ing­in heil­mikla þýðingu fyr­ir þau. „Þetta er í raun staðfest­ing á því að við séum að gera eitt­hvað sem fólk hef­ur áhuga á. Það er mjög hvetj­andi að fá svona viður­kenn­ingu og skemmti­leg at­hygli sem við fáum í kjöl­farið. Við vilj­um þakka Markaðsstofu Suður­lands og því frá­bæra starfs­fólki þar inn­an­borðs en þau eru að gera mjög flotta hluti fyr­ir ferðaþjón­ust­una og við mæl­um ein­dregið með því að slást í þeirra hóp.“

Fjallahjólaleiðin á jörðinni er engri lík.
Fjalla­hjóla­leiðin á jörðinni er engri lík. Ljós­mynd/​Rozle Breg­ar

Það er allt á fullu þessa dag­ana hjá hjón­un­um í Mörtungu en þau eru að byggja upp aðstöðu fyr­ir hjóla­fólk á bæn­um. „Við erum að breyta gömlu fjár­húsi í aðstöðuhús fyr­ir gesti og hjól. Þar verða sal­erni, sturt­ur og sauna, aðstaða til að setj­ast niður, borða og jafn­vel halda lítið hlöðuball en einnig er aðstaða fyr­ir hjóla­verk­stæði. Við mun­um taka á móti hóp­um í gist­ingu í sum­ar, bæði á nám­skeið hjá okk­ur og í hjóla­ferðir,“ seg­ir Rann­veig.

Fjallahjólatímabilið í Mörtungu byrjar strax að loknum sauðburði.
Fjalla­hjóla­tíma­bilið í Mörtungu byrj­ar strax að lokn­um sauðburði. Ljós­mynd/​Ice­land Bike Farm


Hjóla­vertíðin hjá Ice­land Bike Farm byrj­ar 31. maí, strax að sauðburði lokn­um. „Helg­ina 31. maí til 2. júní verður mjög spenn­andi nám­skeið í boði hjá okk­ur. Það er fjalla­hjóla­nám­skeið fyr­ir byrj­end­ur með jóg­aívafi. Nám­skeiðið er haldið í sam­starfi við Vilja markþjálf­un og það er Hild­ur Ágústs­dótt­ir markþjálfi sem mun sjá um að stilla hug­ar­farið rétt fyr­ir helg­ina og leiða hóp­inn í end­ur­nær­andi yoga ni­dra-slök­un. Nám­skeiðið er ætlað öll­um þeim sem hafa áhuga á að kynna sér fjalla­hjóla­sportið og fara svo­lítið út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann í góðum hópi.“ Þeir sem vilja kynna sér nám­skeiðið frek­ar geta skoðað það hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert