Geirmundartindur um páskana 

Glaður gönguhópur á Geirmundartindi. Í baksýn má sjá glitta í …
Glaður gönguhópur á Geirmundartindi. Í baksýn má sjá glitta í Akranesbæ. Ljósmynd/Aðsend

Samfara þessu myndast aðstæður sem margt útivistarfólk þekkir, efsta lagið í jarðveginum þiðnar en frost er ennþá í jörðu svo að efsta lagið verður að drullusvaði.  

Við slíkar aðstæður er gott að huga að því hvar er hægt að ganga og þá með það í huga að valda sem minnstum skaða á jarðveginum enda er það alþekkt að fólk leitar út fyrir stíga í svona aðstæðum og breikkar þá fyrir vikið og traðkar um leið niður gróin svæði. Sama virðist gerast í vaxandi mæli meðal fjallahjólafólks.  

Það skiptir því miklu máli að velja svæði vel og tilvalið að velja leiðir sem eru grýttar eða sendnar, eru á göngustígum eða á svæðum þar sem frost fer fyrr úr jörðu. Svæði sem eru nær sjó þiðna fyrr, en fjalllendi og heiðar inn til landsins geta verið fram í maí, júní eða jafnvel júlí að þorna nægilega til þess að gott sé að fara þessar leiðir. Þetta er þó misjafnt eftir tíðarfari, fjarlægð frá sjó og hæð yfir sjávarmáli.   

Gönguleiðina má finna á smáforritinu Wapp.
Gönguleiðina má finna á smáforritinu Wapp. Skjaskot/Wapp

Á höfuðborgarsvæðinu má nefna ýmsar leiðir sem henta vel um þessar mundir en fólk er hvatt til að hvíla Esjuna á næstunni. Helgafell í Hafnarfirði hentar hins vegar mjög vel, Búrfellsgjáin eftir að stígurinn var lagður, umhverfis Bessastaðatjörn á Álftanesi og þá er alltaf skemmtilegt að ganga um Geldinganesið. Á Reykjanesi eru líka fjölmargar leiðir eins og Þorbjörn, Keilir, Hraunahringurinn við Reykjanesvita og göngur meðfram ströndinni eins og hringleiðin við Garðskagavita.  

Geirmundartindur, Guðfinnuþúfu má sjá hægra megin.
Geirmundartindur, Guðfinnuþúfu má sjá hægra megin. Ljósmynd/Aðsend

Akrafjall er ekki síður hentugt vegna nálægðar við sjó og þar er val um tvo tinda, Geirmundartind 643 m og Háahnúk 555 m. Ég fór á Geirmundartind á mánudagskvöldið og það var ekki nema allra efst, ofan Guðfinnuþúfu, sem var eitthvert frost í jörðu og því örlítil drulla. Það er því upplagt að skipta Esju út fyrir Akrafjall um páskana. Hægt er að fara á Geirmundartind í leiðsögn Wappsins og lesa um Jóku tröllkonu, Guðfinnu sem átti barn í fjallinu og þá er frásögn um hvernig útilegumaðurinn Arnes Pálsson bjargaði sér á snilldarlegan hátt undan leitarmönnum í fjallinu. Einnig er sagt frá tveimur flugslysum sem urðu á þessum slóðum, jarðfræði fjallsins og ýmsu öðru. Hægt er að skrifa í gestabækur við Guðfinnuþúfu og á Geirmundartindi. Þeir sem vilja fara lengra geta gengið hringinn um Akrafjallið og farið á báða tindana.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka