Samheldin ævintýrafjölskylda

Ólafur Már og Þóra á góðri stund í Vasa göngunni.
Ólafur Már og Þóra á góðri stund í Vasa göngunni. Ljósmynd/ÓMB

Þau hafa ferðast víða og tekið þátt í ótrú­leg­ustu æv­in­týr­um sam­an og ásamt börn­um sín­um fjór­um sem erft hafa æv­in­týraþránna frá for­eldr­um sín­um. Sem barn bjó Ólaf­ur Már í Svíþjóð þar sem faðir hans var í sér­námi í augn­lækn­ing­um.„Við bjugg­um í Falun sem er rétt sunn­an við Sä­len, þar sem Vasa skíðagöngu­keppn­in er hald­in. Ég bjó þarna frá 8-12 ára ald­urs og komst ekki hjá því að kynn­ast göngu­skíðum.“ Björn Már, faðir Ólafs Más, er mik­ill skíðagöngumaður og stund­ar íþrótt­ina af krafti þrátt fyr­ir að vera kom­inn á átt­ræðis­ald­ur. „Pabbi fór í sína fyrstu Vasa göngu árið 1980 en hann hef­ur lík­lega verið fjórði eða fimmti ís­lend­ing­ur­inn sem hef­ur tekið þátt frá upp­hafi keppn­inn­ar. Einn besti vin­ur hans úti varð síðar stjórn­ar­formaður keppn­inn­ar og er nýhætt­ur þar en hann hef­ur stýrt keppn­inni öll þessi ár og stuðlað að auk­inni þátt­töku Íslend­inga í keppn­inni.“

Ólafur og Þóra ásamt börnum sínum þeim Birni Má, Þóri …
Ólaf­ur og Þóra ásamt börn­um sín­um þeim Birni Má, Þóri Svein, Sól­eyju og Tóm­asi Andra. Ljós­mynd/Ó​MB

Börn­in alin upp á göngu­skíðum

Hjón­in bjuggu í Nor­egi í tæp tíu ár þar sem Ólaf­ur Már fetaði í fót­spor föður síns og fór í sér­fræðinám í augn­lækn­ing­um. „Við stunduðum svigskíði af krafti en kynnt­umst ekki skíðagönguíþrótt­inni fyrr en und­ir það síðasta. Þá stál­umst við stund­um einn hring í skóg­in­um, aðeins til að kom­ast frá krökk­un­um, það var mjög huggu­legt,“ seg­ir Ólaf­ur Már. Í Nor­egi er það svo að það er skylda að læra á göngu­skíði í grunn­skól­um lands­ins. „Þegar það er leik­fimi í skól­an­um þá þurfa þau að taka skíðin með sér, ef þau eiga ekki skíði þá eru þau til í skól­an­um,“ seg­ir Þóra og bæt­ir við að þetta sé bara hluti af þeirra menn­ingu. „Það er svo áhuga­vert að Norðmenn vilja ekki kenna börn­un­um á svigskíði fyrr en þau hafa náð tök­um á skíðagöngu. Börn­in eru send með göngu­skíðin í leik­skól­ann án stafa eða út í sleðabrekku og þar ganga börn­in upp á skíðunum og renna niður, fara í elt­inga­leiki og ná góðum tök­um skíðunum, þú get­ur ímyndað þér tækn­ina sem þau læra. Þannig að börn­in okk­ar eru nán­ast alin upp á göngu­skíðum,“ seg­ir Þóra.

Keppendur koma í mark í Vasa göngunni.
Kepp­end­ur koma í mark í Vasa göng­unni. Ljós­mynd/Ó​MB

Þrjár kyn­slóðir í Vasa

Fyr­ir tíu árum síðan, þegar elsti son­ur hjón­anna var á nítj­ánda ári, fóru þeir feðgarn­ir ásamt föður Ólafs Más í Vasa skíðagöngu­keppn­ina. Síðan þá hafa elstu þrjú börn­in öll farið nokkr­um sinn­um í þessa keppni, yngsta er ekki enn komið með ald­ur en bíður spennt.  Fyr­ir þá sem ekki þekkja til keppn­inn­ar þá er þetta 90 kíló­metra löng skíðagöngu­keppni þar sem um 16 þúsund manns taka þátt í ár­lega. „Það var eft­ir þá keppni að ég fór að hvetja Þóru til að koma með á göngu­skíði. Við vor­um búin að vera að fara í skíðaferðir til Trysil með stór­um vina­hóp­um sem sum hver sýndu Vasa keppn­inni áhuga. Það var þá sem áhug­inn fór að kvikna hjá Þóru.“

Þóra undirbýr skíðin fyrir Vasa gönguna.
Þóra und­ir­býr skíðin fyr­ir Vasa göng­una. Ljós­mynd/Ó​laf­ur Már Björns­son

Þóra byrjaði á því að kaupa sér göngu­skíði og prófa á jafn­sléttu. „Ég kunni ekki neitt en byrjaði á því að skrá mig í 25 km keppni í Fossa­vatns­göng­unni á Ísaf­irði. Ég hringdi svo beint í vin­konu mína og til­kynnti henni að ég væri búin að skrá mig í keppn­ina.“ Vin­kon­an var að lík­ind­um hissa yfir þessu fram­taki Þóru og spurði hvort hún þyrfti nú ekki að kunna eitt­hvað á skíðin áður en hún hæfi keppni? „Ég sagði henni að þess gerðist ekki þörf því þegar ég væri búin með þessa 25 kíló­metra þá kynni ég á skíðin, þannig ég fór þá leið ásamt vin­kon­unni. Á þess­um tíma, fyr­ir 4 árum, þá var lít­il aðsókn í keppn­ina og ég endaði í þriðja sæti í mín­um ald­urs­flokki,“ seg­ir Þóra og hlær. „Hún er eina mann­eskj­an í fjöl­skyld­unni sem hef­ur staðið á verðlaunap­alli úr Fossa­vatns­göng­unni,“ seg­ir Ólaf­ur Már.

Ári síðar tóku hjón­in þátt sam­an í Vasa skíðagöng­unni en þá hafði Þóra aldrei gengið lengra en þessa 25 kíló­metra í Fossa­vatns­göng­unni. Aðspurð hvernig það hefði verið að ljúka 90 km keppni seg­ir Þóra að þetta snú­ist mikið og axl­ir og að hún sé al­veg naut­sterk. „Ég var búin að æfa mig þannig að ég var góð á jafn­sléttu og gat al­veg ýtt mér langa leið, þetta snýst meira um út­hald en tækni­lega séð var ég ekki mjög góð.“  Annað skiptið sem þau hjón­in tóku þátt sam­an í Vasa göng­unni fóru þau í næt­ur Vasa. „Það var al­gjör æv­in­týra­ganga og ein­ung­is 1500 manns sem fór­um í þá keppni eða 750 pör. Það voru all­ir með höfuðljós og öll önn­ur ljós voru slökkt. Þetta var mjög róm­an­tískt,“ seg­ir Þóra. 

Skemmti­legra að upp­lifa hlut­ina sam­an

Hjón­in eru mjög sam­rýnd og tak­ast á við verk­efn­in sam­an tvö eða ásamt börn­un­um sem heild.„Mig lang­ar ekki að fara út í eitt­hvað sem hún hef­ur ekki áhuga á. Eins og það er skemmti­legt að fara eitt­hvað með strák­un­um þá finnst mér ekki síðri dýna­mík þegar bæði kyn­in eru með,“ seg­ir Ólaf­ur Már. Eft­ir­vænt­ing­in og und­ir­bún­ing­ur­inn er líka stór hluti af verk­efn­un­um og seg­ir Þóra það ekki síður vera skemmti­legt en viðburður­inn sjálf­ur. „Við erum að tala sam­an um hvernig eigi að gera þetta og hvernig þetta verði, þannig að það er skemmti­legra að upp­lifa þetta allt sam­an sérílagi  góðum vin­um,“ seg­ir Þóra.

Fjöl­skyld­an fór sam­an í skíðagöngu­keppn­ina víðfrægu, Bir­ke­bein­erenn­et í Lillehammer, á dög­un­um. Keppn­in er 54 km og nú gátu öll börn­in tekið þátt og luku keppni með glæsi­brag.  Einnig gekk faðir Ólafs göng­una.  Aðstæður voru frá­bær­ar, blár him­inn og gott færi.  Í þess­ari keppni er farið yfir tvö fjöll og heiðar þannig að út­sýnið er stór­kost­legt en að sama skapi meiri brekk­ur.

Fjölskyldan að loknu Birkebeinerennet í Lillehammer ásamt foreldrum Ólafs Más …
Fjöl­skyld­an að loknu Bir­ke­bein­erenn­et í Lillehammer ásamt for­eldr­um Ólafs Más þeim Birni Má Ólafs­syni og Sig­ríði Ólafs­dótt­ur. Ljós­mynd/Ó​MB

Framund­an er heil­mikið um að vera hjá hjón­un­um. Þau fagna bæði fimm­tugsaf­mæli á ár­inu og eru með mörg járn í eld­in­um þegar kem­ur að úti­vist­inni. „Við verðum fyr­ir norðan um pásk­ana á fjalla­skíðum með okk­ar stóra og skemmti­lega ferðahópi Ísbjörn­um. Stefn­an er svo tek­in á Hvanna­dals­hnjúk með Ferðafé­lagi Íslands á af­mæli Þóru í júní. Svo eru ýms­ar hjóla­ferðir, göng­ur og æv­in­týra­ferðir,“ seg­ir Óli. Það er ekki laust við að maður fyll­ist aðdáun við það að hlusta á og fylgj­ast með þess­um æv­in­týra­hjón­um sem láta fátt eitt stöðva sig í leit að næstu æv­in­týr­um. Þess má geta svona rétt í lok­in að Ólaf­ur Már er ansi lunk­inn ljós­mynd­ari og má skoða mynd­bönd hér og ljós­mynd­ir hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert