Gönguskíðaævintýri miðaldra konu. 

Raunir pistlahöfunds í baráttunni við gönguskíði.
Raunir pistlahöfunds í baráttunni við gönguskíði. Ljósmynd/Kjartan Long

Fólk sem hleyp­ur maraþon reglu­lega og er í mjög góðu formi, þetta er ekki fólk eins og ég. Svo einn dag­inn fór ég í lunch með Unni Magnúsdótt­ir, eig­anda Dale Car­negie.  Við vor­um að ræða dag­inn og veg­inn og hún seg­ir mér að hún ætli í Land­vætt­ina. Ég hugsaði þetta í smá stund og sagði svo, veistu mig vant­ar nýtt mark­mið, eitt­hvað til að keppa að. Ég held að Landvætt­irn­ar séu bara al­veg málið, enda upp­full af sjálfs­trausti eft­ir að hafa klárað 10 km í Reykja­vík­ur­m­araþon­inu. 

Stuttu seinna var ég að spjalla við Hildu vin­konu og sagði henni að ég væri búin að ákveða að fara í Land­vætt­ina og fyrsta þraut­in væri Fossa­vatns­gang­an á Ísaf­irði, sem er 50 km skíðaganga.  Fimm mín­út­um seinna vor­um við eig­in­lega al­veg óvart bún­ar að skrá okk­ur í Fossa­vatns­göng­una, bóka göngu­skíðanámskeið á Ísaf­irði og kaupa okk­ur flug.   

Þetta leit nú ekk­ert rosa­lega vel út í upp­hafi, það var snjó­laust á Ísaf­irði og það þurfti að seinka námskeiðinu okk­ar fram til 6. Des. Við vor­um á mörk­un­um að hætta við þar sem það var farið að líða að jól­um en ákváðum að halda okk­ar striki.   

Ég átti eng­an út­búnað, hvorki skíðagræj­ur né föt þannig að ég ákvað að kaupa þetta allt hjá hon­um Bobba á Ísaf­irði.  Þetta var eig­in­lega ansi auðvelt, bara gefa upp hæð og þyngd. Það sem maður­inn var man­ísk­ur með að ég gæfi upp rétta þyngd, eins og hann grunaði að kona sem var kort­er í fimmtugt myndi ein­hvern tím­ann ljúga til um þyngd.  Það kom síðan í ljós að það er víst lyk­il­atriði til að skíðagang­an gangi vel að gefa upp rétta þyngd, eitt­hvað með rennsli og svo­leiðis.   

Ég er frá Dal­vík, og þegar ég var að al­ast upp flest­ir á svigskíðum, enda átt­um við Daní­el Hilm­ars­son sem var skíðakóng­ur­inn á þess­um tíma.  Mig bara rek­ur ekki minni til að hafa séð neinn á göngu­skíðum nema helst þá gaml­ar kon­ur. Ég hafði aldrei horft á göngu­skíðakeppni, enda fannst mér þetta bara drep­leiðin­leg og óspenn­andi íþrótt en hafði ákveðnar vænt­ing­ar um þetta.  Mín hug­mynd um skíðagöngu var sum sé, takt­föst ganga á jafn­sléttu.  Ég hafði litl­ar áhyggj­ur af skíðagöng­unni.  Eft­ir að hafa tekið nám­skeið í Salsa og Batchata hjá Salsa Ice­land í mörg ár vissi ég að takt­ur­inn var mér í blóð bor­inn, ég myndi rúlla þessu skíðadæmi upp. 

Ég dressaði mig upp og var bara nokkuð sátt með þetta.  Mætti á fyrstu æf­ing­una á Ísaf­irði.  Þá kom í ljós að flest­ir höfðu frestað nám­skeiðinu þar til eft­ir ára­mót þannig að í staðinn fyr­ir að vera 30 vor­um við 10 en með 2-3 kenn­ara.  Það átti eft­ir að reyn­ast ansi vel að hafa nokkra kenn­ara. 

Við fór­um út og á skíðin. Byrjaði þá ballið, ég bara komst ekki í skíðin, þ.e. skórn­ir vildu bara ekki fest­ast við skíðin og tók það ansi marg­ar til­raun­ir að láta það ganga upp. Ég var með staf­ina rangt stillta og fannst þeir svo óþægi­leg­ir, enda setti ég vinstri staf­inn á hægri hönd og öf­ugt, það stóð samt al­veg left and right, ég sá það bara ekki þarna í myrkr­inu á Ísaf­irði.   

Svo byrjaði nám­skeiðið. Mín­ir draum­ar um að rúlla þessu upp runnu út í sand­inn á núll einni.  Í fyrsta lagi var ég bara ekk­ert eins takt­föst og ég hélt og svo eru göngu­skíði bara ekk­ert á jafn­sléttu.  Við vor­um lát­in labba upp brekku, mér fannst hún óþægi­lega há og svo þurft­um við að skíða niður hana aft­ur.  Mér leið eins og ég hefði verið sett upp á Esju, þetta var fár­an­lega há brekka á svona byrj­enda­nám­skeiði en eft­ir á að hyggja var hún meira eins og Himmel­bjer­get. Ég fór ekki fal­lega niður þessa brekku, rúllaði meira niður eft­ir að hafa dottið nokkr­um sinn­um. Svo vor­um við sett í stærri hring með miklu stærri brekk­um og meira að segja einni beygju. Þessi rosa­lega stóri hring­ur var 1 km og brekk­urn­ar voru meira svona smá halli.   

Næsta dag vor­um við sett í stærri hring og stærri brekk­ur og þá kom sér vel að hafa fleiri en einn kenn­ara.  Níu nem­end­ur fengu einn kenn­ara og svo fékk ég minn einka­kenn­ara, hvers vegna var það? Jú, loft­hræðslan tók völd­in, ég fraus í brekk­unni og þurfti eig­in­lega að skríða niður hana og fór svo bara ann­an hring en hinir.  Hvers vegna skrá­ir loft- og hraðahrædd kona sig í göngu­skíðakeppni? Kannski er það geðveiki, en í hvert skipti sem ég ögra mér og fer út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann þá stækka ég og get meira og jú, svo þetta smá­atriði, að ég var bara ekk­ert búin að kynna mér út á hvað göngu­skíði gengu. Ég hélt grín­laust að þetta væri bara nota­legt stroll á jafn­sléttu.   

Þegar ég áttaði mig á þessu voru 2 leiðir í boði.  Hætta við Land­vætt­ina og láta hræðsluna taka völd­ina eða segja bara GÆS, ég get, ég ætla og ég skal. Ég valdi Gæs­ina og sé ekki eft­ir því.  Í hvert ein­asta skipti sem það var snjór á höfuðborg­ar­svæðinu var ég mætt á göngu­skíði, í Heiðmörk, þegar golf­völl­un­um var breytt í braut­ir og svo auðvitað í Bláfjöll.  Fyrsti hring­ur­inn í Bláfjöll­um var mjög erfiður þar sem þar eru sko al­vöru brekk­ur líka.  Ég skellti mér til Siglu­fjarðar á skíðanám­skeið og í hverri viku gat ég meira og þorði meiru.   

Ásdís og Hilda í upphafi Fljótamótsins.
Ásdís og Hilda í upp­hafi Fljóta­móts­ins. Ljós­mynd/​Hrafn­hild­ur Tryggva­dótt­ir

Land­vætt­ir eru með sam­eig­in­leg­ar æf­ing­ar og það verður að ját­ast að sá visku­brunn­ur sem er hjá Bryn­hildi Ólafs­dótt­ur, Ró­berti Mars­hall, Kjart­ani Long og Birnu Braga­dótt­ir sem og öll­um hinum sem koma að pró­gramm­inu, og líka þeim sem eru að æfa er óend­an­leg­ur og ómet­an­leg­ur.  Ég skráði mig í Ull og tók æf­ing­ar hjá þeim og líka einka­kennslu hjá Óskari Jak­obssyni. 

Ég skráði mig í göngu­skíðamót og náði 2 mót­um fyr­ir Fossa­vatnið.   Fyrra mótið var Bláfjalla­gang­an, 20 km hring­ur.  Ég lifði hann af, kom 14 síðasta í mark á 2.32 klst.  Ég leit meira á mótið sem æf­ingu í að taka þátt í móti, en eitt­hvað sem ég ætlaði að vinna og svo var sko kaffi­hlaðborð á eft­ir.  Ég var hrika­lega ánægð að hafa klárað, amk þar til ég fór að skoða tím­ana hjá hinum og sá að ég var með síðustu Land­vætt­un­um, en æf­ing­in skap­ar meist­ar­ann seg­ir víst mál­tækið.  Það sem ég reyni að muna og hafa á bakvið eyrað þegar ég bug­ast aðeins á því að vera alltaf síðust eða með þeim síðustu er að ég er búin að ná ansi góðum ár­angri á stutt­um tíma.  Ég steig í fyrsta skipti á göngu­skíði 6. des­em­ber 2018, náði 5 æf­ing­um. Svo kom fyrra vorið í Reykja­vík og það bara var eng­inn snjór í marg­ar, mjög lang­ar vik­ur.  Þannig að geta tekið þátt í 20 km göngu­skíðamóti eft­ir í raun 2ja mánaða æf­ing­ar er ótrú­legt. Ég verð alltaf jafn hissa hvað það er hægt að bæta sig mikið á stutt­um tíma, bara með því að halda alltaf áfram og gef­ast ekki upp. 

Kjartan Long og Róbert Marshall á góðri stundu.
Kjart­an Long og Ró­bert Mars­hall á góðri stundu. Ljós­mynd/​Kjart­an Long

Seinni gang­an var Fljóta­mótið um pásk­ana.  Við Hilda skellt­um okk­ur til Siglu­fjarðar.  Mótið var á föstu­dag­inn langa. Það var orðið ansi heitt og ég var kom­in í kvíðak­ast yfir því í hverju ég ætti að vera.  Ég var búin að pakka niður allskon­ar föt­um, eig­in­lega bara öll­um íþrótta­föt­um sem komu til greina.  Bæði Óskar og Bryn­hild­ur sögðu mér að vera ekki of­klædd þannig að ég skildi föður­landið og þykka jakk­ann eft­ir en var samt með bol og 2 peysur til að ganga í. Eftir ráðlegg­ing­ar skildi ég bol­inn eft­ir.  Rétt fyr­ir ræs kom smá kuldakast og ég fékk annað kvíðak­ast, hvað ef mér verður alltof kalt?  Ró­bert sagði mér að hafa ekki áhyggj­ur af því, það væri betra að vera kalt í 5 mín­út­ur held­ur en að stikna í 3 klukku­tíma.  Ég ákvað að treysta því og fór úr jakk­an­um en tók samt lof­orð af hon­um að ef ég fengi kals­ár þá myndi hann sitja yfir mér á Lans­an­um.  Ég var í ný­leg­um bux­um og hafði stein­gleymt því að þær voru með mjög hálu bandi til að halda þeim uppi.  Ég sat því uppi með 2 kosti og hvor­ug­an góðan.  Binda remb­ihnút og halda þeim uppi en standa þá frammi fyr­ir þeim val­mögu­leika að geta ekki losað þær ef ég þyrfti að sinna kalli nátt­úr­unn­ar, fimm­tug­ar þvag­blöðrur geta nefn­in­lega verið mjög ósam­mvinnuþýðar þegar á reyn­ir. Nú eða hafa hnút­inn laus­an og lenda í því að fólkið fyr­ir aft­an mig fái píp­ar­ann í and­litið eða hrein­lega að ég nái ekki að skíða þegar ég missi bux­urn­ar á hæl­ana.  Eft­ir smá pæl­ing­ar ákvað ég að það væri meira vesen að missa bux­urn­ar niður.  Alla 23 km hafði ég á til­finn­ing­unni að hvenær sem er myndu bux­urn­ar hætta að hanga uppi (sem bet­ur fór gerðist það þó ekki).  Ró­bert reynd­ist vera sann­spár, það var heitt og hætt­an á kals­ári eng­in.  Kjart­an Long spurði mig reynd­ar sem hann hringaði mig hvort að mér væri ekk­ert heitt.

Sáttir keppendur fagna í Fljótamótinu.
Sátt­ir kepp­end­ur fagna í Fljóta­mót­inu. Ljós­mynd/​Kjart­an Long

Það voru 76 skráðir í 20 km göng­una, þar af 3 ólymp­íufar­ar og enda­laust margir Íslands­meist­ar­ar.  Ekki oft sem miðaldra kona fær að keppa við þá.  Það er rosa­lega gam­an að sjá hversu góðir skíðamenn sum­ir voru.  Þegar ég stóð í brekku og var að vand­ræðast með hvernig ég ætti að skíða á milli fólks sem hafði dottið í brekk­unni,  stungu þau sér á milli á ofsa­hraða af gíf­ur­legu ör­yggi.  Kost­ur­inn við að hafa þau var líka í hvert skipti sem þau hringuðu mig kom svona fersk­ur and­blær í ör­stund og kældi mig niður á þess­um heita degi. 

Gang­an var mjög erfið, færið þungt og blautt og á blaut­ustu köfl­un­um hefði sund­bol­ur komið sér vel Eft­ir því sem  hringj­un­um fjölgaði þá fjölgaði líka bleik­um stik­um sem komu allt í einu í miðja braut og mjög oft í brekku.  Mér fannst þetta stórfurður­legt, að vera að troða stik­um í miðja braut og auka hætt­una á að klessa á þær.  Í lok­in voru þær orðnar svo marg­ar að ég var far­in að halda að ég hefði skráð mig í svigskíðakeppni.  Það var um svipað leyti sem ég áttaði mig á til­gangi stik­anna.  Það var ein­fald­lega verið að merkja hol­urn­ar sem voru farn­ar að mynd­ast og hvar hætta skapaðist á að detta ofan í læk eða vök.  Ég hef held­ur ekki verið svona blaut í fæt­urna síðan ég var 3ja ára og hoppaði í poll­um, mér til ánægju og yndis­auka.  Að ganga 4 hringi reynd­ist erfiðara en ég átti von á. Eftir fyrsta hring­inn, sem var rúm­ir 5 km, þá voru þeir sem voru að taka 10 km að klára sína göngu.  Ann­ar hring­ur­inn bugaði mig næst­um því.  Mér leist ekk­ert á blik­una, ég var hæg og lengi yfir og ég sá ekki al­veg hvernig ég ætti að klára þetta.  Sem bet­ur fer var 3ji hring­ur­inn mun auðveld­ari en þá var ég búin að átta mig á því að ég væri lík­lega orðin einna síðust. Það hef­ur kosti og galla. Það er eng­inn að taka fram úr þér, það er eng­inn í brekk­unni á sama tíma þannig að þú get­ur brunað án trufl­ana og ef þú dett­ur þá hef­ur þú næg­an tíma til að standa upp. Á sama tíma er gíf­ur­lega glatað að vera síðust.   

Þegar ég var hálfnuð með síðasta hring­inn heyrði ég snjósleða nálg­ast, ég bugaðist eig­in­lega.  All­ir hafa heyrt um að ná ekki tíma­mörk­um, að vera keyrt í mark.  Ég bara trúði þessu ekki, átti virki­lega ekki að leyfa mér að klára.  Lá Fljóta­mönn­um svona mikið á að kom­ast í kaffi­hlaðborðið.  Ég sá fyr­ir mér skömm­ina að ná ekki að klára, þannig að ég náði í alla þá orku sem ég átti eft­ir og gaf aðeins í.  Það var ekki planið að stinga snjósleðann af, ég ætlaði bara að sýna hon­um að ég átti nóg eft­ir og verðskuldaði að fá að fara sjálf í mark.  Hann var ekki lengi að ná mér og allt í einu heyrði ég, má ekki bjóða þér drykk?  Þá var hann bara ekk­ert kom­inn til að sækja mig, held­ur er ein­fald­lega allt annað þjón­ustu­stig þegar þú ert með þeim síðustu.  Það er meiri tími til að dekra göngu­menn.  Síðasta hring­inn var ég því með minn einkaþjón sem kom reglu­lega keyr­andi á snjósleða með Powera­de og hélt mér þannig gang­andi.  Ég kláraði göng­una og kom 3ja síðust í mark.   

Ég er hins veg­ar mjög stolt af mér að hafa getað þetta og minni mig stöðugt á að ég steig fyrst á göngu­skíði 6. des­em­ber 2018 og á 4 mánuðum fór ég úr því að geta ekki smellt skón­um á skíðin í að klára 23 km skíðagöngu og þora í all­ar brekk­urn­ar.  Eft­ir allt sam­an þá endaði ég í 65 sæti af 76, því að þó að ég hafi komið 3ja síðust í mark þá voru ein­hverj­ir sem kláruðu ekki göng­una.  Eft­ir göng­una geng­um við í Keti­lás og nut­um þess að fara í kaffi­hlaðborðið.  Það voru reynd­ar ansi marg­ir farn­ir enda langt liðið á dag­inn.  Ég var svaka­lega feg­in að það var ekki skylda að fara úr skón­um, þar sem ég held bara að al­manna­hags­mun­ir hefðu verið í hættu hefðu blaut­ir sokk­arn­ir fengið að leika laus­um hala. 

Næsta mál á dag­skrá.  Fossa­vatns­gang­an á Ísaf­irði 50 km.... 

Fyr­ir þá sem vilja fylgj­ast með Ásdísi Ósk má fylgja henni á In­sta­gram: as­disoskvals

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert