Stóri plokkdagurinn

Hjalti Björnsson, fararstjóri hjá Ferðafélagi Íslands, plokkar rusl ásamt félögum …
Hjalti Björnsson, fararstjóri hjá Ferðafélagi Íslands, plokkar rusl ásamt félögum úr gönguhópnum Alla leið. Ljósmynd/FÍ

Í um­hverfis­vik­unni býður Ferðafé­lag Íslands upp á skipu­lagðar um­hverf­is­göng­ur þar sem sjón­um er beint að mat­ar­sóun, plast­meng­un, lofts­lags­mál­um og grænni ferðamennsku. Að auki verður hald­inn skipti­markaður með úti­vistar­föt, pub-quiz og fyr­ir­lestr­ar­kvöld. Á morg­un eru svo all­ir hvatt­ir til að taka þátt í „Stóra plokk­deg­in­um“ og all­ir fé­lag­ar hvatt­ir til að leggja sitt af mörk­um. Deild­ir fé­lags­ins skipu­leggja plokk á sínu svæði en á höfuðborg­ar­svæðinu stend­ur til að plokka meðfram Reykja­nes­braut­inni frá Kefla­vík, í gegn­um höfuðborg­ina og alla leið að Leir­vogsá í Mos­fells­bæ.

Ræst verður á eft­ir­far­andi stöðvum kl. 10, 12 og 14, en auðvitað er vel­komið að koma á öðrum tím­um og fara á eig­in veg­um:

Reykja­vík – Stór­höfði og Árbær
Ræst af bíla­stæðinu við Select og Ölgerðina.
Reykja­vík – Grafar­vog­ur Grafar­holt
Ræst af bíla­stæðinu hjá Húsa­smiðjunni.
Mos­fells­bær
Ræst af bíla­stæðinu við N1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert