Lofthrædda fjallageitin

Pistlahöfundur í Esjugöngu.
Pistlahöfundur í Esjugöngu. Ljósmynd/Hrafnhildur Tryggvadóttir

Að venju voru hjón­in Bryn­hild­ur Ólafs­dótt­ir og Ró­bert Mars­hall, for­svars­menn FÍ Land­vætt­ir við stjórn­völ­inn.  Einnig voru Birna Braga­dótt­ir og Kjart­an Long far­ar­stjór­ar.  Þau hafa bæði klárað Land­vætta­pró­grammið og eru hok­in af reynslu.  Við feng­um póst frá Bryn­hildi þar sem all­ar nauðsyn­leg­ar upp­lýs­ing­ar komu fram.  Fyr­ir svona stress­bolta eins og mig þá er ut­an­um­haldið hjá Land­vætt­um full­komið.  Hvert ein­asta smá­atriði er til­greint og ég þarf því bara að mæta og lifa af.  Planið var að hitt­ast hjá Olís í Norðlinga­holti og vera í vetr­ar­hlaupa­föt­um.  Taka með Primaloftúlpu til að nota í nest­ispás­unni og vera í ut­an­vega­skóm til að skokka niður fellið.  För­inni var heitið á Víf­il­fell. 

Ég hef haft mjög ein­falda stefnu eft­ir að ég byrjaði í Land­vætt­um sem hef­ur gef­ist mjög vel.  Bara henda mér í djúpu laug­ina og kynna mér ekki aðstæður, enda treysti ég Bryn­hildi og Ró­bert full­komn­lega til að sjá um það smá­atriði.  Á síðustu stundu greip ég úlpu­skel­ina mína og ut­an­yf­ir­bux­ur.  Hitti hóp­inn á Olís þar sem við sam­einuðumst í bíla og ég var svo hepp­in að fá far með Birnu og Kjart­ani.  Ég var  ansi ánægð með mig að hafa bara tekið með mér 2 flat­kök­ur og nokkr­ar súkkulaðirús­ín­ur í nesti.  Kjart­an og Birna litu á mig,  brostu í kamp­inn yfir byrj­and­an­um og sögðu í kór, við erum nú bara með eitt prótein­b­ar.  Ó, eina ferðina enn er ég of nestuð.  Þau bentu á að því oft­ar sem maður færi í ferðir því minna nesti tæki maður með.  Greini­lega eitt af því sem lær­ist með reynsl­unni og það má svo sann­ar­lega segja að reynslu­bank­inn minn sé að bólgna út.

Glaður Landvættahópur á göngu.
Glaður Land­vætta­hóp­ur á göngu. Ljós­mynd/​Ró­bert­Mars­hall

Ég hef al­veg gengið á eitt og eitt fjall í gegn­um tíðina.  Tölti meira að segja um í Andés­fjöll­un­um í mínu ung­dæmi enda var það áður en ég þróaði með mér loft­hræðslu.  Ég hef gengið nokkr­um sinn­um á Esj­una sem og eitt og eitt fjall á Íslandi.  Einnig á þrjú fjöll sem enda á Fell, Úlfars­fell og Helga­fell í 2 bæj­ar­fé­lög­um.  Ég taldi því að Víf­il­fellið myndi flokk­ast með þeim og  fannst metnaður­inn í þeim Bryn­hildi og Ró­berti óvenju lít­ill.  Sá samt fyr­ir mér að hlaupið niður Víf­il­fell yrði þægi­legt og frá­bært ut­an­vega­hlaup.

Þegar við kom­um að Víf­ils­felli tók Bryn­hild­ur smá kynn­ing­ar­fund.  Þá kom í ljós að við vor­um bara ekk­ert að fara eitt­hvað krútt­legt Fell.  Ég hætti að heyra al­menni­lega eft­ir að Bryn­hild­ur fór að nota orðin reipi, keðjur og loft­hræðsla.  Ég hugsaði A... hvers vegna kynnti ég mér ekki hvert við vor­um að fara, ég er pínu las­in og hefði bara átt að vera heima.  Hvers vegna var ég að fá far með Birnu.  Ætli ég geti fengið lykl­ana hjá henni og beðið í bíln­um.  Hvað ætli þau verði lengi að labba þetta og hversu kalt verður mér ef ég verð bara eft­ir.  Eng­in af þess­um hug­mynd­um var samt raun­hæf, þannig að ég ákvað bara að rölta af stað og finna út úr þessu á leiðinni.  Í gegn­um Land­vætt­ina hef ég til­einkað  mér möntr­una: Ekki hugsa, bara gera

Kost­ur­inn við Land­vætt­ina er að hóp­ur­inn er stút­full­ur af fólki með mjög mikla reynslu af úti­vist.  Bæði far­ar­stjór­arn­ir sem og all­ir snill­ing­arn­ir sem eru í Land­vætt­un­um.  Bryn­hild­ur og Ró­bert eru því­lík­ir reynslu­bolt­ar að það hálfa væri nóg.  Kjart­an er reynd­ur fjalla­leiðsögumaður og í björg­un­ar­sveit.  Ragn­ar Ant­onius­sen sér um nýliðaþjálf­un hjá björg­un­ar­sveit­un­um.  Elva Tryggva­dótt­ir, hún er  hvorki meira né minna en formaður svæðistjórn­ar á svæði 1 á höfuðborg­ar­svæðinu og í aðgerðastjórn höfuðborg­ar­svæðis­ins hjá björg­un­ar­sveit­inni.   Þess­ar upp­lýs­ing­ar róuðu mig reynd­ar hell­ing.  Hvað er betra en að vera upp á fjalli með konu sem er með þyrluna á hraðvali í sím­an­um?

Gang­an upp gekk að mestu áfalla­laust til að byrja með, svo kom kletta­belti sem mér leist bara ekk­ert á.  Þá kom styrk­ur Land­vætt­an­anna vel í ljós.  Bryn­hild­ur var búin að biðja hóp­inn að passa upp á mig.  Um leið og ég lenti í vand­ræðum var alltaf kom­in út­rétt hönd til að grípa í.  Málið er ein­falt, það borg­ar sig alltaf að upp­lýsa um sína ann­marka, þá eru all­ir boðnir og bún­ir að aðstoða. 

Að lok­um vor­um við næst­um því kom­in upp.  Kjart­an og Birna sögðu, það er bara ör­stutt eft­ir.  Þetta ör­stutta bugaði mig næst­um því.  Ég þurfti að ganga meðfram óþægi­lega mjó­um stíg, troða mér upp sprungu og hoppa svo í lausu lofti upp á næstu kletta­brún.  Þarna fraus ég ein­fald­lega og komst hvorki lönd né strönd í smá stund.  Fann svo betri leið, en þá tók nú ekki betra við.  Við þurft­um að klifra upp með aðstoð reip­is.  Mér varð hugsað til allra tím­anna í grunn­skóla Dal­vík­ur þar sem við átt­um að klifra upp reipi og ég náði því aldrei.  Var komið að því, komst ég ekki lengra?  Með aðstoð og já­kvæðri hvat­ingu náði ég upp.  Ég var samt ekki fyrr kom­in upp en ég mætti Ró­berti með hóp á leiðinni niður.  Bíddu, hvað er eig­in­lega í gangi, hvar er nest­ispás­an mín, hvar er sam­stund­in okk­ar.  Nokkr­ar hugs­an­ir fuku í gegn­um haus­inn á mér.  Eruð þið í al­vör­unni að segja mér að ég hafi farið upp allt þetta til að stoppa í 2 mín­út­ur.  Það var ekk­ert út­sýni af toppn­um, bara hvasst og þoka.

Eft­ir á að hyggja er ég gíf­ur­lega feg­in að hafa verið dreg­in upp því að ég sigraðist á Víf­il­felli.  Í hvert skipti sem ég sigr­ast á ein­hverju sem var al­gjör­lega ómögu­legt að ég gæti gert, blæs þæg­ind­aramm­inn minn út og ég get gert svo miklu meira.  Ekki bara í fjallaklifri held­ur í líf­inu al­mennt. 

Æsispennandi aðstæður á Vífilfelli.
Æsispenn­andi aðstæður á Víf­il­felli. Ljós­mynd/​Aðsend

Leiðin niður var vand­ræðal­ega auðveld þegar ég var búin að klöngr­ast niður sprung­una.  Hana fór ég með Bryn­hildi.  Hún fór á und­an og sagði mér hvar hend­ur og fæt­ur ættu að fara, þetta var samt ekki nema 1 mín­úta sem það tók og all­ir lifðu af.  Kletta­beltið sem ég barðist við að fara upp, var allt í einu ekk­ert mál og þegar við kom­um niður þá langaði mig eig­in­lega að fara aft­ur.  Mér leið eins og ég hefði gengið upp á Ev­erest og ég get ekki beðið eft­ir því að ganga á næsta Fell, hvaða for­nafn sem það ber.

Ég hefði hins veg­ar ekki getað þetta ein, þetta var sann­ar­lega hópefli.

Ef þú ert að stíga þín fyrstu skref í fjall­göngu þá er gíf­ur­lega mik­il­vægt að vera rétt út­bú­inn.  Við vit­um aldrei hvernig veðrið verður.  Það var fín­asta veður þegar við lögðum af stað en svo kom þoka og rok.  Það sem ég mæli með er hrein­lega að fá lánuð föt hjá vin­um og vanda­mönn­um til að prófa.  Skemmti­leg göngu­ferð get­ur nefn­in­lega breyst í al­gjöra mar­tröð ef fólk er illa út­búið og verður kalt og blautt.

Ef þú ert að glíma við loft­hræðslu eins og ég en vilt samt ganga á fjöll þá eru hérna skot­held ráð.

3 ráð fyr­ir loft­hrædd­ar fjalla­geit­ur

- Farðu með reynslu­miklu fólki og treystu þeim í blindni. Ég vissi að í þess­um hóp er fólk sem ég get treyst fyr­ir lífi mínu.  Sama hvað myndi ger­ast þá myndu þau koma mér í gegn­um þetta

- Upp­lýstu sam­ferðamenn þína um loft­hræðsluna og vertu viss um að þau séu skilji vanda­málið

- Ekki of­hugsa þetta. Það sem virk­ar fyr­ir mig er að kynna mér ekki of mikið í upp­hafi því þá fer ég að hafa áhyggj­ur af hlut­um sem kannski verða ekki vanda­mál.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert