Fjallagarpaverkefni fjölskyldunnar

Hjónin Matti og Dalla, umsjónarmenn Ferðafélags barnanna.
Hjónin Matti og Dalla, umsjónarmenn Ferðafélags barnanna. Ljósmynd/Aðsend

Verk­efnið hlaut mjög góðar viðtök­ur í fyrra og það voru um 100 börn sem gengu á sex fjöll í ná­grenni höfuðborg­ar­inn­ar í bráðskemmti­leg­um göng­um. Mark­miðið með verk­efn­inu er að skapa skemmti­lega sam­veru fyr­ir börn og fjöl­skyld­ur þeirra þar sem all­ir fá að reyna á sig og njóta nátt­úr­unn­ar. „Það var ótrú­lega gam­an að sjá dugnaðinn í öll­um krökk­un­um í fjall­göng­un­um í fyrra. Þau voru mjög ein­beitt að klára all­ar göng­urn­ar sex og ef þau komust ekki þá feng­um við stund­um send­ing­ar um að þau hefðu bara farið á öðrum tíma með fjöl­skyld­unni sinni,“ seg­ir Dalla Ólafs­dótt­ir, ann­ar um­sjón­ar­manna Ferðafé­lags barn­anna. Hún og Matth­ías Sig­urðar­son eig­inmaður henn­ar halda utan um verk­efnið og segja að það sé aug­ljóst að fjall­göng­urn­ar séu til­vald­ar til að efla með börn­un­um seiglu og sjálfs­traust en um­fram allt sé gam­an að vera úti með stór­um hópi annarra barna og sigr­ast á sjálf­um sér.

Samrýnd fjölskylda hvílir lúin bein eftir göngu með Ferðafélagi barnanna.
Sam­rýnd fjöl­skylda hvíl­ir lúin bein eft­ir göngu með Ferðafé­lagi barn­anna. Ljós­mynd/​FÍ

Fyr­ir börn­un­um sé hvert fjall, hvort sem það er á hæð við fimm eða átta Hall­gríms­kirkjut­urna, al­vöru­áskor­un sem þau gleðjast inni­lega yfir að kom­ast á topp­inn á. „Svo finnst krökk­un­um ómiss­andi að taka með ís­lenska fán­ann og taka toppa­mynd eins og al­vöru­fjallagarp­ar gera,“ seg­ir Matth­ías.


Fyrsta gang­an 9. maí

Eins og áður sagði hefst verk­efnið með göngu á Sel­fjall fimmtu­dag­inn 9. maí næst­kom­andi. Sunnu­dag­inn 26. maí verður svo gengið á fal­lega Keili á Reykja­nesi og fimmtu­dag­inn 6. júní verður ganga á Skála­fell á Hell­is­heiði. Að afloknu sum­ar­fríi barn­anna verður svo tek­inn upp þráður­inn með skemmti­legri göngu á Ásfjall í Hafnar­f­irði 15. ág­úst en Ásfjall læt­ur lítið yfir sér en býður upp á skemmti­legt út­sýni yfir höfuðborg­ina. Víf­il­fell verður svo toppað 29. ág­úst og loka­hátíð verður svo upp­ganga á fal­legu Mósk­arðshnúka sunnu­dag­inn 22. sept­em­ber. Þar fá börn­in af­hent viður­kenn­ing­ar­skjal fyr­ir að klára all­ar göng­urn­ar og titil­inn Fjallagarp­ur Ferðafé­lags barn­anna auk þess sem pyls­ur verða grillaðar að hefðbundn­um ís­lensk­um sið!

Gönguferðir á vegum Ferðafélags barnanna eru sívinsælar.
Göngu­ferðir á veg­um Ferðafé­lags barn­anna eru sí­vin­sæl­ar. Ljós­mynd/​FÍ


Verk­efnið er ætlað dug­leg­um börn­um allt frá 4-5 ára aldri og fjöl­skyld­um þeirra og geta all­ar þær fjöl­skyld­ur sem eiga fé­lags­menn í Ferðafé­lagi Íslands tekið þátt. Fjallagarpa­verk­efnið hefst 9. maí eins og áður sagði með göngu á Sel­fjall og verður brott­för frá skrif­stofu FÍ, Mörk­inni 6, kl. 16:30. Hver ferð verður svo sér­stak­lega kynnt á Fés­bók­arsíðu Ferðafé­lags barn­anna og þá er upp­lýs­ing­ar að finna á heimasíðu FÍ um hverja göngu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert